Benedikt: „Það er ógeðslega erfitt að spila á móti þeim“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 16. febrúar 2023 21:27 Benedikt Guðmundsson hafði áhyggjur af sínum mönnum í upphafi leiks. Hulda Margrét Benedikt Guðmundssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway-deild karla í körfubolta, leist ekkert á blikuna í upphafi leiks hans manna á heimavelli gegn Breiðablik fyrr í kvöld. Eftir tvær og hálfa mínútu í fyrsta leikhluta var staðan 0-11 fyrir gestina. „Mér leist ekkert á þetta í byrjun. Ég þurfti að taka leikhlé eftir tvær mínútur. Við vorum ekki alveg að gera það sem við ætluðum að gera. Við vorum að skjóta aðeins of snemma. Ekki að bíða eftir besta færinu í sókninni. Ekki að fara nógu langt inn í sóknina. Við vorum aðeins of seinir til baka og vorum ekki að þrengja varnarvöllinn hjá okkur þegar ákveðnir menn voru með boltann.“ Njarðvíkingar tóku sig þó saman í andlitinu á endanum. Þeir voru einu stigi undir í lok fyrsta leikhluta og tíu stigum yfir í hálfleik en leikurinn endaði síðan með stórsigri heimamanna 135-95. „Sem betur fer komum við til baka. Jafn fyrsti leikhluti svo náum við að byggja smá forskot í öðrum leikhluta. Ég held að seinni hálfeikur, fyrir utan fyrstu tvær til þrjár mínúturnar, hafi verið okkar.“ Breiðablik spilar mjög hraðan leik og misjafnt er hversu vel leikmenn ráða við að verjast leikstíl af því tagi. Benedikt var þó ekki á því að Njarðvíkingar hefðu ekki ráðið við hraða gestanna í byrjun en síðan náð tökum á honum. „Þeir eru alltaf hraðir. Þú verður að vera einbeittur og verður að taka góðar ákvarðanir. Annars refsa þeir. Það er ógeðslega erfitt að spila á móti þeim. Ég er hrifinn af þeirra leið. Það eru margar leiðir til að ná árangri og þetta virkar fyrir þá. Annaðhvort svínvirkar þetta eða þetta verður ströggl og þetta var ströggl hjá þeim í seinni hálfleik.“ „Við fórum að gera betur og það vantaði lykilmenn hjá þeim. Julio De Assis og Sölva [Ólason] sem er líka mikilvægur í Blikaliðinu. Við vorum með fullt lið þannig að mér fannst við bara eiga að taka þetta.“ Varnarleikurinn hefur verið mjög sterkur hjá Njarðvík í vetur miðað við alla tölfræði. Benedikt var spurður hvort varnarleikurinn hefði ekki gengið upp í byrjun leiks og leikmenn ekki að fara eftir varnarskipulagi. Var honum þá tíðrætt um Everage Lee Richardson, leikmann Breiðabliks, sem var stigahæstur á vellinum með þrjátíu og fjögur stig. „Þegar Everage Richardson er í þessum ham þá er eiginlega ekkert sem þú getur gert. Hann var ekki að skjóta fríum skotum en þegar hann tekur þetta „shake og bake“ og „step-back“ og setur hann svo í andlitið á mönnum þá er voðalítið hægt að gera. Þeir voru ekki með margar stoðsendingar. Hann var ekki að skjóta eftir samspil. Hann var bara að taka menn á og enginn er betri í því.“ „Við prófuðum að setja Mario á hann í seinni hálfleik. Þannig að hann væri með stærri mann á sér. Það skipti engu máli. Að öðru leyti var margt ágætt hjá okkur varnarlega en við réðum ekkert við hann.“ Næsta umferð deildarinnar verður eftir tvær og hálfa viku vegna verkefna íslenska karlalandsliðsins. Benedikt leist ekki alveg nógu vel á að fá svona langt hlé þegar hans lið væri í jafn góðum gír. „Ég er ekkert valhoppandi yfir því að það skuli vera hlé núna þegar við erum á svona góðu „rönni“. Vonandi drepur þetta ekki niður ryþmann hjá okkur en við reynum að nýta þetta hlé vel og koma klárir í lokakaflann. Aðallega vona ég að íslenska karlalandsliðinu gangi vel í þessum glugga, vinnu Georgíu úti og við förum á HM. Á meðan vinnum við í okkar leik og verðum vonandi betri,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 135-95 | Risasigur í Ljónagryfjunni Njarðvík vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem gestirnir í Breiðablik byrjuðu betur sigldu Njarðvíkingar fram úr og unnu 40 stiga sigur, 135-95. 16. febrúar 2023 19:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
„Mér leist ekkert á þetta í byrjun. Ég þurfti að taka leikhlé eftir tvær mínútur. Við vorum ekki alveg að gera það sem við ætluðum að gera. Við vorum að skjóta aðeins of snemma. Ekki að bíða eftir besta færinu í sókninni. Ekki að fara nógu langt inn í sóknina. Við vorum aðeins of seinir til baka og vorum ekki að þrengja varnarvöllinn hjá okkur þegar ákveðnir menn voru með boltann.“ Njarðvíkingar tóku sig þó saman í andlitinu á endanum. Þeir voru einu stigi undir í lok fyrsta leikhluta og tíu stigum yfir í hálfleik en leikurinn endaði síðan með stórsigri heimamanna 135-95. „Sem betur fer komum við til baka. Jafn fyrsti leikhluti svo náum við að byggja smá forskot í öðrum leikhluta. Ég held að seinni hálfeikur, fyrir utan fyrstu tvær til þrjár mínúturnar, hafi verið okkar.“ Breiðablik spilar mjög hraðan leik og misjafnt er hversu vel leikmenn ráða við að verjast leikstíl af því tagi. Benedikt var þó ekki á því að Njarðvíkingar hefðu ekki ráðið við hraða gestanna í byrjun en síðan náð tökum á honum. „Þeir eru alltaf hraðir. Þú verður að vera einbeittur og verður að taka góðar ákvarðanir. Annars refsa þeir. Það er ógeðslega erfitt að spila á móti þeim. Ég er hrifinn af þeirra leið. Það eru margar leiðir til að ná árangri og þetta virkar fyrir þá. Annaðhvort svínvirkar þetta eða þetta verður ströggl og þetta var ströggl hjá þeim í seinni hálfleik.“ „Við fórum að gera betur og það vantaði lykilmenn hjá þeim. Julio De Assis og Sölva [Ólason] sem er líka mikilvægur í Blikaliðinu. Við vorum með fullt lið þannig að mér fannst við bara eiga að taka þetta.“ Varnarleikurinn hefur verið mjög sterkur hjá Njarðvík í vetur miðað við alla tölfræði. Benedikt var spurður hvort varnarleikurinn hefði ekki gengið upp í byrjun leiks og leikmenn ekki að fara eftir varnarskipulagi. Var honum þá tíðrætt um Everage Lee Richardson, leikmann Breiðabliks, sem var stigahæstur á vellinum með þrjátíu og fjögur stig. „Þegar Everage Richardson er í þessum ham þá er eiginlega ekkert sem þú getur gert. Hann var ekki að skjóta fríum skotum en þegar hann tekur þetta „shake og bake“ og „step-back“ og setur hann svo í andlitið á mönnum þá er voðalítið hægt að gera. Þeir voru ekki með margar stoðsendingar. Hann var ekki að skjóta eftir samspil. Hann var bara að taka menn á og enginn er betri í því.“ „Við prófuðum að setja Mario á hann í seinni hálfleik. Þannig að hann væri með stærri mann á sér. Það skipti engu máli. Að öðru leyti var margt ágætt hjá okkur varnarlega en við réðum ekkert við hann.“ Næsta umferð deildarinnar verður eftir tvær og hálfa viku vegna verkefna íslenska karlalandsliðsins. Benedikt leist ekki alveg nógu vel á að fá svona langt hlé þegar hans lið væri í jafn góðum gír. „Ég er ekkert valhoppandi yfir því að það skuli vera hlé núna þegar við erum á svona góðu „rönni“. Vonandi drepur þetta ekki niður ryþmann hjá okkur en við reynum að nýta þetta hlé vel og koma klárir í lokakaflann. Aðallega vona ég að íslenska karlalandsliðinu gangi vel í þessum glugga, vinnu Georgíu úti og við förum á HM. Á meðan vinnum við í okkar leik og verðum vonandi betri,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 135-95 | Risasigur í Ljónagryfjunni Njarðvík vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem gestirnir í Breiðablik byrjuðu betur sigldu Njarðvíkingar fram úr og unnu 40 stiga sigur, 135-95. 16. febrúar 2023 19:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 135-95 | Risasigur í Ljónagryfjunni Njarðvík vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem gestirnir í Breiðablik byrjuðu betur sigldu Njarðvíkingar fram úr og unnu 40 stiga sigur, 135-95. 16. febrúar 2023 19:55
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti