Vinna áfram með ramma fyrri kjarasamninga Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. febrúar 2023 22:02 Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði temmilega bjartsýnn á viðræður næstu daga eftir að Efling ákvað að fresta verkfallsaðgerðum sínum til sunnudags. Vísir/Sigurjón Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, tilkynnti um níu leytið í kvöld að samkomulag hefði náðst um að Efling frestaði öllum verkfallsaðgerðum sínum til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar og að frestunin tæki þegar gildi. Samningsaðilar ætluðu að freista þess að ná samningi um helgina. Þeir koma saman til eiginlegra kjarasamningsviðræðna klukkan tíu í fyrramálið. Að fundi loknum í kvöld sagði Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, að það hafi verið mikilvægt skref að fresta verkföllum til þess að samningsaðilar gætu einbeitt sér að viðræðum. SA hafi óskað eftir lengri frest þar sem þau hafi talið að lengri tíma þyrfti til þess að fá botn í kjarasamningsviðræðurnar. Ragnar sagðist vonast til þess að verkfallsaðgerðum yrði frestað um lengri tíma ef viðræður færu á skrið. Sami rammi en tilbúin að reyna að laga hann að Eflingarfólki Fram að þessu hafa Samtök atvinnulífsins ekki ljáð máls á því að semja við Eflingu á öðrum nótum en þau hafa þegar gert við önnur samtök launþega, þar á meðal Starfsgreinasambandið. Samtökin virðast ekki ætla að hvika frá þeirri línu ef marka má orð Ragnars í kvöld. „Við teljum kannski núna, og kannski getur Efling staðfest það, að það séu meiri forsendur til að ræða um gerð samnings á grundvelli þeirra samninga sem í rauninni þegar hafa verið gerðir og hafa verið samþykktir af meginþorra launafólks," sagði hann. „Við höfum vísað til ákveðins ramma og okkar viðsemjendur þekkja þann ramma sem við erum að vinna með.“ Lýsti Ragnar þó SA tilbúin til þess að reyna að finna einhvers konar aðlögun á kjarasamningsrammanum að Eflingu og samsetningu hópsins sem félagið semur fyrir. Efling hefur meðal annars krafist meiri kjarabóta þar sem félagar þess séu að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu þar sem framfærslukostnaður sé hærri en á landsbyggðinni. Viðtalið við Ragnar Árnason má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. „Temmilega bjartsýnn“ og hugur hans hjá erlendu ferðamönnunum Ragnar sagðist „temmilega“ bjartsýnn á viðræðurnar sem eru framundan næstu daga. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt. Við skulum bara sjá hvað fram vindur,“ sagði hann. Spurður að því hvort að miklum skaða hafi verið forðað með því að fresta verkfallsaðgerðum sagði Ragnar að hugur hans væri aðallega hjá erlendum ferðamönnum sem sáu kannski fram á að þurfa að gista í strætóskýlum eða við álíka aðbúnað vegna verkfalls hótelstarfsmanna. „Það hefði orðið mikið tjón fyrir hótelin en ekki síður, bara í rauninni, fyrir þessa erlendu gesti okkar sem hefðu bara verið í stórkostlegum vandræðum þegar komnir til landsins,“ sagði hann. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, tilkynnti um níu leytið í kvöld að samkomulag hefði náðst um að Efling frestaði öllum verkfallsaðgerðum sínum til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar og að frestunin tæki þegar gildi. Samningsaðilar ætluðu að freista þess að ná samningi um helgina. Þeir koma saman til eiginlegra kjarasamningsviðræðna klukkan tíu í fyrramálið. Að fundi loknum í kvöld sagði Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, að það hafi verið mikilvægt skref að fresta verkföllum til þess að samningsaðilar gætu einbeitt sér að viðræðum. SA hafi óskað eftir lengri frest þar sem þau hafi talið að lengri tíma þyrfti til þess að fá botn í kjarasamningsviðræðurnar. Ragnar sagðist vonast til þess að verkfallsaðgerðum yrði frestað um lengri tíma ef viðræður færu á skrið. Sami rammi en tilbúin að reyna að laga hann að Eflingarfólki Fram að þessu hafa Samtök atvinnulífsins ekki ljáð máls á því að semja við Eflingu á öðrum nótum en þau hafa þegar gert við önnur samtök launþega, þar á meðal Starfsgreinasambandið. Samtökin virðast ekki ætla að hvika frá þeirri línu ef marka má orð Ragnars í kvöld. „Við teljum kannski núna, og kannski getur Efling staðfest það, að það séu meiri forsendur til að ræða um gerð samnings á grundvelli þeirra samninga sem í rauninni þegar hafa verið gerðir og hafa verið samþykktir af meginþorra launafólks," sagði hann. „Við höfum vísað til ákveðins ramma og okkar viðsemjendur þekkja þann ramma sem við erum að vinna með.“ Lýsti Ragnar þó SA tilbúin til þess að reyna að finna einhvers konar aðlögun á kjarasamningsrammanum að Eflingu og samsetningu hópsins sem félagið semur fyrir. Efling hefur meðal annars krafist meiri kjarabóta þar sem félagar þess séu að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu þar sem framfærslukostnaður sé hærri en á landsbyggðinni. Viðtalið við Ragnar Árnason má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. „Temmilega bjartsýnn“ og hugur hans hjá erlendu ferðamönnunum Ragnar sagðist „temmilega“ bjartsýnn á viðræðurnar sem eru framundan næstu daga. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt. Við skulum bara sjá hvað fram vindur,“ sagði hann. Spurður að því hvort að miklum skaða hafi verið forðað með því að fresta verkfallsaðgerðum sagði Ragnar að hugur hans væri aðallega hjá erlendum ferðamönnum sem sáu kannski fram á að þurfa að gista í strætóskýlum eða við álíka aðbúnað vegna verkfalls hótelstarfsmanna. „Það hefði orðið mikið tjón fyrir hótelin en ekki síður, bara í rauninni, fyrir þessa erlendu gesti okkar sem hefðu bara verið í stórkostlegum vandræðum þegar komnir til landsins,“ sagði hann.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04