Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 18:51 Frá jarðarför úkraínsks sjálfboðaliða sem féll í átökum við Rússa. AP/Emilio Morenatti Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hersveitir Rússa hafa framið glæpi gegn mannkyninu í Úkraína. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, opinberaði þetta í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og sagði nauðsynlegt að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina. „Hersveitir Rússa hafa markvisst og með kerfisbundnum hætti gert árásir á óbreytta borgara. Grimmileg morð, pyntingar, nauðganir og brottflutningur,“ sagði Harris. Hún nefndi einnig að borgarar hefðu verið teknir af lífi. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar lýstu yfirvöld Bandaríkjanna því yfir í mars að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi og að Bandaríkin myndu aðstoða við rannsókn þeirra glæpa. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig sakað Rússa um stríðsglæpi og sent rannsakendur til Úkraínu Sjá einnig: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Ásökun um glæpi gegn mannkyninu er alvarlegri en munurinn felst í því að árásir á óbreytta borgara séu ítrekaðar og kerfisbundnar. „Yfirvöld í Rússlandi hafa þvingað hundruð þúsundir manna frá Úkraínu til Rússlands, þar á meðal börn,“ sagði Harris. „Þeir hafa á grimmilegan hátt aðskilið börn frá foreldrum þeirra.“ Sjá einnig: Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Máli sínu til stuðnings vísaði Harris til árásarinnar á leikhúsið í Maríupól, þar sem talið er að hundruð borgara hafi fallið, og til ódæða rússneskra hermanna í Bucha. „Varðandi aðgerðir Rússa í Úkraínu, höfum við skoðað sönnunargögnin, við þekkjum lagalegu skilyrðin og það er enginn vafi. Þetta eru glæpir gegn mannkyninu,“ sagði Harris. Harris sagði að alræðisstjórnir mættu ekki komast upp með árásir eins og árásir Rússa á Úkraínu og að ef Pútín næði markmiði sínu, myndu sambærilegar ríkisstjórnir mögulega einnig reyna að brjóta gegn alþjóðalögum og viðmiðum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann ítrekaði einnig að ódæði Rússa í Úkraínu væru kerfisbundin og að úkraínska þjóðin hefði þjáðst gífurlega vegna yfirvalda Rússlands. Blinken sagði ómögulegt að leyfa mönnum að komast upp með þessa glæpi. Þeir yrðu að vera dregnir til ábyrgðar og það yrði gert, sama hve langan tíma það tekur. Based on the law and available facts, I have determined that members of Russia s forces and other Russian officials have committed crimes against humanity in Ukraine. All those responsible for these atrocities must be held accountable. https://t.co/pzRuXxuCOM— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 18, 2023 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er einnig staddur í München. Hann sagði Rússa stunda þjóðarmorð á Úkraínumönnum því þeir viðurkenndu ekki tilvistarrétt Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43 Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Hersveitir Rússa hafa markvisst og með kerfisbundnum hætti gert árásir á óbreytta borgara. Grimmileg morð, pyntingar, nauðganir og brottflutningur,“ sagði Harris. Hún nefndi einnig að borgarar hefðu verið teknir af lífi. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar lýstu yfirvöld Bandaríkjanna því yfir í mars að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi og að Bandaríkin myndu aðstoða við rannsókn þeirra glæpa. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig sakað Rússa um stríðsglæpi og sent rannsakendur til Úkraínu Sjá einnig: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Ásökun um glæpi gegn mannkyninu er alvarlegri en munurinn felst í því að árásir á óbreytta borgara séu ítrekaðar og kerfisbundnar. „Yfirvöld í Rússlandi hafa þvingað hundruð þúsundir manna frá Úkraínu til Rússlands, þar á meðal börn,“ sagði Harris. „Þeir hafa á grimmilegan hátt aðskilið börn frá foreldrum þeirra.“ Sjá einnig: Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Máli sínu til stuðnings vísaði Harris til árásarinnar á leikhúsið í Maríupól, þar sem talið er að hundruð borgara hafi fallið, og til ódæða rússneskra hermanna í Bucha. „Varðandi aðgerðir Rússa í Úkraínu, höfum við skoðað sönnunargögnin, við þekkjum lagalegu skilyrðin og það er enginn vafi. Þetta eru glæpir gegn mannkyninu,“ sagði Harris. Harris sagði að alræðisstjórnir mættu ekki komast upp með árásir eins og árásir Rússa á Úkraínu og að ef Pútín næði markmiði sínu, myndu sambærilegar ríkisstjórnir mögulega einnig reyna að brjóta gegn alþjóðalögum og viðmiðum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann ítrekaði einnig að ódæði Rússa í Úkraínu væru kerfisbundin og að úkraínska þjóðin hefði þjáðst gífurlega vegna yfirvalda Rússlands. Blinken sagði ómögulegt að leyfa mönnum að komast upp með þessa glæpi. Þeir yrðu að vera dregnir til ábyrgðar og það yrði gert, sama hve langan tíma það tekur. Based on the law and available facts, I have determined that members of Russia s forces and other Russian officials have committed crimes against humanity in Ukraine. All those responsible for these atrocities must be held accountable. https://t.co/pzRuXxuCOM— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 18, 2023 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er einnig staddur í München. Hann sagði Rússa stunda þjóðarmorð á Úkraínumönnum því þeir viðurkenndu ekki tilvistarrétt Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43 Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43
Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50
Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39
Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30