„Var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 20:56 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar töpuðu illa fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur í Keflavík 84-61. Framan af leit þetta þó ekkert alltof illa út fyrir Grindavík en þær áttu virkilega góðan 2. leikhluta sem þær unnu 26-21. Við spurðum Þorleif Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, af hverju hans konur hefðu ekki bara spilað allan leikinn eins og 2. leikhluta? „Það er góð spurning. Í sannleika sagt þá akkúrat núna hef ég eiginlega bara ekki hugmynd! Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist og þarf að skoða þetta betur. En ég er bara virkilega ósáttur við hvernig þær voru í 3. leikhluta. Ekki bara þær, ég kom ekki með neinar lausnir og engar breytingar. Við þurfum bara að vinna í þessu og vera sterkari í öllum aðgerðum. Vorum alltof flatar og það var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík. Við gáfum þeim allt sem þær vildu fá og virkilega sorglegt bara að við höfum ekki mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik.“ Það er þétt prógram framundan hjá Grindavík, næsti leikur strax á miðvikudaginn á heimavelli gegn ÍR og síðan næsta sunnudag á útivelli gegn Fjölni. Bæði þessi lið fyrir neðan Grindavík í töflunni og sigrar í þessum leikjum myndu sennilega gulltryggja Grindavík 5. sætið í deildinni. Voru leikmenn Grindavíkur mögulega að spara sig fyrir átökin framundan? „Alls ekki. Við sýndum það alveg í byrjun leiks og í 2. leikhluta að við vorum alveg klárar í einhvern slag en við bara sprungum greinilega eftir það, sem er bara ekki nógu gott. Það var bara svo mikið sem var að klikka. Við vorum að búa til opin skot en ekki að taka þau, senda þegar við áttum ekki að senda og keyra á körfuna þegar við áttum ekki að keyra á hana. Allt eitthvað hálf barnalegt eiginlega, og við þurfum bara að laga það.“ Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á úrslitakeppnissæti en þurfa að sækja sigra gegn efri liðunum til að ná þangað. Þorleifur sagði að hans konur stefndu vissulega á 4. sætið en það væri lítið annað í stöðunni en að tækla einn leik í einu. „Það er náttúrulega bara einn leikur í einu en við höfum alveg talað um þetta og við viljum fara í úrslitakeppnina. En við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að komast þangað því við þurfum að, eins og ég hef sagt oft áður, að vinna liðin fyrir ofan okkur og það er ekki að takast. Það er bara prófraun framundan og við gerum okkar besta.“ Keflavík ÍF UMF Grindavík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Það er góð spurning. Í sannleika sagt þá akkúrat núna hef ég eiginlega bara ekki hugmynd! Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist og þarf að skoða þetta betur. En ég er bara virkilega ósáttur við hvernig þær voru í 3. leikhluta. Ekki bara þær, ég kom ekki með neinar lausnir og engar breytingar. Við þurfum bara að vinna í þessu og vera sterkari í öllum aðgerðum. Vorum alltof flatar og það var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík. Við gáfum þeim allt sem þær vildu fá og virkilega sorglegt bara að við höfum ekki mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik.“ Það er þétt prógram framundan hjá Grindavík, næsti leikur strax á miðvikudaginn á heimavelli gegn ÍR og síðan næsta sunnudag á útivelli gegn Fjölni. Bæði þessi lið fyrir neðan Grindavík í töflunni og sigrar í þessum leikjum myndu sennilega gulltryggja Grindavík 5. sætið í deildinni. Voru leikmenn Grindavíkur mögulega að spara sig fyrir átökin framundan? „Alls ekki. Við sýndum það alveg í byrjun leiks og í 2. leikhluta að við vorum alveg klárar í einhvern slag en við bara sprungum greinilega eftir það, sem er bara ekki nógu gott. Það var bara svo mikið sem var að klikka. Við vorum að búa til opin skot en ekki að taka þau, senda þegar við áttum ekki að senda og keyra á körfuna þegar við áttum ekki að keyra á hana. Allt eitthvað hálf barnalegt eiginlega, og við þurfum bara að laga það.“ Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á úrslitakeppnissæti en þurfa að sækja sigra gegn efri liðunum til að ná þangað. Þorleifur sagði að hans konur stefndu vissulega á 4. sætið en það væri lítið annað í stöðunni en að tækla einn leik í einu. „Það er náttúrulega bara einn leikur í einu en við höfum alveg talað um þetta og við viljum fara í úrslitakeppnina. En við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að komast þangað því við þurfum að, eins og ég hef sagt oft áður, að vinna liðin fyrir ofan okkur og það er ekki að takast. Það er bara prófraun framundan og við gerum okkar besta.“
Keflavík ÍF UMF Grindavík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03