Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 10:36 Þrátt fyrir að Ólöf Helga Adolfsdóttir eigi sæti í samninganefnd Eflingar hefur henni verið haldið fyrir utan ákvarðanir hennar. Hún og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. Miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið til umfjöllunar dómstóla undanfarnar vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði að að afhenda sáttasemjara kjörskrá til að hann gæti látið framkvæma atkvæðagreiðslu. Landsréttur kvað upp þann úrskurð í síðustu viku að ríkissáttasemjari hefði ekki heimild til þess að ganga á eftir því að fá kjörskrána afhenta. Aðalsteinn steig í kjölfarið til hliðar í deilunni og Ástráður Haraldsson var skipaður settur ríkissáttasemjari í hans stað. Ólöf Helga lagði fram stefnu til að knýja á um félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillöguna á föstudag. Stefnan beinist að Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Vonir standa til að hægt verði að þingfesta stefnuna í félagsdómi í dag. Eina leiðin til að fá að greiða atkvæði um tillöguna Þrátt fyrir að Ólöf Helga sé ritari stjórnar Eflingar og eigi sæti í samninganefnd höfðar hún málið sem almennur félagsmaður, að sögn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, lögmanns hennar. Stefnan sé eina leiðin til að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að taka afstöðu til miðlunartillögunnar. Enginn meiriháttar réttarágreiningur sé um það lengur hvort að miðlunartillagana sé tæk. Kröfur stefnunnar eru að Efling kynni tillöguna félögum sínum, réttur félagsmanna til að fá að kjósa um hana verði viðurkenndur og að allir stefndu láti framkvæma atkvæðagreiðslu um hana. Halldór segir að lög um stéttarfélög og kjaradeilur geri ráð fyrir að sáttasemjari setji tímamörk um atkvæðagreiðslur sem þessar. Fresturinn sem ríkissáttasemjari gaf var til 31. janúar. Krafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslan fari fram fimmtudaginn 23. febrúar, þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að miðlunartillagan var gefin út. Til vara krefst hún að atkvæðagreiðslunni verði lokið innan viku frá niðurstöðu félagsdóms og til þrautarvara innan hæfilegs tíma. Verkfallsaðgerðir Eflingar á hótelum og í olíuflutningum hófust aftur á miðnætti eftir að upp úr viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins slitnaði í gær. Samtök atvinnulífsins boðuðu í morgun atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem tæki gildi í næstu viku. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið til umfjöllunar dómstóla undanfarnar vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði að að afhenda sáttasemjara kjörskrá til að hann gæti látið framkvæma atkvæðagreiðslu. Landsréttur kvað upp þann úrskurð í síðustu viku að ríkissáttasemjari hefði ekki heimild til þess að ganga á eftir því að fá kjörskrána afhenta. Aðalsteinn steig í kjölfarið til hliðar í deilunni og Ástráður Haraldsson var skipaður settur ríkissáttasemjari í hans stað. Ólöf Helga lagði fram stefnu til að knýja á um félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillöguna á föstudag. Stefnan beinist að Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Vonir standa til að hægt verði að þingfesta stefnuna í félagsdómi í dag. Eina leiðin til að fá að greiða atkvæði um tillöguna Þrátt fyrir að Ólöf Helga sé ritari stjórnar Eflingar og eigi sæti í samninganefnd höfðar hún málið sem almennur félagsmaður, að sögn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, lögmanns hennar. Stefnan sé eina leiðin til að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að taka afstöðu til miðlunartillögunnar. Enginn meiriháttar réttarágreiningur sé um það lengur hvort að miðlunartillagana sé tæk. Kröfur stefnunnar eru að Efling kynni tillöguna félögum sínum, réttur félagsmanna til að fá að kjósa um hana verði viðurkenndur og að allir stefndu láti framkvæma atkvæðagreiðslu um hana. Halldór segir að lög um stéttarfélög og kjaradeilur geri ráð fyrir að sáttasemjari setji tímamörk um atkvæðagreiðslur sem þessar. Fresturinn sem ríkissáttasemjari gaf var til 31. janúar. Krafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslan fari fram fimmtudaginn 23. febrúar, þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að miðlunartillagan var gefin út. Til vara krefst hún að atkvæðagreiðslunni verði lokið innan viku frá niðurstöðu félagsdóms og til þrautarvara innan hæfilegs tíma. Verkfallsaðgerðir Eflingar á hótelum og í olíuflutningum hófust aftur á miðnætti eftir að upp úr viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins slitnaði í gær. Samtök atvinnulífsins boðuðu í morgun atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem tæki gildi í næstu viku.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10