Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2023 10:36 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt langa stefnuræðu í Kreml í dag. AP/Sergeio Karpukhin Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því enn og aftur fram í morgun að Rússar bæru ekki ábyrgð á stríðinu í Úkraínu og að Vesturlönd væru að reyna að gera útaf við ríkið. Þetta sagði Pútín í stefnuræðu sinni sem hann hélt í dag. Ræðuna átti fyrst að halda í desember en henni var frestað vegna stríðsins í Úkraínu. Í ræðunni sem hófst um klukkan níu að íslenskum tíma og stóð yfir í klukkutíma og fimmtíu mínútur, fór Pútín um víðan völl en hann tilkynnti engar nýjar vendingar vegna innrásarinnar í Úkraínu, eins og frekari herkvaðningu, eins og talið var mögulegt fyrir ræðuna. Ræðan snerist að miklu leyti um það að Rússland væri fórnarlamb Vesturlanda en Pútín sagði þó frá því undir lok ræðunnar að hann ætlaði að rifa START-samkomulaginu við Bandaríkin, sem skuldbindur ríkin til að fjölga ekki kjarnorkuvopnum. Nasistar og djöfladýrkendur Hún innihélt ýmiss ósannindi sem Pútín og Rússar hafa lengi haldið fram. Ósannindi eins og að það hafi verið Úkraínu og Vesturlönd sem hófu stríðið í Úkraínu og að Rússar, sem gerðu innrás í Úkraínu, væru að berjast fyrir tilvistarrétt sínum. Pútín líkti átökunum við seinni heimsstyrjöldina og þá hélt hann því meðal annars fram að Rússar væru að berjast gegn nasistum, djöfladýrkendum og hryðjuverkamönnum. Sjá einnig: „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Pútín staðhæfði að fyrir innrás Rússa hefðu Vesturlönd verið að tala við Úkraínumenn um að útvega þeim kjarnorkuvopn og efnavopn, sem Rússar hafa lengi haldið fram. Hann sagði að yfirvöld í Úkraínu væru í gíslingu Vesturlanda og að gaf í skyn að Rússar væru að reyna að bjarga þeim. Hann sagði einnig að Vesturlönd væru að reyna að hefja nýja heimsstyrjöld, með því markmiði að gera útaf við Rússland. Forsetinn kvartaði yfir vopnasendingum til Úkraínu og sagði að því langdrægari vopn sem Úkraínumenn fengu frá Vesturlöndum, því lengra þyrftu rússneskir hermenn að sækja í Úkraínu. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Kvartaði enn og aftur yfir hinsegin fólki Þá kvartaði Pútín yfir réttindum hinsegin fólks á Vesturlöndum, eins og hann hefur oft gert áður, og sakaði Vesturlönd um að grafa undan kjarnafjölskyldunni, vilja gera barnaníð móðins og gera guð sjálfan kynlausan. Forsetinn sagði markmið Vesturlanda vera að koma á frjálslyndum gildum og alræðisstjórn þeirra í Rússlandi. „Ég vil ítreka að þeir byrjuðu stríðið og við beittum afli til að stöðva það,“ sagði Pútín. Sjá einnig: Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Á meðan á ræðu Pútíns stóð, sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, að Rússar hefðu byrjað stríðið og það væru Rússar sem gætu bundið enda á það. „Ef Rússar hætta að berjast í Úkraínu og fara heim, þá endar stríðið,“ sagði Sullivan. Biden mun einnig halda ræðu í Póllandi dag en Sullivan sagði að henni væri ekki ætlað að vera einhvers konar svar við stefnuræðu Pútíns. Sagði að Rússar myndu ná markmiðum sínum „Skref fyrir skref, munum við ná öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín. Hann hefur aldrei tekið fram hver þau markmið eru. Vesturlönd segja að í upphafi innrásarinnar hafi Rússar ætlað að taka Úkraínu yfir. Hvert markmiðið er núna er óljóst en sérfræðingar telja það vera að ná fullum yfirráðum yfir þeim héruðum sem Pútín hefur innlimað. Pútín hét því að Rússland myndi endurbyggja þau héruð í Úkraínu sem hann hefur innlimað ólöglega í Rússland, auk Krímskaga. Þá þakkaði hann íbúum héraðanna fyrir að ganga inn í rússneska ríkjasambandið. Rússar hafa svo gott sem jafnað heilu borgirnar við jörðu á þessum svæðum en þeir stjórna engu af héruðunum fjórum að fullu. Pútín nefndi ástandið á víglínunum í Úkraínu lítið sem ekkert en þar hefur Rússum gengið verulega illa undanfarna mánuði. Undanfarnar vikur hafa Rússar átt í umfangsmiklum árásum sem eru að mestu bundnar við Donbas svæðið svokallaða og hafa þeir náð hægum en mjög kostnaðarsömum árangri þar. Sá árangur hefur að mestu hingað til falist í því að ná nokkrum þorpum nærri bænum Bakhmut en Rússar eru sagðir nálægt því að umkringja bæinn, sem er í Donetsk héraði. Þá þakkaði Pútín rússnesku þjóðinni fyrir að styðja hina sértæku hernaðaraðgerð í Úkraínu, eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. Hann þakkaði einnig þeim sem hafa tekið þátt í henni. Í langri ræðu sinni sagði Pútín að efnahagskerfi Rússlands hefði ekki beðið neina hnekki vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða. Þess í stað væri hagkerfið öflugra en það var fyrir innrásina. Kornútflutningur hefði aldrei verið meiri og landsframleiðsla hefði aukist. Það væru Vesturlönd sem hefðu orðið fyrir skaða vegna þessara aðgerða gegn Rússum. Anton Gerashchenko, ráðgjafi í innanríkisráðuneyti Úkraínu, segir að með orðum sínum um kornútflutning hafi Pútín verið að monta sig af því korni sem Rússar hefðu stolið af Úkraínumönnum. Putin boasts that Russia collected a record harvest of wheat in 2022.He boasts about the grain Russia stole from occupied Ukrainian territories. pic.twitter.com/sW5jUusVeU— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) February 21, 2023 Pútín ítrekaði í ræðu sinni að kosningar yrðu haldnar í samræmi við lög á meðan á átökunum í Úkraínu stendur og sagði að þar á meðal væru forsetakosningarnar sem halda á á næsta ár. Pútín sagði þó ekki hvort hann ætlaði sér að halda áfram að vera forseti eða ekki. Rifti START-samkomulaginu Pútín sakaði önnur kjarnorkuveldi eins og Bandaríkin, Frakkland og Bretland um að beina kjarnorkuvopnum sínum að Rússlandi. Hann kvartaði einnig yfir því að forsvarsmenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins leyfðu ekki rússneskum eftirlitsmönnum að skoða kjarnorkuvopn þeirra. Þá sagði Pútín fáránlegt af Vesturlöndum að krefjast þess að fá að skoða kjarnorkuvopn og herstöðvar Rússa, á sama tíma og þessi ríki væru að aðstoða Úkraínumenn við að gera árásir á þessar herstöðvar. Pútín sagði að þess vegna væru Rússar að slíta sig frá START-samkomulaginu um kjarnorkuvopn. Samkomulagið skuldbindur bæði Bandaríkin og Rússland til að eiga ekki fleiri en 1.550 kjarnorkuvopn. Hann sagði einnig að ef Bandaríkjamenn byrjuðu á ný að gera tilraunir með kjarnorkuvopn myndu Rússar gera slíkt hið sama. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín Rússlandsforseti flytur stefnuræðu sína í dag Vladimír Pútín Rússlandsforseti mun í dag flytja árlega stefnuræðu sína til rússnesku þjóðarinnar. Til stóð að ræðan yrði flutt í desember síðastliðnum en henni var frestað vegna stríðsins í Úkraínu. 21. febrúar 2023 08:47 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26 Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. 19. febrúar 2023 22:00 Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Í ræðunni sem hófst um klukkan níu að íslenskum tíma og stóð yfir í klukkutíma og fimmtíu mínútur, fór Pútín um víðan völl en hann tilkynnti engar nýjar vendingar vegna innrásarinnar í Úkraínu, eins og frekari herkvaðningu, eins og talið var mögulegt fyrir ræðuna. Ræðan snerist að miklu leyti um það að Rússland væri fórnarlamb Vesturlanda en Pútín sagði þó frá því undir lok ræðunnar að hann ætlaði að rifa START-samkomulaginu við Bandaríkin, sem skuldbindur ríkin til að fjölga ekki kjarnorkuvopnum. Nasistar og djöfladýrkendur Hún innihélt ýmiss ósannindi sem Pútín og Rússar hafa lengi haldið fram. Ósannindi eins og að það hafi verið Úkraínu og Vesturlönd sem hófu stríðið í Úkraínu og að Rússar, sem gerðu innrás í Úkraínu, væru að berjast fyrir tilvistarrétt sínum. Pútín líkti átökunum við seinni heimsstyrjöldina og þá hélt hann því meðal annars fram að Rússar væru að berjast gegn nasistum, djöfladýrkendum og hryðjuverkamönnum. Sjá einnig: „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Pútín staðhæfði að fyrir innrás Rússa hefðu Vesturlönd verið að tala við Úkraínumenn um að útvega þeim kjarnorkuvopn og efnavopn, sem Rússar hafa lengi haldið fram. Hann sagði að yfirvöld í Úkraínu væru í gíslingu Vesturlanda og að gaf í skyn að Rússar væru að reyna að bjarga þeim. Hann sagði einnig að Vesturlönd væru að reyna að hefja nýja heimsstyrjöld, með því markmiði að gera útaf við Rússland. Forsetinn kvartaði yfir vopnasendingum til Úkraínu og sagði að því langdrægari vopn sem Úkraínumenn fengu frá Vesturlöndum, því lengra þyrftu rússneskir hermenn að sækja í Úkraínu. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Kvartaði enn og aftur yfir hinsegin fólki Þá kvartaði Pútín yfir réttindum hinsegin fólks á Vesturlöndum, eins og hann hefur oft gert áður, og sakaði Vesturlönd um að grafa undan kjarnafjölskyldunni, vilja gera barnaníð móðins og gera guð sjálfan kynlausan. Forsetinn sagði markmið Vesturlanda vera að koma á frjálslyndum gildum og alræðisstjórn þeirra í Rússlandi. „Ég vil ítreka að þeir byrjuðu stríðið og við beittum afli til að stöðva það,“ sagði Pútín. Sjá einnig: Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Á meðan á ræðu Pútíns stóð, sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, að Rússar hefðu byrjað stríðið og það væru Rússar sem gætu bundið enda á það. „Ef Rússar hætta að berjast í Úkraínu og fara heim, þá endar stríðið,“ sagði Sullivan. Biden mun einnig halda ræðu í Póllandi dag en Sullivan sagði að henni væri ekki ætlað að vera einhvers konar svar við stefnuræðu Pútíns. Sagði að Rússar myndu ná markmiðum sínum „Skref fyrir skref, munum við ná öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín. Hann hefur aldrei tekið fram hver þau markmið eru. Vesturlönd segja að í upphafi innrásarinnar hafi Rússar ætlað að taka Úkraínu yfir. Hvert markmiðið er núna er óljóst en sérfræðingar telja það vera að ná fullum yfirráðum yfir þeim héruðum sem Pútín hefur innlimað. Pútín hét því að Rússland myndi endurbyggja þau héruð í Úkraínu sem hann hefur innlimað ólöglega í Rússland, auk Krímskaga. Þá þakkaði hann íbúum héraðanna fyrir að ganga inn í rússneska ríkjasambandið. Rússar hafa svo gott sem jafnað heilu borgirnar við jörðu á þessum svæðum en þeir stjórna engu af héruðunum fjórum að fullu. Pútín nefndi ástandið á víglínunum í Úkraínu lítið sem ekkert en þar hefur Rússum gengið verulega illa undanfarna mánuði. Undanfarnar vikur hafa Rússar átt í umfangsmiklum árásum sem eru að mestu bundnar við Donbas svæðið svokallaða og hafa þeir náð hægum en mjög kostnaðarsömum árangri þar. Sá árangur hefur að mestu hingað til falist í því að ná nokkrum þorpum nærri bænum Bakhmut en Rússar eru sagðir nálægt því að umkringja bæinn, sem er í Donetsk héraði. Þá þakkaði Pútín rússnesku þjóðinni fyrir að styðja hina sértæku hernaðaraðgerð í Úkraínu, eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. Hann þakkaði einnig þeim sem hafa tekið þátt í henni. Í langri ræðu sinni sagði Pútín að efnahagskerfi Rússlands hefði ekki beðið neina hnekki vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða. Þess í stað væri hagkerfið öflugra en það var fyrir innrásina. Kornútflutningur hefði aldrei verið meiri og landsframleiðsla hefði aukist. Það væru Vesturlönd sem hefðu orðið fyrir skaða vegna þessara aðgerða gegn Rússum. Anton Gerashchenko, ráðgjafi í innanríkisráðuneyti Úkraínu, segir að með orðum sínum um kornútflutning hafi Pútín verið að monta sig af því korni sem Rússar hefðu stolið af Úkraínumönnum. Putin boasts that Russia collected a record harvest of wheat in 2022.He boasts about the grain Russia stole from occupied Ukrainian territories. pic.twitter.com/sW5jUusVeU— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) February 21, 2023 Pútín ítrekaði í ræðu sinni að kosningar yrðu haldnar í samræmi við lög á meðan á átökunum í Úkraínu stendur og sagði að þar á meðal væru forsetakosningarnar sem halda á á næsta ár. Pútín sagði þó ekki hvort hann ætlaði sér að halda áfram að vera forseti eða ekki. Rifti START-samkomulaginu Pútín sakaði önnur kjarnorkuveldi eins og Bandaríkin, Frakkland og Bretland um að beina kjarnorkuvopnum sínum að Rússlandi. Hann kvartaði einnig yfir því að forsvarsmenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins leyfðu ekki rússneskum eftirlitsmönnum að skoða kjarnorkuvopn þeirra. Þá sagði Pútín fáránlegt af Vesturlöndum að krefjast þess að fá að skoða kjarnorkuvopn og herstöðvar Rússa, á sama tíma og þessi ríki væru að aðstoða Úkraínumenn við að gera árásir á þessar herstöðvar. Pútín sagði að þess vegna væru Rússar að slíta sig frá START-samkomulaginu um kjarnorkuvopn. Samkomulagið skuldbindur bæði Bandaríkin og Rússland til að eiga ekki fleiri en 1.550 kjarnorkuvopn. Hann sagði einnig að ef Bandaríkjamenn byrjuðu á ný að gera tilraunir með kjarnorkuvopn myndu Rússar gera slíkt hið sama.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín Rússlandsforseti flytur stefnuræðu sína í dag Vladimír Pútín Rússlandsforseti mun í dag flytja árlega stefnuræðu sína til rússnesku þjóðarinnar. Til stóð að ræðan yrði flutt í desember síðastliðnum en henni var frestað vegna stríðsins í Úkraínu. 21. febrúar 2023 08:47 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26 Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. 19. febrúar 2023 22:00 Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Pútín Rússlandsforseti flytur stefnuræðu sína í dag Vladimír Pútín Rússlandsforseti mun í dag flytja árlega stefnuræðu sína til rússnesku þjóðarinnar. Til stóð að ræðan yrði flutt í desember síðastliðnum en henni var frestað vegna stríðsins í Úkraínu. 21. febrúar 2023 08:47
Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26
Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. 19. febrúar 2023 22:00
Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50