Telja sig óbundin af verkbanni SA Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 18:30 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SVEIT, sem er undirrituð af Aðalgeiri Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í kvöld var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt, með afgerandi meirihluta, verkbann á félagsfólk Eflingar. Rætt var við Aðalgeir Ásvaldsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið hefst á sjöttu mínútu: „Félagsmenn SVEIT telja 150 rekstraraðila á veitingamarkaði sem reka um 240 veitingastaði á starfssvæði Eflingar eða sem talið er svara til 55% allra starfa á þeim markaði,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samtökin hafi ekki fengið sæti við samningsborðið né tekið þátt í kosningu SA um verkbann, þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Því telji samtökin sig ekki geta stutt aðgerðir sem hafi það markmið að skila kjarasamningi sem þau hafi ekki fengið til yfirferðar eða athugasemda. Rætt var við Aðalgeir á Vísi um helgina: „Eins og kemur skýrt fram í kröfu SVEIT til kjaraviðræðna þá hefur SA ekki umboð til gerðar kjarasamnings fyrir hönd fyrirtækja SVEIT. Þótt stéttarfélög vilji geta kjarasamning við SA þá getur slíkur samningur ekki skapað félögum Eflingar réttindi. Sé vilji stéttarfélaganna til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT,“ segir þá í tilkynningunni, sem nálgast má í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl tilkynningPDF673KBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Tengdar fréttir Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SVEIT, sem er undirrituð af Aðalgeiri Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í kvöld var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt, með afgerandi meirihluta, verkbann á félagsfólk Eflingar. Rætt var við Aðalgeir Ásvaldsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið hefst á sjöttu mínútu: „Félagsmenn SVEIT telja 150 rekstraraðila á veitingamarkaði sem reka um 240 veitingastaði á starfssvæði Eflingar eða sem talið er svara til 55% allra starfa á þeim markaði,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samtökin hafi ekki fengið sæti við samningsborðið né tekið þátt í kosningu SA um verkbann, þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Því telji samtökin sig ekki geta stutt aðgerðir sem hafi það markmið að skila kjarasamningi sem þau hafi ekki fengið til yfirferðar eða athugasemda. Rætt var við Aðalgeir á Vísi um helgina: „Eins og kemur skýrt fram í kröfu SVEIT til kjaraviðræðna þá hefur SA ekki umboð til gerðar kjarasamnings fyrir hönd fyrirtækja SVEIT. Þótt stéttarfélög vilji geta kjarasamning við SA þá getur slíkur samningur ekki skapað félögum Eflingar réttindi. Sé vilji stéttarfélaganna til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT,“ segir þá í tilkynningunni, sem nálgast má í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl tilkynningPDF673KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Tengdar fréttir Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16