Sigurbjörg: „Fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. febrúar 2023 20:49 Sigurbjörg Sigurðardóttir er þjálfari ÍR. Vísir/Bára Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, þjálfari ÍR, var nokkuð upplitsdjörf þrátt fyrir enn eitt tapið en hennar konur töpuðu gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í nokkuð ójöfnum leik þar sem lokatölurnar urðu 77-62. Grindvíkingar létu ÍR-inga hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld með stífum og áköfum varnarleik nánast látlaust í 40 mínútur. „Þær gerðu það alveg klárlega en mér fannst við eiga góð „run“ og náðum þessu niður í sex stig á tímabili. En svo misstum við stundum hausinn þegar þær komu með áhlaup, það var eins og við hefðum ekki búist við því að þær myndu koma til baka sem maður vissi alltaf að þær myndu gera. Það var fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka.“ Það er kannski saga ÍR í vetur? Margt jákvætt sem má taka útúr flestum leikjum en það vantar þennan herslumun, að púsla góðu hlutunum saman í heilan góðan sigurleik? „Já, en mér fannst við samt loksins vera að tala almennilega saman í vörninni. Það er búið að vera svolítið vandamál hjá okkur og vörnin þar af leiðandi oft ekki búin að vera góð. En það komu lengri kaflar en oft áður í kvöld þar sem vörnin okkar gekk upp og við töluðum saman og mér finnst það frábært.“ ÍR-ingar þurfa sennilega á einhverskonar kraftaverki að halda ef þær ætla að bjarga sér frá falli úr þessu og það eru ekki beinlínis léttir leikir framundan, en þær eiga næst leik gegn Haukum á sunnudaginn. Er kominn einhver skjálfti í hópinn þegar fall virðist blasa við? „Enginn skjálfti. Það er bara einn leikur í einu og þessar stelpur eru góðar andlega og mér finnst engin hræðsla vera í þeim þannig lagað séð. Við þurfum bara að vera með sama viðhorf í leikjum sem við eigum að vinna.“ Blaðamannastúkan í kvöld var staðsett við hlið bekkjarins hjá ÍR og það vakti athygli blaðamanns að leikmenn ÍR virtustu oft vera hreinlega uppgefnar þegar þær skiptu útaf. Var það varnarleikur Grindvíkinga sem dró svona af þeim eða var eitthvað annað í gangi? „Við náttúrulega misstum manneskju úr róterinu hjá okkur svo að það voru færri leikmenn og um leið og ein er dottin þá munar um það. En við vorum líka að spila hraðan bolta og skipta hraðar í vörninni en vanalega og það tekur á.“ Sigurbjörg var dugleg að láta dómarana heyra það í kvöld og fékk á einum tímapunkti aðvörun þó svo að hún hafi sloppið við tæknivillu. Fannst henni halla á sitt lið í kvöld? „Ekki mikið en það var alveg stundum sem mér fannst dómgæslan svolítið mismunandi eftir því hver var næst, hvort það var dæmt á hlutina eða ekki. Mér fannst bara vanta jafnari línu.“ Subway-deild kvenna ÍR UMF Grindavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjá meira
Grindvíkingar létu ÍR-inga hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld með stífum og áköfum varnarleik nánast látlaust í 40 mínútur. „Þær gerðu það alveg klárlega en mér fannst við eiga góð „run“ og náðum þessu niður í sex stig á tímabili. En svo misstum við stundum hausinn þegar þær komu með áhlaup, það var eins og við hefðum ekki búist við því að þær myndu koma til baka sem maður vissi alltaf að þær myndu gera. Það var fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka.“ Það er kannski saga ÍR í vetur? Margt jákvætt sem má taka útúr flestum leikjum en það vantar þennan herslumun, að púsla góðu hlutunum saman í heilan góðan sigurleik? „Já, en mér fannst við samt loksins vera að tala almennilega saman í vörninni. Það er búið að vera svolítið vandamál hjá okkur og vörnin þar af leiðandi oft ekki búin að vera góð. En það komu lengri kaflar en oft áður í kvöld þar sem vörnin okkar gekk upp og við töluðum saman og mér finnst það frábært.“ ÍR-ingar þurfa sennilega á einhverskonar kraftaverki að halda ef þær ætla að bjarga sér frá falli úr þessu og það eru ekki beinlínis léttir leikir framundan, en þær eiga næst leik gegn Haukum á sunnudaginn. Er kominn einhver skjálfti í hópinn þegar fall virðist blasa við? „Enginn skjálfti. Það er bara einn leikur í einu og þessar stelpur eru góðar andlega og mér finnst engin hræðsla vera í þeim þannig lagað séð. Við þurfum bara að vera með sama viðhorf í leikjum sem við eigum að vinna.“ Blaðamannastúkan í kvöld var staðsett við hlið bekkjarins hjá ÍR og það vakti athygli blaðamanns að leikmenn ÍR virtustu oft vera hreinlega uppgefnar þegar þær skiptu útaf. Var það varnarleikur Grindvíkinga sem dró svona af þeim eða var eitthvað annað í gangi? „Við náttúrulega misstum manneskju úr róterinu hjá okkur svo að það voru færri leikmenn og um leið og ein er dottin þá munar um það. En við vorum líka að spila hraðan bolta og skipta hraðar í vörninni en vanalega og það tekur á.“ Sigurbjörg var dugleg að láta dómarana heyra það í kvöld og fékk á einum tímapunkti aðvörun þó svo að hún hafi sloppið við tæknivillu. Fannst henni halla á sitt lið í kvöld? „Ekki mikið en það var alveg stundum sem mér fannst dómgæslan svolítið mismunandi eftir því hver var næst, hvort það var dæmt á hlutina eða ekki. Mér fannst bara vanta jafnari línu.“
Subway-deild kvenna ÍR UMF Grindavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjá meira