Darri Freyr segir Ísland eiga 25 prósent möguleika gegn Georgíu Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 08:00 Darri Freyr Atlason er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport og sést hér á góðri stundu ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni og Teiti Örlygssyni á leik Vals og Tindastóls í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar síðasta vor. Vísir/Bára Dröfn Ísland mætir Georgíu á útivelli á morgun í hreinum úrslitaleik um sæti á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik í haust. Darri Freyr Atlason sérfræðingur Stöð 2 Sport segir möguleika á sigri Íslands vera til staðar. Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppn heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld en spænska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Ísland stóð lengi vel í spænska liðinu en Darri Freyr segir að það hafi verið ljóst að Ísland hafi forgangsraðað leiknum í Georgíu á morgun framar en leiknum gegn Spáni. „Þetta var hálf fyndinn leikur á móti einu af bestu landsliðum í heimi því það var alveg ljóst að okkar menn voru að forgangsraða leiknum í Georgíu og mínútudreifingin segir okkur að það var kannski ekki mesta kappsmálið að kreista úr sigur gegn þessu spænska liði. Það var tækifæri til því mér fannst þeir ekkert sérstaklega merkilegir í gær fyrir utan frábæra þriggja stiga nýtingu,“ sagði Darri Freyr í viðtali við Val Pál Eiríksson blaðamann í gær. Þriggja stiga nýting Spánverja í fyrradag var hálf lygileg því þeir hittu úr 60% skota sinna á meðan skotin voru ekki að rata rétta leið hjá íslenska liðinu. „Það er mikilvægt í þannig stöðu, þó þú viljir auðvitað hitta betur, en að sama skapi spila vörn sem þrengir aðeins meira að skotógninni en svo að mótherjinn skjóti 60%,“ sagði Darri Freyr. „Ekkert hljóð fallegra en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins“ Eins og áður segir mætir Ísland Georgíu ytra á morgun en Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að fara uppfyrir georgíska liðið á innbyrðis viðureignum. „Ég held að möguleikarnir séu fyrir hendi en hins vegar eru topparnir í þessu georgíska liði einfaldlega betri en allir leikmennirnir sem við vorum að spila við á fimmtudag. (Giorgi) Shermadini, (Tornike) Shengelia og (Thaddus) McFadden eru leikmenn á efsta stigi í Evrópu þannig að þetta verður verðugt verkefni.“ „Hins vegar held ég að leikstíll Íslendinga henti töluvert betur á móti georgíska liðinu þar sem tveir bestu leikmennirnir eru stórir og vilja spila á blokkinni og skotógnin ekki eins mikil og var í Laugardalshöll í fyrrakvöld.“ Heimavöllur georgíska liðsins er mikil gryfja og má búast við mikilli stemmningu þegar leikurinn fer fram. „Það verður allt dýrvitlaust. Það verður að ná að virkja þá orku í rétta átt og það er ekkert fallegra hljóð en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins.“ Darri Freyr sagði einnig frá því að sögusagnir væru búnar að vera í gangi um að Tornike Shengelia, lykilmaður Georgíu, myndi fljúga til Ítalíu í gær til að leika með liði sinu Bologna þá um kvöldið. Og sú varð raunin, Shengelia spilaði í átján mínútur í sigri Bologna liðsins í Euroleague en hann flýgur aftur til Georgíu í dag. Tornike Shengelia er lykilmaður Georgíu en hann flaug til Ítalíu í gær til að spila með félagsliði sínu í Euroleague í gærkvöldi.Vísir/Getty „Það verður áhugavert að fylgjast með honum. Hann var klárlega þeirra langbesti maður í síðasta leik Íslands og Georgíu.“ Að lokum var Darri Freyr spurður að því hverjir möguleikar Ísland væru á morgun. „25%, það er vísindaleg niðurstaða eftir langa greiningu. Ég held að georgíska liðið sé sterkara á pappír en möguleikinn er klárlega til staðar og ef við beitum okkar skæruhernaði á réttum stöðum þá getum við kreist fram sigur.“ Landslið karla í körfubolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppn heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld en spænska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Ísland stóð lengi vel í spænska liðinu en Darri Freyr segir að það hafi verið ljóst að Ísland hafi forgangsraðað leiknum í Georgíu á morgun framar en leiknum gegn Spáni. „Þetta var hálf fyndinn leikur á móti einu af bestu landsliðum í heimi því það var alveg ljóst að okkar menn voru að forgangsraða leiknum í Georgíu og mínútudreifingin segir okkur að það var kannski ekki mesta kappsmálið að kreista úr sigur gegn þessu spænska liði. Það var tækifæri til því mér fannst þeir ekkert sérstaklega merkilegir í gær fyrir utan frábæra þriggja stiga nýtingu,“ sagði Darri Freyr í viðtali við Val Pál Eiríksson blaðamann í gær. Þriggja stiga nýting Spánverja í fyrradag var hálf lygileg því þeir hittu úr 60% skota sinna á meðan skotin voru ekki að rata rétta leið hjá íslenska liðinu. „Það er mikilvægt í þannig stöðu, þó þú viljir auðvitað hitta betur, en að sama skapi spila vörn sem þrengir aðeins meira að skotógninni en svo að mótherjinn skjóti 60%,“ sagði Darri Freyr. „Ekkert hljóð fallegra en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins“ Eins og áður segir mætir Ísland Georgíu ytra á morgun en Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að fara uppfyrir georgíska liðið á innbyrðis viðureignum. „Ég held að möguleikarnir séu fyrir hendi en hins vegar eru topparnir í þessu georgíska liði einfaldlega betri en allir leikmennirnir sem við vorum að spila við á fimmtudag. (Giorgi) Shermadini, (Tornike) Shengelia og (Thaddus) McFadden eru leikmenn á efsta stigi í Evrópu þannig að þetta verður verðugt verkefni.“ „Hins vegar held ég að leikstíll Íslendinga henti töluvert betur á móti georgíska liðinu þar sem tveir bestu leikmennirnir eru stórir og vilja spila á blokkinni og skotógnin ekki eins mikil og var í Laugardalshöll í fyrrakvöld.“ Heimavöllur georgíska liðsins er mikil gryfja og má búast við mikilli stemmningu þegar leikurinn fer fram. „Það verður allt dýrvitlaust. Það verður að ná að virkja þá orku í rétta átt og það er ekkert fallegra hljóð en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins.“ Darri Freyr sagði einnig frá því að sögusagnir væru búnar að vera í gangi um að Tornike Shengelia, lykilmaður Georgíu, myndi fljúga til Ítalíu í gær til að leika með liði sinu Bologna þá um kvöldið. Og sú varð raunin, Shengelia spilaði í átján mínútur í sigri Bologna liðsins í Euroleague en hann flýgur aftur til Georgíu í dag. Tornike Shengelia er lykilmaður Georgíu en hann flaug til Ítalíu í gær til að spila með félagsliði sínu í Euroleague í gærkvöldi.Vísir/Getty „Það verður áhugavert að fylgjast með honum. Hann var klárlega þeirra langbesti maður í síðasta leik Íslands og Georgíu.“ Að lokum var Darri Freyr spurður að því hverjir möguleikar Ísland væru á morgun. „25%, það er vísindaleg niðurstaða eftir langa greiningu. Ég held að georgíska liðið sé sterkara á pappír en möguleikinn er klárlega til staðar og ef við beitum okkar skæruhernaði á réttum stöðum þá getum við kreist fram sigur.“
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira