„Ég er alveg brjálaður“ Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. febrúar 2023 21:15 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson var allt annað en sáttur eftir naumt tap Grindavíkur gegn Fjölni í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Grindavíkurkonur þurftu sigur í kvöld til að halda pressunni á lið Njarðvíkur í baráttunni um loka umspilssætið en eiga þó enn möguleika og mæta Njarðvík í næstu umferð. Spurður um fyrstu viðbrögð eftir ósigurinn, var þjálfarinn fáorður. „Ég er svekktur“ Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölniskonur komu sterkari út úr hálfleikspásunni, hvað klikkaði í seinni hálfleik að mati þjálfarans? „Við vorum í vandræðum með svæðisvörnina hjá þeim, þær voru að færa sig vel og við vorum ekki að sjá réttu opnunar. Þær voru grimmari, það eru mín fyrstu viðbrögð, ég er alveg brjálaður að hafa tapað þessum leik.“ Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í kvöld, hvernig metur Þorleifur frammistöðu leikmanna sinna í kvöld? „Mér fannst þær ekki hægja mikið á okkur, heldur við bara sjálfar. Varnarlega setti ég upp ákveðna hluti sem voru ekki að virka þannig ég hefði átt að breyta því fyrr, en svo breyttum við því og þá lagaðist vörnin aðeins og meikaði aðeins meira sens.“ „Á alltof mörgum sviðum fannst mér við vera alltof hikandi og ekki nógu miklir töffarar að klára hlutina, taka fráköstin. Við sýndum samt sem áður ákveðnar rispur inn á milli en það var bara því miður ekki nóg, Fjölnir bara voru betri.“ Brittany Dinkins réði ríkjum í leiknum og endaði stigahæst með 30 stig. Voru Grindavíkurkonur með áætlun til að stöðva hana og afhverju tókst það ekki? „Við vorum með ákveðið plan bara á allt liðið sem var kannski sniðið að hennar leik sem bara klikkaði að einhverju leyti, þó ekki alveg. Hún var mikið að hlaupa völlinn vel og skora úr hraðaupphlaupum og svo bara einn á einn þar sem við vorum ekki nógu mikið að halda henni fyrir framan okkur og vorum að leyfa henni að komast inn í teiginn þar sem hún er góð.“ Þorleifur fer svekktur frá borði eftir ósigurinn en verður að ná einbeitingunni fjótt aftur því Grindavík á stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð og þarf liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum á umspilssæti. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Grindavíkurkonur þurftu sigur í kvöld til að halda pressunni á lið Njarðvíkur í baráttunni um loka umspilssætið en eiga þó enn möguleika og mæta Njarðvík í næstu umferð. Spurður um fyrstu viðbrögð eftir ósigurinn, var þjálfarinn fáorður. „Ég er svekktur“ Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölniskonur komu sterkari út úr hálfleikspásunni, hvað klikkaði í seinni hálfleik að mati þjálfarans? „Við vorum í vandræðum með svæðisvörnina hjá þeim, þær voru að færa sig vel og við vorum ekki að sjá réttu opnunar. Þær voru grimmari, það eru mín fyrstu viðbrögð, ég er alveg brjálaður að hafa tapað þessum leik.“ Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í kvöld, hvernig metur Þorleifur frammistöðu leikmanna sinna í kvöld? „Mér fannst þær ekki hægja mikið á okkur, heldur við bara sjálfar. Varnarlega setti ég upp ákveðna hluti sem voru ekki að virka þannig ég hefði átt að breyta því fyrr, en svo breyttum við því og þá lagaðist vörnin aðeins og meikaði aðeins meira sens.“ „Á alltof mörgum sviðum fannst mér við vera alltof hikandi og ekki nógu miklir töffarar að klára hlutina, taka fráköstin. Við sýndum samt sem áður ákveðnar rispur inn á milli en það var bara því miður ekki nóg, Fjölnir bara voru betri.“ Brittany Dinkins réði ríkjum í leiknum og endaði stigahæst með 30 stig. Voru Grindavíkurkonur með áætlun til að stöðva hana og afhverju tókst það ekki? „Við vorum með ákveðið plan bara á allt liðið sem var kannski sniðið að hennar leik sem bara klikkaði að einhverju leyti, þó ekki alveg. Hún var mikið að hlaupa völlinn vel og skora úr hraðaupphlaupum og svo bara einn á einn þar sem við vorum ekki nógu mikið að halda henni fyrir framan okkur og vorum að leyfa henni að komast inn í teiginn þar sem hún er góð.“ Þorleifur fer svekktur frá borði eftir ósigurinn en verður að ná einbeitingunni fjótt aftur því Grindavík á stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð og þarf liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum á umspilssæti.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn