Afgreiðslukonan hafi „eiginlega ekkert“ sofið í níu daga vegna álags Máni Snær Þorláksson skrifar 27. febrúar 2023 21:47 Þórarinn Leifsson leiðsögumaður. Bylgjan Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur, hefur áhyggjur af þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem koma til Íslands. Hann segir að grípa þurfi til aðgerða og telur best að byrja á skemmtiferðaskipunum. Þórarinn hóf störf sem leiðsögumaður haustið 2017. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ sagði Þórarinn í færslunni sem vakti töluverða athygli. Margir leiðsögumenn hafi áhyggjur Rætt var við Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um málið. „Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk,“ segir leiðsögumaðurinn í viðtalinu. Að sögn Þórarins eru þeir leiðsögumenn sem hann hefur rætt við um málið flestir sammála honum. „Það eru margir uggandi um þetta, hvort við ráðum við þetta.“ Til að lýsa því hvað álagið á ferðaþjónustuna er mikið segir Þórarinn frá afgreiðslukonu, sem vinnur á kaffihúsinu í Reynisfjöru, sem hann ræddi við. Sú sagði við Þórarinn að hún væri „eiginlega ekkert“ búin að sofa í níu daga. Horfir til Osló Aðspurður um það hvernig hægt sé að leysa þetta segir Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Hann segir að jafnvel væri hægt að hafa bara bæði innanlandsflugvöll í Keflavík og í höfuðborginni. Ekki á sama máli og Bubbi Í athugasemdunum við færslu Þórarins viðraði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þá hugmynd að loka Íslandi. Þórarinn er þó ekki á því að það eigi að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. „Nei ég held að það sé ekki praktískt. Við nutum okkur öll í Covid en ég lifi á þessu, það eru mjög margir sem lifa á þessu. En það er gott hjá Bubba að skvetta smá vatni og koma umræðunni af stað.“ Þórarinn segir þó að eitthvað þurfi að gera. „Ég hef ekki hundsvit um hvað við eigum að gera en einhver þarf að gera eitthvað. Ég held við ættum að byrja á skemmtiferðaskipunum,“ segir hann. „Ég vil byrja á skipunum, absalút. Ég held að það séu ofboðslega margir sammála því að þetta sé ekki alveg sniðugt. Þú ert að moka svona átta þúsund manns í einu á bryggjuna í Reykjavík, Djúpavogi eða Ísafirði.“ Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Þórarinn hóf störf sem leiðsögumaður haustið 2017. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ sagði Þórarinn í færslunni sem vakti töluverða athygli. Margir leiðsögumenn hafi áhyggjur Rætt var við Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um málið. „Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk,“ segir leiðsögumaðurinn í viðtalinu. Að sögn Þórarins eru þeir leiðsögumenn sem hann hefur rætt við um málið flestir sammála honum. „Það eru margir uggandi um þetta, hvort við ráðum við þetta.“ Til að lýsa því hvað álagið á ferðaþjónustuna er mikið segir Þórarinn frá afgreiðslukonu, sem vinnur á kaffihúsinu í Reynisfjöru, sem hann ræddi við. Sú sagði við Þórarinn að hún væri „eiginlega ekkert“ búin að sofa í níu daga. Horfir til Osló Aðspurður um það hvernig hægt sé að leysa þetta segir Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Hann segir að jafnvel væri hægt að hafa bara bæði innanlandsflugvöll í Keflavík og í höfuðborginni. Ekki á sama máli og Bubbi Í athugasemdunum við færslu Þórarins viðraði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þá hugmynd að loka Íslandi. Þórarinn er þó ekki á því að það eigi að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. „Nei ég held að það sé ekki praktískt. Við nutum okkur öll í Covid en ég lifi á þessu, það eru mjög margir sem lifa á þessu. En það er gott hjá Bubba að skvetta smá vatni og koma umræðunni af stað.“ Þórarinn segir þó að eitthvað þurfi að gera. „Ég hef ekki hundsvit um hvað við eigum að gera en einhver þarf að gera eitthvað. Ég held við ættum að byrja á skemmtiferðaskipunum,“ segir hann. „Ég vil byrja á skipunum, absalút. Ég held að það séu ofboðslega margir sammála því að þetta sé ekki alveg sniðugt. Þú ert að moka svona átta þúsund manns í einu á bryggjuna í Reykjavík, Djúpavogi eða Ísafirði.“
Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira