„Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 23:31 Elvar Már Friðriksson var langstigahæstur Íslands í sigrinum grátlega með 25 stig. FIBA Óhætt er að segja að grátlegasti sigur í sögu þjóðar hafi unnist á sunnudag. Ekki er víst að sæti á HM í körfubolta bjóðist í bráð. Leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Georgíu vannst með þriggja stiga mun en ljóst var fyrir leik að Ísland þyrfti fjögurra stiga sigur eða stærri til að komast á heimsmeistaramótið. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig fer Georgía á mótið á kostnað Íslands. „Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi. Þriggja stiga sigur sem dugði því miður ekki og þessar lokasekúndur þar sem okkar besti skotmaður [Elvar Már Friðriksson] fær galopið skot eftir sendingu frá Jóni Axel [Guðmundssyni]. Að klikka úr því í restina er þyngra en tárum taki,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skotið sem hefði getað komið Íslandi á HM. „Það er talsvart langt í það, næsta heimsmeistaramót er þá 2027. Kjarninn okkar er sem betur fer á góðum aldri, Elvar Már og Martin [Hermannsson] eru 28-29 ára. Svo erum við með unga stráka sem eru að koma upp svo framtíðin er svo sannarlega björt en það er rosalega súrt að hafa orðið af þessum glugga,“ sagði Hörður um möguleika Íslands á að komast á HM í framtíðinni. Ólympíu-umspil er næst hjá íslenska liðinu en ekki er víst hvort Ísland spili þar alla leiki. KKÍ sér fram á fjárskort vegna lægri flokkunar úr afrekssjóði ÍSÍ. „Það þarf eitthvað kraftaverk til að gerast að við náum þangað inn en frábært að fá að taka þátt. Höfum verið þar tvisvar áður að mig minnir. Ef ÍSÍ heldur áfram að styrkja íslenskt körfuboltalandslið og KKÍ hefur efni á því munum við taka þar þátt í forkeppni undankeppninnar í ágúst á þessu ári.“ „Það er í rauninni alveg fáránlegt. Hefði Ísland unnið með fjórum stigum í gær hefði þetta verið eitthvað stærsta afrek sem íslenskt hópíþróttalandslið hefur náð síðan við komumst á HM í fótbolta. Það er frekar súrrealískt að pæla í því að mögulega verðum við ekki með í næstu undankeppni, það er algjörlega galið,“ sagði Hörður að endingu. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Georgíu vannst með þriggja stiga mun en ljóst var fyrir leik að Ísland þyrfti fjögurra stiga sigur eða stærri til að komast á heimsmeistaramótið. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig fer Georgía á mótið á kostnað Íslands. „Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi. Þriggja stiga sigur sem dugði því miður ekki og þessar lokasekúndur þar sem okkar besti skotmaður [Elvar Már Friðriksson] fær galopið skot eftir sendingu frá Jóni Axel [Guðmundssyni]. Að klikka úr því í restina er þyngra en tárum taki,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skotið sem hefði getað komið Íslandi á HM. „Það er talsvart langt í það, næsta heimsmeistaramót er þá 2027. Kjarninn okkar er sem betur fer á góðum aldri, Elvar Már og Martin [Hermannsson] eru 28-29 ára. Svo erum við með unga stráka sem eru að koma upp svo framtíðin er svo sannarlega björt en það er rosalega súrt að hafa orðið af þessum glugga,“ sagði Hörður um möguleika Íslands á að komast á HM í framtíðinni. Ólympíu-umspil er næst hjá íslenska liðinu en ekki er víst hvort Ísland spili þar alla leiki. KKÍ sér fram á fjárskort vegna lægri flokkunar úr afrekssjóði ÍSÍ. „Það þarf eitthvað kraftaverk til að gerast að við náum þangað inn en frábært að fá að taka þátt. Höfum verið þar tvisvar áður að mig minnir. Ef ÍSÍ heldur áfram að styrkja íslenskt körfuboltalandslið og KKÍ hefur efni á því munum við taka þar þátt í forkeppni undankeppninnar í ágúst á þessu ári.“ „Það er í rauninni alveg fáránlegt. Hefði Ísland unnið með fjórum stigum í gær hefði þetta verið eitthvað stærsta afrek sem íslenskt hópíþróttalandslið hefur náð síðan við komumst á HM í fótbolta. Það er frekar súrrealískt að pæla í því að mögulega verðum við ekki með í næstu undankeppni, það er algjörlega galið,“ sagði Hörður að endingu.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira