Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2023 10:14 Fyrsti áfangi framkvæmdanna er þriggja kílómetra löng girðing við Imatra-landamærastöðina í suðaustanverðu Finnlandi. Gröfur byrjuðu að ryðja skóg þar í gær. Finnska landamærastofnunin Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. Finnsk stjórnvöld ákváðu að ráðast í framkvæmdirnar til þess að girða fyrir vaxandi fjölda Rússa sem smygla sér yfir landamærin til þess að koma sér undan herkvaðningu vegna innrásarinnar í Úkraínu í heimalandinu. Girðingin verður tvö hundruð kílómetra löng. Byrjað var að ryðja skóg við Imatra-landamærastöðina á þriðjudag. Vega- og girðingarvinnan sjálf á að hefjast strax í þessum mánuði. Hitamyndavélar, flóðljós og hátalarar verða við ákveðna kafla girðingarinnar, að sögn landamærastofnunarinnar. Fullbyggð nær girðingu aðeins yfir brot af landamærum Finnlands og Rússlands sem eru um 1.340 kílómetra löng. Landamærin nú eru aðallega tryggð með viðargirðingu sem á fyrst og fremst að halda búfé í skefjum. Finnar hafa hert á öryggismálum sínum eftir að Rússa réðust inn í Úkraínu fyrir ári. Þeir breyttu lögum um landamæraeftirlit til þess að geta sett upp rammgerðari girðingu í júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá stigu Finnar það tímamótaskref ásamt nágrönnum sínum Svíum að falast eftir inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Tyrknesk stjórnvöld leggja nú stein í götu Svía en finnska ríkisstjórnin er staðráðin í að halda aðildarferlinu áfram áður en Finna ganga til þingkosninga í apríl. Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Finnsk stjórnvöld ákváðu að ráðast í framkvæmdirnar til þess að girða fyrir vaxandi fjölda Rússa sem smygla sér yfir landamærin til þess að koma sér undan herkvaðningu vegna innrásarinnar í Úkraínu í heimalandinu. Girðingin verður tvö hundruð kílómetra löng. Byrjað var að ryðja skóg við Imatra-landamærastöðina á þriðjudag. Vega- og girðingarvinnan sjálf á að hefjast strax í þessum mánuði. Hitamyndavélar, flóðljós og hátalarar verða við ákveðna kafla girðingarinnar, að sögn landamærastofnunarinnar. Fullbyggð nær girðingu aðeins yfir brot af landamærum Finnlands og Rússlands sem eru um 1.340 kílómetra löng. Landamærin nú eru aðallega tryggð með viðargirðingu sem á fyrst og fremst að halda búfé í skefjum. Finnar hafa hert á öryggismálum sínum eftir að Rússa réðust inn í Úkraínu fyrir ári. Þeir breyttu lögum um landamæraeftirlit til þess að geta sett upp rammgerðari girðingu í júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá stigu Finnar það tímamótaskref ásamt nágrönnum sínum Svíum að falast eftir inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Tyrknesk stjórnvöld leggja nú stein í götu Svía en finnska ríkisstjórnin er staðráðin í að halda aðildarferlinu áfram áður en Finna ganga til þingkosninga í apríl.
Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira