Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 10:12 Um helmingur aukningarinnar í losun vegna bruna á olíu er rakinn til vaxandi flugsamgangna eftir kórónuveirufaraldurinn. AP/Michael Dwyer Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. Losun vegna orkuframleiðslu jókst um 0,9 prósent á milli ára í fyrra samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) og nam 36,8 milljörðum tonna koltvísýrings. Stofnunin rekur vöxtinn til þess að ferðamennska fór aftur á flug eftir kórónuveirufaraldurinn og að fleiri hafi brennt kolum til húshitunar. Koltvísýringslosun vegna bruna á kolum jókst um 1,6 prósent. Hátt verð á jarðgasi, meðal annars vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, varð til þess að fjöldi borga skipti úr gasi yfir í kol, aðallega í Asíu. Brennsla á olíu leiddi við 2,5 prósent meiri losunar en árið 2021. Um helmingur þeirrar aukningar var vegna flugsamgangna. Veðuröfgar bættu gráu ofan á svart í fyrra. Þurrkar takmörkuðu orkuframleiðslu vatnsaflsvirkjana og leiddu til aukinnar brennslu á jarðefnaeldsneyti. Hitabylgjur juku einnig eftirspurn eftir rafmagni. Jarðefnaeldsneytisfyrirtæki axli sína ábyrgð Sérfræðingar höfðu spáð enn meiri aukningu í losun heimsins í fyrra. Orkumálastofnunin áætlar að vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum, rafknúnum farartækjum og varmadælum hafi komið í veg fyrir um 550 milljón tonna losun í fyrra. Sóttvarnaaðgerðir og lítill hagvöxtur í Kína takmarkaði einnig vöxtinn í losun. „Án hreinnar orku hefði vöxtur í koltvísýringslosun verið næstum því þrefalt hærri,“ segir Fatih Birol, forstjóri IEA. Birol sagði að þrátt fyrir það héldi losun vegna jarðefnaeldsneyti áfram að aukast og torvelda að mannkynið næði loftslagsmarkmiðum sínum. Orkufyrirtækið græddu nú á tá og fingri en þau yrðu að axla sína ábyrgð á loftslagsvandanum líka. Loftslagsvísindamenn tóku tíðindunum í skýrslu stofnunarinnar fálega. Rob Jackson, prófessor í jarðvísindum og formaður Alþjóðlega kolefnisverkefnisins, segir að öll aukning losunar sé neikvæð. „Við megum ekki við aukningu. Við megum ekki við kyrrstöðu. Það er annað hvort samdráttur eða glundroði fyrir plánetuna. Öll ár þar sem losun vegna kola eykst eru slæm ár fyrir heilsu okkar og fyrir jörðina,“ segir Jackson við AP-fréttastofuna. Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Losun vegna orkuframleiðslu jókst um 0,9 prósent á milli ára í fyrra samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) og nam 36,8 milljörðum tonna koltvísýrings. Stofnunin rekur vöxtinn til þess að ferðamennska fór aftur á flug eftir kórónuveirufaraldurinn og að fleiri hafi brennt kolum til húshitunar. Koltvísýringslosun vegna bruna á kolum jókst um 1,6 prósent. Hátt verð á jarðgasi, meðal annars vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, varð til þess að fjöldi borga skipti úr gasi yfir í kol, aðallega í Asíu. Brennsla á olíu leiddi við 2,5 prósent meiri losunar en árið 2021. Um helmingur þeirrar aukningar var vegna flugsamgangna. Veðuröfgar bættu gráu ofan á svart í fyrra. Þurrkar takmörkuðu orkuframleiðslu vatnsaflsvirkjana og leiddu til aukinnar brennslu á jarðefnaeldsneyti. Hitabylgjur juku einnig eftirspurn eftir rafmagni. Jarðefnaeldsneytisfyrirtæki axli sína ábyrgð Sérfræðingar höfðu spáð enn meiri aukningu í losun heimsins í fyrra. Orkumálastofnunin áætlar að vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum, rafknúnum farartækjum og varmadælum hafi komið í veg fyrir um 550 milljón tonna losun í fyrra. Sóttvarnaaðgerðir og lítill hagvöxtur í Kína takmarkaði einnig vöxtinn í losun. „Án hreinnar orku hefði vöxtur í koltvísýringslosun verið næstum því þrefalt hærri,“ segir Fatih Birol, forstjóri IEA. Birol sagði að þrátt fyrir það héldi losun vegna jarðefnaeldsneyti áfram að aukast og torvelda að mannkynið næði loftslagsmarkmiðum sínum. Orkufyrirtækið græddu nú á tá og fingri en þau yrðu að axla sína ábyrgð á loftslagsvandanum líka. Loftslagsvísindamenn tóku tíðindunum í skýrslu stofnunarinnar fálega. Rob Jackson, prófessor í jarðvísindum og formaður Alþjóðlega kolefnisverkefnisins, segir að öll aukning losunar sé neikvæð. „Við megum ekki við aukningu. Við megum ekki við kyrrstöðu. Það er annað hvort samdráttur eða glundroði fyrir plánetuna. Öll ár þar sem losun vegna kola eykst eru slæm ár fyrir heilsu okkar og fyrir jörðina,“ segir Jackson við AP-fréttastofuna.
Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira