Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 5. mars 2023 14:31 Þúsundir úkraínskra barna hafa verið á flótta síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir ári. Cem Tekkesinoglu/Getty Images Rússnesk stjórnvöld hafa numið hundruð úkraínskra barna á brott frá heimilum sínum á hernumdum svæðum í Úkraínu. Þeim er veittur rússneskur ríkisborgararéttur og rússneskar fjölskyldur ættleiða börnin, sem er ranglega sagt að foreldrar þeirra séu látnir. Ár frá innrásinni Nú þegar umheimurinn minnist þess að rétt eitt ár er liðið síðan innrásarher frá Rússlandi réðist inn í Úkraínu og hóf grimmilegt stríð sem ekki enn sér fyrir endann á, hafa rannsóknarblaðamenn hjá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva flett ofan af athæfi rússneska hersins og stjórnvalda sem minnir um margt á vinnubrögð helstu alræðisstjórna Evrópu á síðustu öld. Rússar hafa rænt hundruðum barna Blaðamennirnir hafa komist að því að hundruð úkraínskra barna hafa verið fjarlægð frá heimkynnum sínum og þau flutt til Rússlands. Eins hafa börn sem voru í læknismeðferð eða í sumarbúðum í Rússlandi ekki skilað sér aftur heim. Börnunum er sagt að foreldrar þeirra séu látnir, þeim er í hasti útvegað rússneskt ríkisfang, en Pútín breytti lögum um ríkisfang í þá átt í fyrrasumar að úkraínsk börn fá flýtimeðferð, því ekki er leyfilegt að ættleiða erlenda ríkisborgara. Kynnt sem mannúðarverk í rússneskum fjölmiðlum Í Rússlandi er þetta kynnt sem mikið mannúðarverk, rússneska sjónvarpið hefur sýnt fréttamyndir þar sem munaðarlausu börnin, eins og þau eru vitanlega kölluð, koma með lestum til Rússlands. Þar er tekið á móti þeim með gjafakörfum og faðmlögum og barngott fólk bjargar þeim frá hörmungum stríðsins og veitir þeim skjól og örugga framtíð. Úkraínsk stjórnvöld segja barnsránin vera alvarlegan stríðsglæp Úkraínsk stjórnvöld hafa heldur betur aðra sögu að segja og fullyrða að rússnesk stjórnvöld séu að fremja stórkostlega stríðsglæpi með þessu framferði. Þau fullyrða að 16.000 börn hafi verið flutt nauðungarflutningum, sú tala fæst þó ekki staðfest, en blaðamennirnir sem flett hafa ofan af nauðungarflutningum úkraínsku barnanna segja börnin vera að minnsta kosti 400. Mörg barnanna eru send til höfuðborgarinnar Moskvu, en þau eru líka send út í hinar dreifðu byggðir og sum allt til Síberíu. Framferði Rússa fordæmt um allan heim Stjórnvöld víða um heim, Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðastofnanir hafa fordæmt þetta framferði. Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði nýlega að á stríðstímum sé ekki nokkur vegur að ákveða hvort börn eigi foreldra og forráðamenn, hvað þá að leyfa fjölskyldum innrásarlandsins að ættleiða börnin. Hér er hægt að kynna sér umfjöllun EBU um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira
Ár frá innrásinni Nú þegar umheimurinn minnist þess að rétt eitt ár er liðið síðan innrásarher frá Rússlandi réðist inn í Úkraínu og hóf grimmilegt stríð sem ekki enn sér fyrir endann á, hafa rannsóknarblaðamenn hjá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva flett ofan af athæfi rússneska hersins og stjórnvalda sem minnir um margt á vinnubrögð helstu alræðisstjórna Evrópu á síðustu öld. Rússar hafa rænt hundruðum barna Blaðamennirnir hafa komist að því að hundruð úkraínskra barna hafa verið fjarlægð frá heimkynnum sínum og þau flutt til Rússlands. Eins hafa börn sem voru í læknismeðferð eða í sumarbúðum í Rússlandi ekki skilað sér aftur heim. Börnunum er sagt að foreldrar þeirra séu látnir, þeim er í hasti útvegað rússneskt ríkisfang, en Pútín breytti lögum um ríkisfang í þá átt í fyrrasumar að úkraínsk börn fá flýtimeðferð, því ekki er leyfilegt að ættleiða erlenda ríkisborgara. Kynnt sem mannúðarverk í rússneskum fjölmiðlum Í Rússlandi er þetta kynnt sem mikið mannúðarverk, rússneska sjónvarpið hefur sýnt fréttamyndir þar sem munaðarlausu börnin, eins og þau eru vitanlega kölluð, koma með lestum til Rússlands. Þar er tekið á móti þeim með gjafakörfum og faðmlögum og barngott fólk bjargar þeim frá hörmungum stríðsins og veitir þeim skjól og örugga framtíð. Úkraínsk stjórnvöld segja barnsránin vera alvarlegan stríðsglæp Úkraínsk stjórnvöld hafa heldur betur aðra sögu að segja og fullyrða að rússnesk stjórnvöld séu að fremja stórkostlega stríðsglæpi með þessu framferði. Þau fullyrða að 16.000 börn hafi verið flutt nauðungarflutningum, sú tala fæst þó ekki staðfest, en blaðamennirnir sem flett hafa ofan af nauðungarflutningum úkraínsku barnanna segja börnin vera að minnsta kosti 400. Mörg barnanna eru send til höfuðborgarinnar Moskvu, en þau eru líka send út í hinar dreifðu byggðir og sum allt til Síberíu. Framferði Rússa fordæmt um allan heim Stjórnvöld víða um heim, Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðastofnanir hafa fordæmt þetta framferði. Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði nýlega að á stríðstímum sé ekki nokkur vegur að ákveða hvort börn eigi foreldra og forráðamenn, hvað þá að leyfa fjölskyldum innrásarlandsins að ættleiða börnin. Hér er hægt að kynna sér umfjöllun EBU um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54
Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40
Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00
Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19