Í farbanni grunaður um gróft kynferðisbrot gegn konu í bíl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2023 12:06 Konan og karlmaðurinn vörðu tíma saman um áramótin. Það var að kvöldi nýársdags sem brotið átti sér stað. Karlmaðurinn flýtti flugmiða sínum úr landi um viku en komst ekki úr landi. Vísir/Egill Karlmaður sem breytti flugmiða sínum í því skyni að komast fyrr úr landi eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun þarf að sæta farbanni til 28. mars. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð úr héraði þess efnis. Karlmaðurinn er grunaður um gróft kynferðisbrot hér á landi aðfaranótt 2. janúar gegn konu sem hann kynntist á stefnumótaforritinu Tinder. Konan sótti manninn á Keflavíkurflugvöll á gamlársdag og vörðu þau tíma saman yfir áramótin. Landsréttur telur eðlilegt að karlmaðurinn sæti farbanni í ljósi þess að maðurinn hafi lítil sem engin tengsl við landið, hann sé grunaður um gróft kynferðisbrot og hann hafi flýtt flugmiða sínum úr landi eftir að kynferðisbrotamálið. Tók dótið sitt og blokkaði á öllum samfélagsmiðlum Fram kom í úrskurði yfir manninum að hann hefði að kvöldi nýársdags spurt hvort konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. Í skýrslunni kemur fram að hún segi manninn þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. „I think í killed her“ Að því loknu óskaði konan eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Gaf sig fram eftir að hafa verið á leið til Keflavíkurflugvallar Í úrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi tekið skýrslu af þeim sem sótti manninn á vettvang hins meinta brots. Gaf hann upp heimilisfang aðseturs hans. Þegar lögregla kom þangað var maðurinn á brott. Gerði lögregla ítrekaðar tilraunir til að ná til mannsins í gegnum síma, án árangurs. Svo virðist sem að á þessum tíma hafi maðurinn verið að reyna að komast úr landi. Lögregla segist hafa staðfestingu þess efnis að hann hafi keypt sér farmiða úr landi. Þá bar vinkona hans vitni um það að hún hafi verið að keyra viðkomandi út á flugvöll þegar umræddur vinur mannsins, sem hafði sótt hann á meintan brotavettvang, haft samband og sagt að maðurinn væri eftirlýstur og myndi ekki komast úr landi. Við það gaf maðurinn sig fram við lögreglu. Undir rökstuddum grun Telur lögregla að brýnt sé að vernda rannsóknarhagsmuni mannsins með því að tryggja að hann komist ekki úr landi. Hann sé undir rökstuddum grun að hafa framið gróft kynferðisbrot. Hann sé með engin tengsl við Ísland fyrir utan sex vikna dvöl hér á landi síðastliðið haust og því líklegt að hann muni reyna að koma sér á brott, gangi hann laus. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að héraðsdómur telji að gögn málsins bendi til þess að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti. Þá hafi hann aðeins ætlað sér að vera hér á landi um tímabundið skeið. Fram kemur í greinargerð lögeglu að rannsókn sé á lokastigi og ákvörðun um ákæru handan við hornið. Var maðurinn úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 28. mars. Lögreglumál Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á leið úr landi í flýti eftir meint gróft kynferðisbrot Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um gróft kynferðisbrot aðfaranótt 2. janúar. Talið er að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti eftir hið meinta brot. 13. janúar 2023 10:05 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Karlmaðurinn er grunaður um gróft kynferðisbrot hér á landi aðfaranótt 2. janúar gegn konu sem hann kynntist á stefnumótaforritinu Tinder. Konan sótti manninn á Keflavíkurflugvöll á gamlársdag og vörðu þau tíma saman yfir áramótin. Landsréttur telur eðlilegt að karlmaðurinn sæti farbanni í ljósi þess að maðurinn hafi lítil sem engin tengsl við landið, hann sé grunaður um gróft kynferðisbrot og hann hafi flýtt flugmiða sínum úr landi eftir að kynferðisbrotamálið. Tók dótið sitt og blokkaði á öllum samfélagsmiðlum Fram kom í úrskurði yfir manninum að hann hefði að kvöldi nýársdags spurt hvort konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. Í skýrslunni kemur fram að hún segi manninn þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. „I think í killed her“ Að því loknu óskaði konan eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Gaf sig fram eftir að hafa verið á leið til Keflavíkurflugvallar Í úrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi tekið skýrslu af þeim sem sótti manninn á vettvang hins meinta brots. Gaf hann upp heimilisfang aðseturs hans. Þegar lögregla kom þangað var maðurinn á brott. Gerði lögregla ítrekaðar tilraunir til að ná til mannsins í gegnum síma, án árangurs. Svo virðist sem að á þessum tíma hafi maðurinn verið að reyna að komast úr landi. Lögregla segist hafa staðfestingu þess efnis að hann hafi keypt sér farmiða úr landi. Þá bar vinkona hans vitni um það að hún hafi verið að keyra viðkomandi út á flugvöll þegar umræddur vinur mannsins, sem hafði sótt hann á meintan brotavettvang, haft samband og sagt að maðurinn væri eftirlýstur og myndi ekki komast úr landi. Við það gaf maðurinn sig fram við lögreglu. Undir rökstuddum grun Telur lögregla að brýnt sé að vernda rannsóknarhagsmuni mannsins með því að tryggja að hann komist ekki úr landi. Hann sé undir rökstuddum grun að hafa framið gróft kynferðisbrot. Hann sé með engin tengsl við Ísland fyrir utan sex vikna dvöl hér á landi síðastliðið haust og því líklegt að hann muni reyna að koma sér á brott, gangi hann laus. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að héraðsdómur telji að gögn málsins bendi til þess að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti. Þá hafi hann aðeins ætlað sér að vera hér á landi um tímabundið skeið. Fram kemur í greinargerð lögeglu að rannsókn sé á lokastigi og ákvörðun um ákæru handan við hornið. Var maðurinn úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 28. mars.
Lögreglumál Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á leið úr landi í flýti eftir meint gróft kynferðisbrot Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um gróft kynferðisbrot aðfaranótt 2. janúar. Talið er að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti eftir hið meinta brot. 13. janúar 2023 10:05 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Á leið úr landi í flýti eftir meint gróft kynferðisbrot Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um gróft kynferðisbrot aðfaranótt 2. janúar. Talið er að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti eftir hið meinta brot. 13. janúar 2023 10:05