Reyndi að opna neyðarútgang og stakk flugþjón Árni Sæberg skrifar 6. mars 2023 23:50 Atvikið varð um borð í farþegaþotu United í gær. Nicolas Economou/Getty Bandarískur karlmaður hefur verið kærður fyrir að hafa reynt að opna neyðarútgang farþegaþotu United á leið frá Los Angeles til Boston og að hafa stungið flugþjón í þrígang í hálsinn með brotinni skeið í gær. Aðeins um klukkustund var eftir af flugi flugvélarinnar þegar áhöfnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum fengu meldingu um að aflæsa einum dyrum þotunnar. Flugþjónn var þá beðinn um að athuga málið og hann sá að búið var að taka dyrnar úr læstri stöðu og afvirkja neyðarrennuna frá þeim. Þetta segir í skýrslu saksóknaraembættis Massachusetts um atvikið. Sást standa við útganginn Þá segir að flugþjónninn hafi rætt við annan slíkan sem staðsettur var við neyðarútganginn og sagðist hafa séð manninn, sem heitir Francisco Severo Torres og er 33 ára gamall, standa við neyðarútganginn. Þá hafi flugþjónninn rætt við Torres og spurt hann hvort hann hefði fiktað við dyrnar. Þá er hann sagður hafa spurt hvort myndavélar væru við útganginn sem sanni að hann hafi gert það. Sagði flugstjóra að lenda þotunni sem fyrst Flugþjóninn gaf sig síðan að tali við flugstjóra flugvélarinnar og sagðist halda að Torres væri ógn við öryggi flugsins og að hann þyrfti að lenda flugvélinni sem allra fyrst. Áður en það var gert er Torres sagður hafa gengið að neyðarútganginum þar sem tveir flugþjónar voru og ráðist að öðrum þeirra með brotinn málmskeið. Hann hæfði flugþjóninn þrisvar í hálsinn en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan hans. Aðrir farþegar um borð í flugvélinni brugðust hratt við og yfirbuguðu Torres og héldu honum niðri þar til flugvélinni var lent á Logan flugvelli í Boston, þar sem laganna verðir biðu hans. Hann hefur nú verið handtekinn og kærður vegna gruns um að hafa reynt að hafa áhrif á störf áhafnar farþegaflugvélar með vopni. Í skýrslunni segir að refsing við slíku broti geti verið allt að lífstíðarfangelsi, fimm ára skilorðsbundinn dómur eða 250 þúsund dala , eða um 35 milljóna króna, sekt. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Aðeins um klukkustund var eftir af flugi flugvélarinnar þegar áhöfnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum fengu meldingu um að aflæsa einum dyrum þotunnar. Flugþjónn var þá beðinn um að athuga málið og hann sá að búið var að taka dyrnar úr læstri stöðu og afvirkja neyðarrennuna frá þeim. Þetta segir í skýrslu saksóknaraembættis Massachusetts um atvikið. Sást standa við útganginn Þá segir að flugþjónninn hafi rætt við annan slíkan sem staðsettur var við neyðarútganginn og sagðist hafa séð manninn, sem heitir Francisco Severo Torres og er 33 ára gamall, standa við neyðarútganginn. Þá hafi flugþjónninn rætt við Torres og spurt hann hvort hann hefði fiktað við dyrnar. Þá er hann sagður hafa spurt hvort myndavélar væru við útganginn sem sanni að hann hafi gert það. Sagði flugstjóra að lenda þotunni sem fyrst Flugþjóninn gaf sig síðan að tali við flugstjóra flugvélarinnar og sagðist halda að Torres væri ógn við öryggi flugsins og að hann þyrfti að lenda flugvélinni sem allra fyrst. Áður en það var gert er Torres sagður hafa gengið að neyðarútganginum þar sem tveir flugþjónar voru og ráðist að öðrum þeirra með brotinn málmskeið. Hann hæfði flugþjóninn þrisvar í hálsinn en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan hans. Aðrir farþegar um borð í flugvélinni brugðust hratt við og yfirbuguðu Torres og héldu honum niðri þar til flugvélinni var lent á Logan flugvelli í Boston, þar sem laganna verðir biðu hans. Hann hefur nú verið handtekinn og kærður vegna gruns um að hafa reynt að hafa áhrif á störf áhafnar farþegaflugvélar með vopni. Í skýrslunni segir að refsing við slíku broti geti verið allt að lífstíðarfangelsi, fimm ára skilorðsbundinn dómur eða 250 þúsund dala , eða um 35 milljóna króna, sekt.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira