Þjóðarsátt um okurvexti? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2023 21:00 Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni. Sérstakar umræður sköpuðust um málið í þingsal í dag, að upplagi Samfylkingar sem beindi spurningum sínum að fjármálaráðherra. Báðir komu þeir sér fimlega undan því að ræða fílinn í stofunni. Hvers vegna Seðlabanki Íslands þarf að ákveða tvöfalt hærri vexti til þess að vinna gegn sömu verðbólgu og grannþjóðirnar? Og hvers vegna íslenska þjóðin fær ekki val um það hvort hún vill halda áfram að vera tilraunadýr þeirra sem hafa hag af því að halda í krónuna? Við vitum að þessa spurningu má ekki bera upp í Sjálfstæðisflokknum. Hitt er nýtt að hún sé orðin að sérstöku feimnismáli í Samfylkingunni. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að sætta okkur við tímabundnar vaxtahækkanir þegar kæla þarf hagkerfið. En við eigum ekki að sætta okkur við að vextir hér þurfi að vera tvöfalt hærri en í nágrannaríkjum okkar um alla framtíð. Þessi veruleiki okkar veikir samkeppnisstöðu landsins og kemur niður á fólki og fyrirtækjum. Á mannamáli þýðir þetta að við þurfum að vinna lengur til að skapa sömu verðmæti og fólkið í löndunum sem við berum okkur saman við. Það kemur þyngst niður á þeim hópum sem lökust hafa kjörin. Þjóðarsátt um stöðuga mynt fyrir útvalda? Gylfi Zoega, hagfræðingur og fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, skýrði þennan vanda með nokkuð skýrum hætti á dögunum. Við ein þjóða notum marga gjaldmiðla, en Seðlabankinn hefur bara stjórn á einum þeirra. Þess vegna þurfa vextir að vera tvöfalt eða þrefalt hærri hér en annars staðar. Ungt fólk í íbúðakaupum og lítil fyrirtæki bera þannig helmingi þyngri byrðar í baráttunni við verðbólguna en stóru útflutningsfyrirtækin sem gera upp í evrum. Venjulegt fólk hefði alveg sama hag af því að gera upp í evrum og stóru fyrirtækin, en hefur ekkert val. Þetta er ekki bara óréttlátt heldur óhagkvæmt. Og þetta þarf ekki að vera svona. Þjóðarsátt um lægri laun? Fjármálaráðherra kallar nú eftir þjóðarsátt og er það vel. En hann þarf að tala skýrt. Á þjóðarsáttin að vera eins og árið 1990, þegar hornsteinn hennar var stöðugt gengi eða á hún að snúast um það eingöngu að fólkið fái lægri laun? Þeirri spurningu hefur hann enn ekki svarað. Seðlabankastjóri hefur hins vegar með verkum sínum sýnt að hann hefur gefist upp á gömlu óverðtryggðu krónunni. Það gerði hann með að afnema hömlur á verðtryggðri krónu í gær. Þrátt fyrir samfelldar vaxtahækkanir undanfarinna mánuða hefur bankanum nefnilega ekki tekist að auka sparnað. Fjölmyntakerfið er ekki að virka. Sjálfsagt er að vega og meta kosti og galla gömlu krónunnar. En þeir sem trúa hvað heitast á hana þurfa fyrst að sýna okkur hinum fram á að hún sé nothæf fyrir okkur öll í hagkerfinu - ekki bara forréttindahópa. Þeir heittrúuðu þurfa að sýna það og sanna að gamla krónan geti verið hornsteinn þess að hér byggist upp land jafnra tækifæra. Staðan í dag sýnir svart á hvítu, enn á ný, að það er nær óvinnandi vegur með krónuna í aðalhlutverki. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni. Sérstakar umræður sköpuðust um málið í þingsal í dag, að upplagi Samfylkingar sem beindi spurningum sínum að fjármálaráðherra. Báðir komu þeir sér fimlega undan því að ræða fílinn í stofunni. Hvers vegna Seðlabanki Íslands þarf að ákveða tvöfalt hærri vexti til þess að vinna gegn sömu verðbólgu og grannþjóðirnar? Og hvers vegna íslenska þjóðin fær ekki val um það hvort hún vill halda áfram að vera tilraunadýr þeirra sem hafa hag af því að halda í krónuna? Við vitum að þessa spurningu má ekki bera upp í Sjálfstæðisflokknum. Hitt er nýtt að hún sé orðin að sérstöku feimnismáli í Samfylkingunni. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að sætta okkur við tímabundnar vaxtahækkanir þegar kæla þarf hagkerfið. En við eigum ekki að sætta okkur við að vextir hér þurfi að vera tvöfalt hærri en í nágrannaríkjum okkar um alla framtíð. Þessi veruleiki okkar veikir samkeppnisstöðu landsins og kemur niður á fólki og fyrirtækjum. Á mannamáli þýðir þetta að við þurfum að vinna lengur til að skapa sömu verðmæti og fólkið í löndunum sem við berum okkur saman við. Það kemur þyngst niður á þeim hópum sem lökust hafa kjörin. Þjóðarsátt um stöðuga mynt fyrir útvalda? Gylfi Zoega, hagfræðingur og fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, skýrði þennan vanda með nokkuð skýrum hætti á dögunum. Við ein þjóða notum marga gjaldmiðla, en Seðlabankinn hefur bara stjórn á einum þeirra. Þess vegna þurfa vextir að vera tvöfalt eða þrefalt hærri hér en annars staðar. Ungt fólk í íbúðakaupum og lítil fyrirtæki bera þannig helmingi þyngri byrðar í baráttunni við verðbólguna en stóru útflutningsfyrirtækin sem gera upp í evrum. Venjulegt fólk hefði alveg sama hag af því að gera upp í evrum og stóru fyrirtækin, en hefur ekkert val. Þetta er ekki bara óréttlátt heldur óhagkvæmt. Og þetta þarf ekki að vera svona. Þjóðarsátt um lægri laun? Fjármálaráðherra kallar nú eftir þjóðarsátt og er það vel. En hann þarf að tala skýrt. Á þjóðarsáttin að vera eins og árið 1990, þegar hornsteinn hennar var stöðugt gengi eða á hún að snúast um það eingöngu að fólkið fái lægri laun? Þeirri spurningu hefur hann enn ekki svarað. Seðlabankastjóri hefur hins vegar með verkum sínum sýnt að hann hefur gefist upp á gömlu óverðtryggðu krónunni. Það gerði hann með að afnema hömlur á verðtryggðri krónu í gær. Þrátt fyrir samfelldar vaxtahækkanir undanfarinna mánuða hefur bankanum nefnilega ekki tekist að auka sparnað. Fjölmyntakerfið er ekki að virka. Sjálfsagt er að vega og meta kosti og galla gömlu krónunnar. En þeir sem trúa hvað heitast á hana þurfa fyrst að sýna okkur hinum fram á að hún sé nothæf fyrir okkur öll í hagkerfinu - ekki bara forréttindahópa. Þeir heittrúuðu þurfa að sýna það og sanna að gamla krónan geti verið hornsteinn þess að hér byggist upp land jafnra tækifæra. Staðan í dag sýnir svart á hvítu, enn á ný, að það er nær óvinnandi vegur með krónuna í aðalhlutverki. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun