Refsum atvinnurekendum sem brjóta sannanlega á starfsfólki sínu Gabríel Benjamin skrifar 11. mars 2023 08:01 Á Íslandi er staðan sú að atvinnurekendur sem brjóta á starfsfólki sínu þurfa ekki greiða neina sekt fyrir það. Jafnvel ef stéttarfélag starfsfólksins blandar sér í málið, og hægt er að sanna að um miskunnarlausan launaþjófnað sé að ræða, þarf atvinnurekandinn ekki að greiða neitt umfram vangoldnu launin og það án dráttarvaxta. Þetta veit ég vel þar sem ég aðstoðaði tugi fólks með umfjöllun á málum þeirra sem blaðamaður hjá The Reykjavík Grapevine og Stundinni, og aðra tugi félagsfólks Eflingar sem kjaramálafulltrúi stéttarfélagsins. Persónulega innheimti ég milljónir fyrir láglaunafólk á níu mánaða tímabili, og sendi fleiri milljónir í innheimtu hjá lögmönnum félagsins. Ef atvinnurekandi hefur ekki skilað rétt launum í áratug er aðeins hægt að gera launakröfu fjögur ár aftur í tímann, og þeirri launakröfu fylgja ekki dráttarvextir. Eina refsingin, ef refsingu má kalla, er lögmannskostnaður sem bætist við kröfu sem er ekki brugðist við. Með öðrum orðum þá gerir lagaumhverfið það auðvelt og hagstætt fyrir þá atvinnurekendur að skjótast undan launakostnaði, og greiða síðar meir leiðréttingu aðeins ef starfsmaður leitar síns réttar, sem þeir gera sjaldnast. Og við þessa aðila keppa þeir atvinnurekendur sem reyna að standa sig og koma siðlega fram við sitt starfsfólk. Þetta er eitt þeim stóru málum sem ég vil leysa, og því er ég í framboði til stjórnar VR. Þetta reddast alls ekki Ofurtrú okkar Íslendinga á að „þetta reddist“ vinnur gegn okkur því staðan í þessu málum mun ekki lagast af sjálfu sér. Reynsla mín hefur verið að flest fylgi siðferðislegum reglum samfélagsins og leggi talsvert á sig til þess að særa ekki aðra, beint né óbeint. Þetta fólk fylgir umferðarreglur, skilar sköttum samviskulega og er umhugað um hag og líðan annarra í kringum sig. Sem kjaramálafulltrúi gat ég leyst flest mál með símtali eða tölvupósti. Ef uppi var ósætti um hvernig yfirvinna var greidd, eða orlofsmál, þá gat ég hringt, skýrt málin og fólk féllst á útskýringar mínar sem fulltrúa stéttarfélagsins. Sama á við um margar launakröfur, þar sem leiðrétting var greidd án tafar og vinnusamband rofnaði ekki. En því miður eru aðrir sem telja sig geta hagnast á því að brjóta gegn launafólki og trúa því að þeir komist upp með það. Spurning virðist snúast um áhættu og væntan ágóða frekar að koma rétt og heiðarlega fram. Og lagaleg staða til að taka hart á slíku er því miður afar veik. Og því veikar sem starfsfólkið stendur á vinnumarkaði og því auðveldara sem það virðist að skipta því einfaldlega út fyrir hóp nýrra fórnarlamb, því meiri er ágóðavonin. Milljarðar króna á hverju ári Gjarnan er talað um þetta samfélagslega mein sem félagslegt undirboð eða launaþjófnað, en þrátt fyrir vísun í það lögbrot sem þjófnaður er þá eru viðbrögðin við þeim allt önnur. Ef starfsmaður tekur 50.000 krónur úr afgreiðslukassa getur atvinnurekandi farið til lögreglunnar og kært þjófnaðinn. Jafnvel þó starfsmaður skili peningunum strax næsta dag þannig að fyrirtæki hljóti ekki raunverulegan skaða af því þá var glæpurinn í skilningi laganna að taka í óleyfi fjármuni fyrirtækisins. Ef atvinnurekandinn borgar hins vegar starfsmanni ekki laun sín, hvort sem það vanti 50.000, 500.000 kr. eða alla summuna, þá mun lögreglan ekki athafast frekar en að segja starfsmanninum að leita til stéttarfélags síns. Ástæðan er áhugaleysi yfirvalda, enda er það í miklum mæli erlent starfsfólk sem hafa ekki atkvæðisrétt sem lendir helst í þessu broti. Í skýrslu ASÍ frá 2019, Íslenskur vinnumarkaður 2019 - Erlent launafólk og brotastarfsemi á vinnumarkaði, kom fram að á einu ári hafi fjögur aðildarfélög gert launakröfur fyrir 450 milljónir króna, en talið var þá að það hafi aðeins verið dropi í hafinu og að raunverulegur launaþjófnaður geti árlega hlaupið á milljörðum króna og snert þúsundi einstaklinga. Jaðarsettir hópar eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir launaþjófnaði, en þrátt fyrir að erlent launafólk hafi aðeins verið 19 prósent af íslenskum vinnumarkaði á þessum tíma var ríflega helmingur áðurnefndra launakrafna frá þeim. Þessi tölfræði rímar ágætlega við tölur úr nýjustu ársskýrslu VR, en þar kemur fram að þrátt fyrir að VR félagar með erlent ríkisfang hafi aðeins verið 11 prósent af heildarfjölda félagsins hafi 40 prósent mála kjaramálasviðs tengst einstaklingum með erlent ríkisfang. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi milli ára og ljóst að það þarf að passa upp á þennan og aðra berskjaldaða hópa. Févíti og opinberun Lausnin á þessum vanda er að heimila stéttarfélögum að setja févíti á þá atvinnurekendur sem gerast uppvísir um að brjóta á starfsfólki sínu, og á þá sem neita að skila inn launaseðlum, tímaskýrslum og öðrum gögnum til stéttarfélagsins innan ákveðinna tímamarka. Þannig væri hægt að þrýsta á atvinnurekendur að greiða réttmætar launakröfur og skila inn gögnum með skilvirkum hætti. Ýmsir aðilar hafa reynt að beita stjórnvöld og löggjafann þrýstingi til þess að setja á slíkt févíti, og þrátt fyrir að ég hafi baráttuhug til þess get ég ekki lofað að takast það sem öðrum hefur mistekist. Á meðan beðið er eftir þeirri sjálfsögðu réttarbót legg ég til annars konar refsingu fyrir þá atvinnurekendur sem brjóta sannarlega á starfsfólki sínu, en það er með svörtum lista. Slíkur listi væri lifandi plagg og þyrfti að taka tillit til margra atriða, en aðeins þeir sem bregðast ekki við réttmætum kröfum félagsmanna og stéttarfélagsins eða velta launakostnaði yfir á hið opinbera myndu rata á hann, þar sem brot þeirra væru útlistuð. Þannig vil ég að VR upplýsi félagsmenn og samfélagið um fyrirtæki sem fara á svig við siðferðislegar og lagalegar skyldur sínar. Slíkt úrræði krefst samvinnu milli stjórnar, lögmanna og kjaramálasviðs félagsins og þarf að vera sífellt í endurskoðun, en það væri mikil réttarbót fyrir þolendur og hefði mikinn fælingarmátt gagnvart þeim atvinnurekendum sem leiðast í freistni. En úrbæturnar fyrir samfélagið, sérstaklega ef önnur stéttarfélög taka síðar meir úrræðið upp að fyrirmynd VR, væru óneitanlegar á meðan að lagabreytingar standa á sér. Þetta er mál sem ég vil fylgja eftir í stjórn VR og útfæra fái atkvæði félagsmanna til þess. Kosningar standa yfir til hádegis 15. mars næstkomandi á heimasíðu VR, en í gærmorgun höfðu aðeins 14,6% félagsmanna kosið. Því hvet ég alla sem hafa atkvæðisrétt til þess að gefa sér nokkrar mínútur í að kynna sér frambjóðendur og neyta atkvæðisréttar síns. Höfundur er tveggja katta faðir á fertugsaldri sem er búsettur í Hlíðunum með maka sínum, en dreymir um að flytja aftur í Vesturbæinn. Hann er einnig af erlendu bergi brotinn, óflokksbundinn, og hlustar mest á pönk tónlist. Hann er þar að auki verkalýðsmaður í framboði til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er staðan sú að atvinnurekendur sem brjóta á starfsfólki sínu þurfa ekki greiða neina sekt fyrir það. Jafnvel ef stéttarfélag starfsfólksins blandar sér í málið, og hægt er að sanna að um miskunnarlausan launaþjófnað sé að ræða, þarf atvinnurekandinn ekki að greiða neitt umfram vangoldnu launin og það án dráttarvaxta. Þetta veit ég vel þar sem ég aðstoðaði tugi fólks með umfjöllun á málum þeirra sem blaðamaður hjá The Reykjavík Grapevine og Stundinni, og aðra tugi félagsfólks Eflingar sem kjaramálafulltrúi stéttarfélagsins. Persónulega innheimti ég milljónir fyrir láglaunafólk á níu mánaða tímabili, og sendi fleiri milljónir í innheimtu hjá lögmönnum félagsins. Ef atvinnurekandi hefur ekki skilað rétt launum í áratug er aðeins hægt að gera launakröfu fjögur ár aftur í tímann, og þeirri launakröfu fylgja ekki dráttarvextir. Eina refsingin, ef refsingu má kalla, er lögmannskostnaður sem bætist við kröfu sem er ekki brugðist við. Með öðrum orðum þá gerir lagaumhverfið það auðvelt og hagstætt fyrir þá atvinnurekendur að skjótast undan launakostnaði, og greiða síðar meir leiðréttingu aðeins ef starfsmaður leitar síns réttar, sem þeir gera sjaldnast. Og við þessa aðila keppa þeir atvinnurekendur sem reyna að standa sig og koma siðlega fram við sitt starfsfólk. Þetta er eitt þeim stóru málum sem ég vil leysa, og því er ég í framboði til stjórnar VR. Þetta reddast alls ekki Ofurtrú okkar Íslendinga á að „þetta reddist“ vinnur gegn okkur því staðan í þessu málum mun ekki lagast af sjálfu sér. Reynsla mín hefur verið að flest fylgi siðferðislegum reglum samfélagsins og leggi talsvert á sig til þess að særa ekki aðra, beint né óbeint. Þetta fólk fylgir umferðarreglur, skilar sköttum samviskulega og er umhugað um hag og líðan annarra í kringum sig. Sem kjaramálafulltrúi gat ég leyst flest mál með símtali eða tölvupósti. Ef uppi var ósætti um hvernig yfirvinna var greidd, eða orlofsmál, þá gat ég hringt, skýrt málin og fólk féllst á útskýringar mínar sem fulltrúa stéttarfélagsins. Sama á við um margar launakröfur, þar sem leiðrétting var greidd án tafar og vinnusamband rofnaði ekki. En því miður eru aðrir sem telja sig geta hagnast á því að brjóta gegn launafólki og trúa því að þeir komist upp með það. Spurning virðist snúast um áhættu og væntan ágóða frekar að koma rétt og heiðarlega fram. Og lagaleg staða til að taka hart á slíku er því miður afar veik. Og því veikar sem starfsfólkið stendur á vinnumarkaði og því auðveldara sem það virðist að skipta því einfaldlega út fyrir hóp nýrra fórnarlamb, því meiri er ágóðavonin. Milljarðar króna á hverju ári Gjarnan er talað um þetta samfélagslega mein sem félagslegt undirboð eða launaþjófnað, en þrátt fyrir vísun í það lögbrot sem þjófnaður er þá eru viðbrögðin við þeim allt önnur. Ef starfsmaður tekur 50.000 krónur úr afgreiðslukassa getur atvinnurekandi farið til lögreglunnar og kært þjófnaðinn. Jafnvel þó starfsmaður skili peningunum strax næsta dag þannig að fyrirtæki hljóti ekki raunverulegan skaða af því þá var glæpurinn í skilningi laganna að taka í óleyfi fjármuni fyrirtækisins. Ef atvinnurekandinn borgar hins vegar starfsmanni ekki laun sín, hvort sem það vanti 50.000, 500.000 kr. eða alla summuna, þá mun lögreglan ekki athafast frekar en að segja starfsmanninum að leita til stéttarfélags síns. Ástæðan er áhugaleysi yfirvalda, enda er það í miklum mæli erlent starfsfólk sem hafa ekki atkvæðisrétt sem lendir helst í þessu broti. Í skýrslu ASÍ frá 2019, Íslenskur vinnumarkaður 2019 - Erlent launafólk og brotastarfsemi á vinnumarkaði, kom fram að á einu ári hafi fjögur aðildarfélög gert launakröfur fyrir 450 milljónir króna, en talið var þá að það hafi aðeins verið dropi í hafinu og að raunverulegur launaþjófnaður geti árlega hlaupið á milljörðum króna og snert þúsundi einstaklinga. Jaðarsettir hópar eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir launaþjófnaði, en þrátt fyrir að erlent launafólk hafi aðeins verið 19 prósent af íslenskum vinnumarkaði á þessum tíma var ríflega helmingur áðurnefndra launakrafna frá þeim. Þessi tölfræði rímar ágætlega við tölur úr nýjustu ársskýrslu VR, en þar kemur fram að þrátt fyrir að VR félagar með erlent ríkisfang hafi aðeins verið 11 prósent af heildarfjölda félagsins hafi 40 prósent mála kjaramálasviðs tengst einstaklingum með erlent ríkisfang. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi milli ára og ljóst að það þarf að passa upp á þennan og aðra berskjaldaða hópa. Févíti og opinberun Lausnin á þessum vanda er að heimila stéttarfélögum að setja févíti á þá atvinnurekendur sem gerast uppvísir um að brjóta á starfsfólki sínu, og á þá sem neita að skila inn launaseðlum, tímaskýrslum og öðrum gögnum til stéttarfélagsins innan ákveðinna tímamarka. Þannig væri hægt að þrýsta á atvinnurekendur að greiða réttmætar launakröfur og skila inn gögnum með skilvirkum hætti. Ýmsir aðilar hafa reynt að beita stjórnvöld og löggjafann þrýstingi til þess að setja á slíkt févíti, og þrátt fyrir að ég hafi baráttuhug til þess get ég ekki lofað að takast það sem öðrum hefur mistekist. Á meðan beðið er eftir þeirri sjálfsögðu réttarbót legg ég til annars konar refsingu fyrir þá atvinnurekendur sem brjóta sannarlega á starfsfólki sínu, en það er með svörtum lista. Slíkur listi væri lifandi plagg og þyrfti að taka tillit til margra atriða, en aðeins þeir sem bregðast ekki við réttmætum kröfum félagsmanna og stéttarfélagsins eða velta launakostnaði yfir á hið opinbera myndu rata á hann, þar sem brot þeirra væru útlistuð. Þannig vil ég að VR upplýsi félagsmenn og samfélagið um fyrirtæki sem fara á svig við siðferðislegar og lagalegar skyldur sínar. Slíkt úrræði krefst samvinnu milli stjórnar, lögmanna og kjaramálasviðs félagsins og þarf að vera sífellt í endurskoðun, en það væri mikil réttarbót fyrir þolendur og hefði mikinn fælingarmátt gagnvart þeim atvinnurekendum sem leiðast í freistni. En úrbæturnar fyrir samfélagið, sérstaklega ef önnur stéttarfélög taka síðar meir úrræðið upp að fyrirmynd VR, væru óneitanlegar á meðan að lagabreytingar standa á sér. Þetta er mál sem ég vil fylgja eftir í stjórn VR og útfæra fái atkvæði félagsmanna til þess. Kosningar standa yfir til hádegis 15. mars næstkomandi á heimasíðu VR, en í gærmorgun höfðu aðeins 14,6% félagsmanna kosið. Því hvet ég alla sem hafa atkvæðisrétt til þess að gefa sér nokkrar mínútur í að kynna sér frambjóðendur og neyta atkvæðisréttar síns. Höfundur er tveggja katta faðir á fertugsaldri sem er búsettur í Hlíðunum með maka sínum, en dreymir um að flytja aftur í Vesturbæinn. Hann er einnig af erlendu bergi brotinn, óflokksbundinn, og hlustar mest á pönk tónlist. Hann er þar að auki verkalýðsmaður í framboði til stjórnar VR.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun