Viðar: „Helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. mars 2023 22:30 Því skal haldið til haga að Viðar Örn er ekki að rembast á þessari mynd, þrátt fyrir að fyrirsögnin gæti gefið annað til kynna Hattarmenn voru grátlega nálægt því að vinna frækinn sigur í Grindavík í kvöld í Subway-deild karla en leikurinn réðst á þriggja stiga körfu frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Aðeins 18 sekúndum áður var Höttur nánast með unninn leik í höndunum, þar sem þeir leiddu með fjórum stigum, eftir að hafa átt alveg ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik, eftir að hafa skorað aðeins 30 stig í þeim fyrri. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, viðurkenndi að tapið væri sárt og höggið þungt miðað við hvað hans menn lögðu á sig í seinni hálfleik, en tók tapið á sig og kerfið sem hann teiknaði upp. „Drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Helvíti þungt högg, það er bara svoleiðis. Byrjum illa og erum ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Grindvíkingarnir bara gengu á lagið og jörðuðu okkur til að byrja með. En hörku karakter að snúa þessu við og koma til baka og vera í raun komnir með stjórn á leiknum. Þess vegna er þetta bara drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Þegar við eigum innkastið þarna á hliðarlínunni þá er bara lélega sett upp hjá mér úr leikhléinu. Auðvitað geta menn gripið boltann og allt það en þetta var ekki gott „play“ og miðað við hvað mínir menn voru búnir að leggja á sig og gera vel og sýna þennan liðskarakter, þá er helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann. Auðvitað var þetta stórt skot og allt það en ég gaf þeim sénsinn og það er lélegt.“ Eftir fyrsta leikhluta, þar sem Höttur skoraði aðeins 16 stig, öskraði Viðar ítrekað „spacing“ á sína menn, klárlega ósáttur við það hvernig hans menn voru að nýta völlinn sóknarlega. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og hjálpuðum vörninni hjá Grindavík með því að spila svona ofboðslega þétt og náðum ekki að brjóta línurnar hjá þeim. En við lagfærðum það og gerðum vel. Helvíti þungt, Grindvíkingar gáfu mér og okkur ærlega á kjaftinn.“ Í seinni hálfleik heyrðist svo ansi oft öskrað af bekknum „it all starts with defence“. Vörn Hattar var allt önnur í seinni hálfleik og Grindvíkingum gekk mjög illa að komast að körfunni og boltanum ofan í hana. Hattarmenn náðu í raun allri stjórn á leiknum og Viðar taldi að líkurnar hefðu allar verið þeim megin í lokin. „Ætli líkurnar hafi ekki verið svona 97 - 3, okkur í vil. Það er nú bara svoleiðis með blessað lífið, það er ósanngjarnt og slær mann utan undir reglulega. Við verðum að taka því og við höldum áfram.“ Það er ekki ofsögum sagt hjá Viðari að lífið getur sannarlega verið ósanngjarnt, en Hattarsigur hefði alls ekki verið ósanngjarn í kvöld miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Þess í stað sitja þeir eftir með sárt ennið og fyrir utan úrslitakeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni. Höttur Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
Aðeins 18 sekúndum áður var Höttur nánast með unninn leik í höndunum, þar sem þeir leiddu með fjórum stigum, eftir að hafa átt alveg ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik, eftir að hafa skorað aðeins 30 stig í þeim fyrri. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, viðurkenndi að tapið væri sárt og höggið þungt miðað við hvað hans menn lögðu á sig í seinni hálfleik, en tók tapið á sig og kerfið sem hann teiknaði upp. „Drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Helvíti þungt högg, það er bara svoleiðis. Byrjum illa og erum ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Grindvíkingarnir bara gengu á lagið og jörðuðu okkur til að byrja með. En hörku karakter að snúa þessu við og koma til baka og vera í raun komnir með stjórn á leiknum. Þess vegna er þetta bara drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Þegar við eigum innkastið þarna á hliðarlínunni þá er bara lélega sett upp hjá mér úr leikhléinu. Auðvitað geta menn gripið boltann og allt það en þetta var ekki gott „play“ og miðað við hvað mínir menn voru búnir að leggja á sig og gera vel og sýna þennan liðskarakter, þá er helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann. Auðvitað var þetta stórt skot og allt það en ég gaf þeim sénsinn og það er lélegt.“ Eftir fyrsta leikhluta, þar sem Höttur skoraði aðeins 16 stig, öskraði Viðar ítrekað „spacing“ á sína menn, klárlega ósáttur við það hvernig hans menn voru að nýta völlinn sóknarlega. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og hjálpuðum vörninni hjá Grindavík með því að spila svona ofboðslega þétt og náðum ekki að brjóta línurnar hjá þeim. En við lagfærðum það og gerðum vel. Helvíti þungt, Grindvíkingar gáfu mér og okkur ærlega á kjaftinn.“ Í seinni hálfleik heyrðist svo ansi oft öskrað af bekknum „it all starts with defence“. Vörn Hattar var allt önnur í seinni hálfleik og Grindvíkingum gekk mjög illa að komast að körfunni og boltanum ofan í hana. Hattarmenn náðu í raun allri stjórn á leiknum og Viðar taldi að líkurnar hefðu allar verið þeim megin í lokin. „Ætli líkurnar hafi ekki verið svona 97 - 3, okkur í vil. Það er nú bara svoleiðis með blessað lífið, það er ósanngjarnt og slær mann utan undir reglulega. Við verðum að taka því og við höldum áfram.“ Það er ekki ofsögum sagt hjá Viðari að lífið getur sannarlega verið ósanngjarnt, en Hattarsigur hefði alls ekki verið ósanngjarn í kvöld miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Þess í stað sitja þeir eftir með sárt ennið og fyrir utan úrslitakeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni.
Höttur Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira