„Við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. mars 2023 21:48 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Njarðvíkingar unnu ótrúlegan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld þar sem úrslitin réðust með risastórum þristi frá Raquel Laneiro. Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu í sókninni á undan þar sem þær köstuðu boltanum í hendurnar á Keflvíkingum og þurftu því að brjóta aftur, tveimur stigum undir. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann hefði ekki teiknað þetta nákvæmlega svona upp en leikmennirnir hefðu náð að útfæra lokasóknina frábærlega. „Sko. Nei. Ég ætlaði að fá þriggja stiga skot en við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu. Köstum boltanum frá okkur og leikurinn eiginlega farinn en áhorfendur hjálpuðu. Voru með læti í stúkunni sem setti pressu á Karinu sem klikkaði úr báðum vítunum. Frábærlega útfært hraðaupphlaup og góð sending á góðan skotmann sem setti stórt skot.“ Njarðvíkingar hittu ekki á góðan skotdag að þessu sinni, aðeins átta þristar ofan í í 31 skoti, sem gefur 25 prósent nýtingu. Rúnar sagði að hans konur gætu verið miklu agaðari í sínum sóknaraðgerðum en þegar þær náðu að búa til opin skot, þá rötuðu þau ofan í. „Mér fannst öll þriggjastigaskotin sem fóru ofan í það eru galopin skot, þar sem við erum að fara inn í teiginnn og erum að koma honum aftur út á galopna skotmenn til að grípa og skjóta. Rocky (Raquel Laneiro) var kannski með nokkra af driplinu í hraðaupphlaupum en við getum gert ennþá betur í að búa til galopin þriggjastiga skot.“ „Sóknaraðgerðirnar okkar geta verið miklu agaðari heilt yfir. Heilt yfir erum við alltof mikið að skoða og bara gera eitthvað og þá verðum við stundum svolítið ráðvilltar og erum ekki að finna réttu sendingarnar og þar fram eftir götunum. Þannig að ég er mjög ánægður með að vinna en mér finnst við eiga alveg fullt inni.“ Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í vetur gegn liðinu í efstu þremur sætunum. Sendir það ekki ákveðin skilaboð til hinna liðanna að Njarðvík sé að finna fjölina sína á lokaspretti deildarinnar? „Að sjálfsögðu en ég trúi samt mest að þetta hjálpi okkur. Hjálpi sjálfstraustinu okkar að taka svona leik og hvað þá með svona skoti á lokasekúndunn, það gefur manni mikið, sætur sigur. En ég er búinn að vita það allt tímabilið að við erum alveg á pari við þessi topp þrjú lið.“ „Við erum að verða aðeins rútíneraðri í þessu sem við erum að gera. Við eigum ennþá inni þar, varnarlega líka, þar þurfum við að stoppa í nokkur göt sem voru að koma upp í þessum leik líka. En heilt yfir erum við að taka stíganda og bara frá svona fimm leikjum síðan erum við orðið betra körfuboltalið og eigum eftir að verða betra körfuboltalið, og það er akkúrat árstíminn til þess núna.“ Nú er úrslitakeppnissætið tryggt og að sama skapi komast Njarðvíkingar ekki ofar í töfluna úr þessu. Eru þær að fara að spara sig í síðustu fjórum leikjunum? „Það koma leikir núna gegn ÍR og Breiðabliki. Það eru leikir þar sem við munum klárlega rótera meira en við gerðum í kvöld, þar sem við vorum í bara sjö manna róteringu. Svo eru tvær aðrar upphitanir fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum og Val. Við ætlum að sjálfsögðu að vera skynsöm, nýtt körfuboltamót byrjar í apríl og það ætlum við að vera með allar heilar, en þetta kemur bara í ljós, leik fyrir leik,“ sagði kampakátur Rúnar Ingi að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu í sókninni á undan þar sem þær köstuðu boltanum í hendurnar á Keflvíkingum og þurftu því að brjóta aftur, tveimur stigum undir. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann hefði ekki teiknað þetta nákvæmlega svona upp en leikmennirnir hefðu náð að útfæra lokasóknina frábærlega. „Sko. Nei. Ég ætlaði að fá þriggja stiga skot en við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu. Köstum boltanum frá okkur og leikurinn eiginlega farinn en áhorfendur hjálpuðu. Voru með læti í stúkunni sem setti pressu á Karinu sem klikkaði úr báðum vítunum. Frábærlega útfært hraðaupphlaup og góð sending á góðan skotmann sem setti stórt skot.“ Njarðvíkingar hittu ekki á góðan skotdag að þessu sinni, aðeins átta þristar ofan í í 31 skoti, sem gefur 25 prósent nýtingu. Rúnar sagði að hans konur gætu verið miklu agaðari í sínum sóknaraðgerðum en þegar þær náðu að búa til opin skot, þá rötuðu þau ofan í. „Mér fannst öll þriggjastigaskotin sem fóru ofan í það eru galopin skot, þar sem við erum að fara inn í teiginnn og erum að koma honum aftur út á galopna skotmenn til að grípa og skjóta. Rocky (Raquel Laneiro) var kannski með nokkra af driplinu í hraðaupphlaupum en við getum gert ennþá betur í að búa til galopin þriggjastiga skot.“ „Sóknaraðgerðirnar okkar geta verið miklu agaðari heilt yfir. Heilt yfir erum við alltof mikið að skoða og bara gera eitthvað og þá verðum við stundum svolítið ráðvilltar og erum ekki að finna réttu sendingarnar og þar fram eftir götunum. Þannig að ég er mjög ánægður með að vinna en mér finnst við eiga alveg fullt inni.“ Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í vetur gegn liðinu í efstu þremur sætunum. Sendir það ekki ákveðin skilaboð til hinna liðanna að Njarðvík sé að finna fjölina sína á lokaspretti deildarinnar? „Að sjálfsögðu en ég trúi samt mest að þetta hjálpi okkur. Hjálpi sjálfstraustinu okkar að taka svona leik og hvað þá með svona skoti á lokasekúndunn, það gefur manni mikið, sætur sigur. En ég er búinn að vita það allt tímabilið að við erum alveg á pari við þessi topp þrjú lið.“ „Við erum að verða aðeins rútíneraðri í þessu sem við erum að gera. Við eigum ennþá inni þar, varnarlega líka, þar þurfum við að stoppa í nokkur göt sem voru að koma upp í þessum leik líka. En heilt yfir erum við að taka stíganda og bara frá svona fimm leikjum síðan erum við orðið betra körfuboltalið og eigum eftir að verða betra körfuboltalið, og það er akkúrat árstíminn til þess núna.“ Nú er úrslitakeppnissætið tryggt og að sama skapi komast Njarðvíkingar ekki ofar í töfluna úr þessu. Eru þær að fara að spara sig í síðustu fjórum leikjunum? „Það koma leikir núna gegn ÍR og Breiðabliki. Það eru leikir þar sem við munum klárlega rótera meira en við gerðum í kvöld, þar sem við vorum í bara sjö manna róteringu. Svo eru tvær aðrar upphitanir fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum og Val. Við ætlum að sjálfsögðu að vera skynsöm, nýtt körfuboltamót byrjar í apríl og það ætlum við að vera með allar heilar, en þetta kemur bara í ljós, leik fyrir leik,“ sagði kampakátur Rúnar Ingi að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55