Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 07:13 ISW segir liðsmenn Wagner nú gjalda fyrir yfirlýsingar og pólitískan metnað Prigozhin. Getty/Mikhail Svetlov Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. Rússneska varnarmálaráðuneytið sé mögulega viljandi að halda að sér höndum og leyfa liðsmönnum Wagner að falla á vígvellinum í Bakhmut. Eftir að hafa neitað því árum saman að hafa nokkuð með Wagner að gera steig Prigozhin fram í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðurkenndi að hafa stofnað hópinn og fara fyrir honum. Þá var hann miskunarlaus í gangrýni sinni á hermálayfirvöld í Rússlandi, meðal annars varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu og hershöfðingjann Valery Gerasimov. Orðrómur fór á kreik um pólitískan metnað Prigozhin, sem hefur einnig vakið reiði í Moskvu fyrir að eigna sveitum sínum allan góðan árangur Rússa í Úkraínu. Hann hefur meðal annars sagt Wagner liða standa nær eina í baráttunni um Bakhmut og gagnrýnt hermálayfirvöld í Rússlandi harðlega fyrir að sjá sér ekki fyrir skotfærum. NEW: Tonight's #Ukraine update establishes a comprehensive timeline of the rivalry between #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the #Russian Ministry of Defense (MoD), which likely reached a boiling point over #Bakhmut. w/ @criticalthreats https://t.co/UpUF3CUtkG pic.twitter.com/ItWvbZ2osz— ISW (@TheStudyofWar) March 13, 2023 ISW segir að nú þegar sóknin í Bakhmut virðist hafa staðnað hafi ráðamenn í Moskvu séð sér leik á borði og séu að leyfa bæði vel þjálfuðum sveitum Wagner og þeim liðsmönnum sem sóttir voru í fangelsi Rússlands að deyja á vígvellinum, til að grafa undan Prigozhin. Hugveitan telur að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi orðið var um sig gagnvart Prigozhin í október síðastliðnum. Hann hafi komið í veg fyrir beinar árásir herforingja sinna á Prigozhin en sé nú búinn að gefa grænt ljós á að herinn nái aftur vopnum sínum, ef svo má að orði komast. Úkraínuher segist hafa hrundið 102 árásum Rússa síðasta sólarhringinn en innrásarliðið hefur verið í sókn í fimm héruðum í landinu. Herráð Úkraínu segir Rússa hafa gert þrjár flugskeytaárásir, þar á meðal á borgaralega innviði í Solvyansk, átta loftárásir og 49 eldflaugaárásir. Þá hafa rússneskar hersveitir sótt fram í Kupyansk og Lymansk og reynt að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, meðal annars með stórskotaliðsárásum og sókn fótgönguliða. Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi fullyrti Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að yfir þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum og um 1.500 séu særðir eftir átök vikunnar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Rússneska varnarmálaráðuneytið sé mögulega viljandi að halda að sér höndum og leyfa liðsmönnum Wagner að falla á vígvellinum í Bakhmut. Eftir að hafa neitað því árum saman að hafa nokkuð með Wagner að gera steig Prigozhin fram í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðurkenndi að hafa stofnað hópinn og fara fyrir honum. Þá var hann miskunarlaus í gangrýni sinni á hermálayfirvöld í Rússlandi, meðal annars varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu og hershöfðingjann Valery Gerasimov. Orðrómur fór á kreik um pólitískan metnað Prigozhin, sem hefur einnig vakið reiði í Moskvu fyrir að eigna sveitum sínum allan góðan árangur Rússa í Úkraínu. Hann hefur meðal annars sagt Wagner liða standa nær eina í baráttunni um Bakhmut og gagnrýnt hermálayfirvöld í Rússlandi harðlega fyrir að sjá sér ekki fyrir skotfærum. NEW: Tonight's #Ukraine update establishes a comprehensive timeline of the rivalry between #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the #Russian Ministry of Defense (MoD), which likely reached a boiling point over #Bakhmut. w/ @criticalthreats https://t.co/UpUF3CUtkG pic.twitter.com/ItWvbZ2osz— ISW (@TheStudyofWar) March 13, 2023 ISW segir að nú þegar sóknin í Bakhmut virðist hafa staðnað hafi ráðamenn í Moskvu séð sér leik á borði og séu að leyfa bæði vel þjálfuðum sveitum Wagner og þeim liðsmönnum sem sóttir voru í fangelsi Rússlands að deyja á vígvellinum, til að grafa undan Prigozhin. Hugveitan telur að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi orðið var um sig gagnvart Prigozhin í október síðastliðnum. Hann hafi komið í veg fyrir beinar árásir herforingja sinna á Prigozhin en sé nú búinn að gefa grænt ljós á að herinn nái aftur vopnum sínum, ef svo má að orði komast. Úkraínuher segist hafa hrundið 102 árásum Rússa síðasta sólarhringinn en innrásarliðið hefur verið í sókn í fimm héruðum í landinu. Herráð Úkraínu segir Rússa hafa gert þrjár flugskeytaárásir, þar á meðal á borgaralega innviði í Solvyansk, átta loftárásir og 49 eldflaugaárásir. Þá hafa rússneskar hersveitir sótt fram í Kupyansk og Lymansk og reynt að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, meðal annars með stórskotaliðsárásum og sókn fótgönguliða. Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi fullyrti Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að yfir þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum og um 1.500 séu særðir eftir átök vikunnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira