Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2023 11:09 Xi Jinping, er talinn einn valdamesti leiðtogi Kína um árabil. AP/Andy Wong Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. Þetta sagði Xi á fundi hjá æðstu mönnum Kommúnistaflokks Kína í morgun. Xi er valdamesti leiðtogi Kína um árabil en hann veitti sjálfum sér nýverið þriðja fimm ára kjörtímabilið sem framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Kína. Hingað til hafa leiðtogar ekki fengið fleiri en tvö kjörtímabil en Xi þykir líklegur til að stjórna Kína eins lengi og honum sýnist. Kínverskir erindrekar miðluðu mála milli yfirvalda í Sádi-Arabíu og Íran en eftir viðræður var tilkynnt í síðustu viku að ríkin ætluðu að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Xi mun hafa tekið virkan þátt í þeim viðræðum en hann tók á móti forseta Írans í Peking í síðasta mánuði og ferðaðist til Sádi-Arabíu í desember. Samkomulagið þykir pólitískur sigur fyrir Kína en ráðamenn í Mið-Austurlöndum telja Bandaríkjamenn vera að draga úr aðkomu þeirra að málefnum svæðisins. Íranar og Sádar hafa um árabil eldað grátt silfur saman. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Kína sé orðinn langstærsti kaupandi olíu og jarðgass frá Mið-Austurlöndum, samhliða því að Bandaríkin hafa aukið eigin framleiðslu og hefur ríkið verið gert mun minna háð Mið-Austurlöndum. Mikil spenna milli stórvelda Mikil spenna ríkir milli Kína og Bandaríkjanna um þessar mundir. Þær má að miklu leyti rekja til þess að Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum ríkja eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Þar hafa Kínverjar gert eyjur úr rifum og byggt herstöðvar á þessum eyjum og komið þar fyrir vopnum og hermönnum. Sjá einnig: Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Spennuna má einnig rekja til málefna Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína hafa sakað Bandaríkin um að „halda aftur af“ framþróun Kína. Bandaríkjamenn og aðrir á Vesturlöndum hafa miklar áhyggjur af því að Xi ætli að aðstoða Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu. Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa rætt sín á milli um að senda Rússum vopn og skotfæri, sem þá skortir. Sjá einnig: Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Kínverjar hafa hingað til ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu til að mynda hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fregnir bárust svo af því fyrr á árinu að Xi ætlaði í heimsókn til Moskvu og var talið að af henni yrði í apríl eða í maí. Nú segir Reuters að Xi muni mögulega fara til Rússlands í næstu viku. Þar muni Xi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en þeir hafa áður hist 39 sinnum. Suður-Kínahaf Kína Sádi-Arabía Íran Bandaríkin Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Þetta sagði Xi á fundi hjá æðstu mönnum Kommúnistaflokks Kína í morgun. Xi er valdamesti leiðtogi Kína um árabil en hann veitti sjálfum sér nýverið þriðja fimm ára kjörtímabilið sem framkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Kína. Hingað til hafa leiðtogar ekki fengið fleiri en tvö kjörtímabil en Xi þykir líklegur til að stjórna Kína eins lengi og honum sýnist. Kínverskir erindrekar miðluðu mála milli yfirvalda í Sádi-Arabíu og Íran en eftir viðræður var tilkynnt í síðustu viku að ríkin ætluðu að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Xi mun hafa tekið virkan þátt í þeim viðræðum en hann tók á móti forseta Írans í Peking í síðasta mánuði og ferðaðist til Sádi-Arabíu í desember. Samkomulagið þykir pólitískur sigur fyrir Kína en ráðamenn í Mið-Austurlöndum telja Bandaríkjamenn vera að draga úr aðkomu þeirra að málefnum svæðisins. Íranar og Sádar hafa um árabil eldað grátt silfur saman. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Kína sé orðinn langstærsti kaupandi olíu og jarðgass frá Mið-Austurlöndum, samhliða því að Bandaríkin hafa aukið eigin framleiðslu og hefur ríkið verið gert mun minna háð Mið-Austurlöndum. Mikil spenna milli stórvelda Mikil spenna ríkir milli Kína og Bandaríkjanna um þessar mundir. Þær má að miklu leyti rekja til þess að Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum ríkja eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Þar hafa Kínverjar gert eyjur úr rifum og byggt herstöðvar á þessum eyjum og komið þar fyrir vopnum og hermönnum. Sjá einnig: Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Spennuna má einnig rekja til málefna Taívans, sem Kínverjar gera tilkall til. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína hafa sakað Bandaríkin um að „halda aftur af“ framþróun Kína. Bandaríkjamenn og aðrir á Vesturlöndum hafa miklar áhyggjur af því að Xi ætli að aðstoða Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu. Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa rætt sín á milli um að senda Rússum vopn og skotfæri, sem þá skortir. Sjá einnig: Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Kínverjar hafa hingað til ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu til að mynda hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fregnir bárust svo af því fyrr á árinu að Xi ætlaði í heimsókn til Moskvu og var talið að af henni yrði í apríl eða í maí. Nú segir Reuters að Xi muni mögulega fara til Rússlands í næstu viku. Þar muni Xi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en þeir hafa áður hist 39 sinnum.
Suður-Kínahaf Kína Sádi-Arabía Íran Bandaríkin Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira