Ellert: Núna þurfa allir í KR að fara í naflaskoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2023 13:01 Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR, ræddi við Stöð 2 um stöðuna á körfuknattleiksdeildinni í Vesturbænum. S2 Sport KR er fallið úr Subway-deildinni þrátt fyrir að enn sé eftir þrjár umferðir af deildinni. Í fyrsta sinn í 62 ár mun KR ekki vera í efstu deild körfuboltans og það aðeins fjórum árum eftir að KR varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð. Formaður Körfuknattleiksdeildar KR segir að deildin sé nú í stefnumótun til framtíðar og þar sem ekki bara verið að hugsa til næstu tveggja ára. KR ætli að koma strax upp aftur og endurheimta sæti sitt meðal bestu körfuboltaliða landsins. „Þetta var búið að liggja aðeins í loftinu og orðin svolítið mikil brekka. Þegar maður er farinn að treysta á önnur lið þá veit maður aldrei enda ekki með þetta lengur í hendi sér. Vissulega var þetta síðasti naglinn í þessa efstu deildar líkkistu,“ sagði Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Brottfallið mjög mikið og mjög hratt „Þetta er mikil áfall í sjálfu sér en það er enginn leikmaður eftir úr 2019 liðinu enn þá með okkur. Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég var sjálfur í 2007 og 2009 liðunum. Ótrúlegt þá voru ansi margir leikmenn enn spilandi árið 2019 sem voru í þeim liðum. Svo verður brottfallið mjög mikið og mjög hratt,“ sagði Ellert. „Ég vissi það fyrir þetta tímabil að við værum að fara í uppbyggingarvinnu en mér óraði að vísu ekki fyrir því að við færum niður. Við látum þetta ekki skilgreina okkur og þetta endurspeglar bara hvernig liðið er akkúrat í dag. Núna þurfa allir að fara í naflaskoðun, allt frá mér og stjórninni niður í þjálfara og leikmenn. Teikna upp plan fyrir næstu ár sem felur í sér snertilendingu í fyrstu deild og svo aftur upp. Við ætlum að koma félaginu aftur í efstu röð sem fyrst,“ sagði Ellert. Klippa: Viðtal við Ellert formann hjá KR Hræðist ekki að festast í 1. deildinni Hversu mikilvægt er að fara beint upp og hræðist Ellert að festast í fyrstu deildinni? „Í fyrsta lagi er maður ekki náð að melta þetta mjög lengi en í öðru lagi er það ekki hugsun sem hefur skotið upp í kollinum hjá okkur. Við ætlum okkur bara beint upp aftur og ég get ekki sagt að við hræðumst það endilega. Þessi vinna sem ég nefni, er svo sem farin af stað og þessi stefnumótun til framtíðar hjá okkur. Hún er ekki bara fyrir næsta ár og þar næsta. Þetta er stærra en tveggja ára plan og við þurfum að hugsa þetta í stærra samhengi,“ sagði Ellert. „Allt frá því hvernig við höldum utan um afreksstarfið, yfir í yngri flokkana og aðstöðuna. Það eru ýmsir hlutir að taka breytingum á KR-svæðinu á næstu árum. Allt sem miðar að því að koma okkur aftur í fremstu röð sem allra fyrst,“ sagði Ellert. Af hverju missti KR alla þessa leikmenn? En af hverju er félagið að missa alla þessa leikmenn? Af hverju hefur verið svona erfitt að halda í leikmenn KR síðustu ár? „Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fjandi gamlir. Þessi 1982 árgangur tórði nú ansi lengi. Ég skal ekki segja. Ég held að það sé aðallega af því að menn hafi verið að hætta í körfubolta. Svo gerist það líka að við erum með ákveðna aðila sem við viljum fá til liðs við okkur en svo fara þeir erlendis. Púslin raðast ekki upp fyrir þetta tímabil og við förum inn í það með mjög ungan kjarna,“ sagði Ellert. „Mjög efnilega og flotta leikmenn en við hefðum mátt vera heppnari að fá með þeim reynslumeiri og sterkari erlenda leikmenn með til að ná að búa einhverja alvöru heildarmynd á liðið. Við reyndum að gera þó nokkrar breytingar á miðju tímabili en náðum aldrei að láta þessa passa alveg saman,“ sagði Ellert. Við sem stjórn berum ábyrgð í því En hver ber ábyrgð á því að það gekk svona illa að fá öfluga erlenda leikmenn til KR-liðsins. „Við sem stjórn berum ábyrgð í því. Þetta er bara stjórn, þjálfari og leikmenn. Það þurfa allir að líta í eigin barm og spyrna í til þess að koma þessari endurkomu af stað. Þetta var að einhverju leiti óheppni og að einhverju leiti reynsluleysi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það voru margir samverkandi þættir sem skila okkur þessari niðurstöðu í ár,“ sagði Ellert. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Subway-deild karla KR Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Formaður Körfuknattleiksdeildar KR segir að deildin sé nú í stefnumótun til framtíðar og þar sem ekki bara verið að hugsa til næstu tveggja ára. KR ætli að koma strax upp aftur og endurheimta sæti sitt meðal bestu körfuboltaliða landsins. „Þetta var búið að liggja aðeins í loftinu og orðin svolítið mikil brekka. Þegar maður er farinn að treysta á önnur lið þá veit maður aldrei enda ekki með þetta lengur í hendi sér. Vissulega var þetta síðasti naglinn í þessa efstu deildar líkkistu,“ sagði Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Brottfallið mjög mikið og mjög hratt „Þetta er mikil áfall í sjálfu sér en það er enginn leikmaður eftir úr 2019 liðinu enn þá með okkur. Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég var sjálfur í 2007 og 2009 liðunum. Ótrúlegt þá voru ansi margir leikmenn enn spilandi árið 2019 sem voru í þeim liðum. Svo verður brottfallið mjög mikið og mjög hratt,“ sagði Ellert. „Ég vissi það fyrir þetta tímabil að við værum að fara í uppbyggingarvinnu en mér óraði að vísu ekki fyrir því að við færum niður. Við látum þetta ekki skilgreina okkur og þetta endurspeglar bara hvernig liðið er akkúrat í dag. Núna þurfa allir að fara í naflaskoðun, allt frá mér og stjórninni niður í þjálfara og leikmenn. Teikna upp plan fyrir næstu ár sem felur í sér snertilendingu í fyrstu deild og svo aftur upp. Við ætlum að koma félaginu aftur í efstu röð sem fyrst,“ sagði Ellert. Klippa: Viðtal við Ellert formann hjá KR Hræðist ekki að festast í 1. deildinni Hversu mikilvægt er að fara beint upp og hræðist Ellert að festast í fyrstu deildinni? „Í fyrsta lagi er maður ekki náð að melta þetta mjög lengi en í öðru lagi er það ekki hugsun sem hefur skotið upp í kollinum hjá okkur. Við ætlum okkur bara beint upp aftur og ég get ekki sagt að við hræðumst það endilega. Þessi vinna sem ég nefni, er svo sem farin af stað og þessi stefnumótun til framtíðar hjá okkur. Hún er ekki bara fyrir næsta ár og þar næsta. Þetta er stærra en tveggja ára plan og við þurfum að hugsa þetta í stærra samhengi,“ sagði Ellert. „Allt frá því hvernig við höldum utan um afreksstarfið, yfir í yngri flokkana og aðstöðuna. Það eru ýmsir hlutir að taka breytingum á KR-svæðinu á næstu árum. Allt sem miðar að því að koma okkur aftur í fremstu röð sem allra fyrst,“ sagði Ellert. Af hverju missti KR alla þessa leikmenn? En af hverju er félagið að missa alla þessa leikmenn? Af hverju hefur verið svona erfitt að halda í leikmenn KR síðustu ár? „Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fjandi gamlir. Þessi 1982 árgangur tórði nú ansi lengi. Ég skal ekki segja. Ég held að það sé aðallega af því að menn hafi verið að hætta í körfubolta. Svo gerist það líka að við erum með ákveðna aðila sem við viljum fá til liðs við okkur en svo fara þeir erlendis. Púslin raðast ekki upp fyrir þetta tímabil og við förum inn í það með mjög ungan kjarna,“ sagði Ellert. „Mjög efnilega og flotta leikmenn en við hefðum mátt vera heppnari að fá með þeim reynslumeiri og sterkari erlenda leikmenn með til að ná að búa einhverja alvöru heildarmynd á liðið. Við reyndum að gera þó nokkrar breytingar á miðju tímabili en náðum aldrei að láta þessa passa alveg saman,“ sagði Ellert. Við sem stjórn berum ábyrgð í því En hver ber ábyrgð á því að það gekk svona illa að fá öfluga erlenda leikmenn til KR-liðsins. „Við sem stjórn berum ábyrgð í því. Þetta er bara stjórn, þjálfari og leikmenn. Það þurfa allir að líta í eigin barm og spyrna í til þess að koma þessari endurkomu af stað. Þetta var að einhverju leiti óheppni og að einhverju leiti reynsluleysi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það voru margir samverkandi þættir sem skila okkur þessari niðurstöðu í ár,“ sagði Ellert. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Subway-deild karla KR Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira