Kjósendur styðja forseta sem ætlar að brjóta gegn stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 07:01 Naib Bukele, forseti El Salvador, hefur varið ákvörðun sína um að bjóða sig fram til endurkjörs með því að benda á að þróuð ríki leyfi forsetum að sitja fleira en eitt kjörtímabil í röð. Þau ríki hafa þau ekki stjórnarskrárbundið bann við því að forseti sitji lengur en eitt kjörtímabil, ólíkt heimalandi hans. Vísir/EPA Hátt í sjötíu prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun styðja Nayib Bukele, forseta El Salvador, til endurkjörs þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um að forseti geti ekki setið fleiri en eitt kjörtímabil í einu. Bukele ætlar að bjóða sig fram engu að síður. El Salvador hefur hneigst í valdboðsátt eftir að Bukele varð forseti landsins árið 2019. Hann hefur stýrt landinu eftir neyðarlögum í tæpt ár sem hann réttlætir með stríði sínu gegn skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Tugir þúsunda ungra karlamanna hafa verið handteknir á þeim tíma en á grundvelli neyðarlaganna eru grunaðir menn sviptir ýmsum borgararéttindum. Bukele tilkynnti í september að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins leggi blátt bann við því að forseti sitji lengur en eitt fimm ára kjörtímabil í einu. Mannréttindasamtök og Bandaríkjastjórn eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt ákvörðun hans og segja hana sýna að lýðræði fari hnignandi í Mið-Ameríkuríkinu. Hæstiréttur landsins, sem er skipaður dómurum sem Bukele valdi, komst að þeirri niðurstöðu að það væru mannréttindi hans að bjóða sig fram aftur. Skoðanakönnun dagblaðsins La Prensa Gráfica bendir til þess að hópur kjósenda sé til í að kjósa Bukele aftur jafnvel þó að þeir telji að stjórnarskráin leyfi honum það ekki. Aðeins þrettán prósent svarenda voru andvíg því að Bukele yrði endurkjörinn en 68 prósent fylgjandi, að því er kemur fram í frétt Reuters. El Salvador Tengdar fréttir Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
El Salvador hefur hneigst í valdboðsátt eftir að Bukele varð forseti landsins árið 2019. Hann hefur stýrt landinu eftir neyðarlögum í tæpt ár sem hann réttlætir með stríði sínu gegn skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Tugir þúsunda ungra karlamanna hafa verið handteknir á þeim tíma en á grundvelli neyðarlaganna eru grunaðir menn sviptir ýmsum borgararéttindum. Bukele tilkynnti í september að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins leggi blátt bann við því að forseti sitji lengur en eitt fimm ára kjörtímabil í einu. Mannréttindasamtök og Bandaríkjastjórn eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt ákvörðun hans og segja hana sýna að lýðræði fari hnignandi í Mið-Ameríkuríkinu. Hæstiréttur landsins, sem er skipaður dómurum sem Bukele valdi, komst að þeirri niðurstöðu að það væru mannréttindi hans að bjóða sig fram aftur. Skoðanakönnun dagblaðsins La Prensa Gráfica bendir til þess að hópur kjósenda sé til í að kjósa Bukele aftur jafnvel þó að þeir telji að stjórnarskráin leyfi honum það ekki. Aðeins þrettán prósent svarenda voru andvíg því að Bukele yrði endurkjörinn en 68 prósent fylgjandi, að því er kemur fram í frétt Reuters.
El Salvador Tengdar fréttir Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09
Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44