Í nýlegri umfjöllun FastCompany eru upptalin fjögur atriði sem sögð eru vísbendingar um að sú hæfni sem fólk lætur í veðri vaka að það búi yfir, sé í raun ekki til staðar. Samkvæmt rannsóknum.
Þessi fjögur atriði eru:
1. Hafa mikla þörf fyrir að vera „einhver“
Eitt einkenna er sagt vera það að einstaklingar sem hafa mjög mikla þörf fyrir því að vera á einhverjum stalli, eða vera eitthvað númer eins og oft er sagt, séu oft einstaklingar sem fremur búa yfir sjálfstraust en hæfni til þess að gegna þeim störfum sem þeim er þó oft treyst fyrir.
Þessir aðilar vilja að tekið sé eftir þeim og það skiptir þessa einstaklinga miklu máli að öðru fólki finnist mikið til þeirra koma.
Með öðrum orðum: Þessir einstaklingar slá oft um sig.
2. Ýkja árangur sinn og getu
Annað einkenni er sagt vera það að þessir einstaklingar eru gjarnir á að ýkja árangur sinn og frammistöðu.
Þessar ýkjur geta komið fram í samtölum, á ferilskrá og í atvinnuviðtölum svo dæmi séu tekin.
3. Eru sjálfhverfir
Þá er þetta fólk sagt vera sjálfhverft sem einstaklingar. Í umræddri grein er vísað til rannsókna þar sem niðurstöður sýna að besta leiðin til að plata annað fólk, sé í rauninni að plata sjálfan sig.
Með öðrum orðum: Þessir einstaklingar ofmeta sjálfan sig og sína eigin getu.
4. Eru forréttindasinnar
Þessir einstaklingar vilja njóta forréttinda og líta svo á að forréttindi séu hluti af því að undirstrika mikilvægi þeirra og stöðu.
Þessir einstaklingar eiga það því til að líta ekki á sjálfan sig sem hluta af teymi, heldur frekar það að þeir séu yfir aðra hafna.
Alls kyns þættir gera það hins vegar að verkum að oft komast þessir einstaklingar mjög langt áfram og þá jafnvel karlmenn umfram konur. Því oft eru karlmenn sem eru með mikið sjálfstraust metnir sem mjög hæfir einstaklingar, á meðan konur sem eru með mikið sjálfstraust eru frekar álitnar mjög metnaðarfullar en hæfar.