Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. mars 2023 14:00 Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttu útinámi í skólanum. Aðsend Það stendur mikið til í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit í komandi viku því á þriðjudaginn verður haldið Umhverfis-og lýðheilsuþing og þá er von á ellefu erlendum gestum í heimsókn vegna Erasmus verkefnis, sem skólinn tekur þátt í. Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Nú er verið að undirbúa á fullum krafti umhverfis- og lýðheilsuþing í skólanum, sem fer fram þriðjudaginn 21. mars þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir sitja þingið og hlusta á fróðleg erindi. Birna Davíðsdóttir er skólastjóri skólans. „Núna er áherslan á landgræðslu og svo sóun en það verður kynnt könnun frá krökkunum en þau gerðu úttekt á fataeign og hversu mikið þau nota af fötunum sínum og hvað verður um fötin. Og svo ætla þau líka að segja frá uppgræðsluverkefni, sem þau tóku þátt í þegar skriðurnar féllu í Björgum út í Útkinn, það er búið að koma á uppgræðsluverkefni þar,” segir Birna. En talandi um fötin, hver er niðurstaða krakkanna í því máli? „Niðurstaðan er sú að við eigum allt of mikið af fötum og kannski þyrftum við að eiga minna og nota meira það sem við eigum, það er ansi mikið af fötum til í fataskápunum okkar.” Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, sem er á fullu þessa dagana að undirbúa umhverfis- og lýðheilsuþingið, auk heimsóknar erlendu gestanna í lok mánaðarins.Aðsend Stórutjarnaskóli er þátttakandi í Erasmus verkefni um stærðfræði og vísindi og á von á nokkrum erlendum gestum í heimsókn vegna verkefnisins. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Aðsend „Reyndin er að erlendir skólar í þessum Erasmus verkefnum vilja helst hafa íslenska skóla með sér þar sem Ísland er mjög áhugavert land. Við erum að fá ellefu erlenda gesti frá Eistlandi, Ítalíu og Frakklandi til okkar síðustu vikuna í mars og þeir verða hér og fylgjast með starfinu okkar og svo förum við með þau út í sveitirnar,” segir Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Dagskrá þingsins þriðjudaginn 21. mars.Aðsend Þingeyjarsveit Skóla - og menntamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Nú er verið að undirbúa á fullum krafti umhverfis- og lýðheilsuþing í skólanum, sem fer fram þriðjudaginn 21. mars þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir sitja þingið og hlusta á fróðleg erindi. Birna Davíðsdóttir er skólastjóri skólans. „Núna er áherslan á landgræðslu og svo sóun en það verður kynnt könnun frá krökkunum en þau gerðu úttekt á fataeign og hversu mikið þau nota af fötunum sínum og hvað verður um fötin. Og svo ætla þau líka að segja frá uppgræðsluverkefni, sem þau tóku þátt í þegar skriðurnar féllu í Björgum út í Útkinn, það er búið að koma á uppgræðsluverkefni þar,” segir Birna. En talandi um fötin, hver er niðurstaða krakkanna í því máli? „Niðurstaðan er sú að við eigum allt of mikið af fötum og kannski þyrftum við að eiga minna og nota meira það sem við eigum, það er ansi mikið af fötum til í fataskápunum okkar.” Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, sem er á fullu þessa dagana að undirbúa umhverfis- og lýðheilsuþingið, auk heimsóknar erlendu gestanna í lok mánaðarins.Aðsend Stórutjarnaskóli er þátttakandi í Erasmus verkefni um stærðfræði og vísindi og á von á nokkrum erlendum gestum í heimsókn vegna verkefnisins. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Aðsend „Reyndin er að erlendir skólar í þessum Erasmus verkefnum vilja helst hafa íslenska skóla með sér þar sem Ísland er mjög áhugavert land. Við erum að fá ellefu erlenda gesti frá Eistlandi, Ítalíu og Frakklandi til okkar síðustu vikuna í mars og þeir verða hér og fylgjast með starfinu okkar og svo förum við með þau út í sveitirnar,” segir Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Dagskrá þingsins þriðjudaginn 21. mars.Aðsend
Þingeyjarsveit Skóla - og menntamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira