Í fjögur ár með skemmt eista Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar 21. mars 2023 08:00 Árið er 1996. Ég bý í Bandaríkjunum, er í námi og stunda knattspyrnu. Ég fæ gríðarmikið högg í punginn þegar bolta er spyrnt af öllu afli í mig úr návígi. Þetta er óhapp. Þau gerast. Sama kvöld pissa ég blóði. Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Í þvaginu er allt í rugli. Hvít blóðkorn í alltof miklu magni og fleira til. Ég fæ lyf. Mér er sagt að koma aftur að viku liðinni. Sem ég geri. Ég pissa aftur í glas. Allt miklu betra en samt ekki 100%. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins. Kynlífið er skrítið. Það er skrítið að setjast niður. Það er skrítið að koma við annað eistað – það er viðkvæmt. Smátt og smátt myndast einhverskonar þykkildi á eistanu. Síðan líða fjögur ár. Í fjögur ár er ég daglega minntur á að það er ekki allt í lagi þarna niðri. Helmingur eistans er þakinn einhverju sem á ekki að vera þarna. Samt geri ég ekki neitt. „Æ þetta er bara vesen. Þetta eru bara óþarfar áhyggjur. Ég veit að þetta er bara eitthvað sem líður hjá. Það er bara þannig. Og jafnvel ef eitthvað er að þá er það bara ennþá meira vesen fyrir fjölskylduna. Þau munu hafa áhyggjur og þeim mun líða illa yfir þessu. Nei það er best bara að þegja. Þetta fer bara á endanum. Pottþétt! Ég veit það!“ Á Valentínusardaginn árið 2000 sest ég niður í sófa en sprett á fætur. Fjögurra ára dóttir mín hlýtur að hafa skilið eitthvað oddhvasst eftir í sófanum. Nei, það er ekki neitt þarna – þetta er eistað enn á ný. Ég hringi í lækni og fæ tíma strax daginn eftir. Annar læknir daginn þar á eftir. Ómskoðun. Læknirinn segir að þetta sé krabbamein og hann hafi séð svona margoft. Leggur til að fjarlægja eistað. Ég leita skoðunar hjá öðrum sérfræðingi. Og svo hjá þeim þriðja, dr. Lawrence Einhorn, sem segir orðrétt eftir langt samtal: „Þú ert með tvö eistu, eitt dugar. Ekki taka áhættuna. Láttu taka eistað.“ Eistað er svo fjarlægt nokkrum dögum síðar. Svo kemur biðin - er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja..........? Þremur vikum síðar er eistað farið og ég kominn á veg enduruppbyggingar á líkama og sál. Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin. Ég var heppinn, stálheppinn, að það kæmi ekki í bakið á mér að bíða svona lengi. Í raun beið ég svo lengi að það er eiginlega bara frábær og einstök saga í sjálfu sér að ég get skrifað þennan pistil til ykkar í dag. Við karlmenn erum því miður oft of seinir til verka þegar kemur að okkar eigin heilsu. Þar liggur margt að baki og hjá mér var það kvíði og hræðsla við hið óþekkta. Það var auðveldara að stinga höfðinu í sandinn og vona að „vesenið“ færi af sjálfu sér. Sem það að sjálfsögðu gerði ekki! Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi. Ekki humma fram af þér heilsuna! Þekktu einkennin! Höfundur er starfsmaður Krabbameinsfélagsins og laus við krabbamein í eista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Árið er 1996. Ég bý í Bandaríkjunum, er í námi og stunda knattspyrnu. Ég fæ gríðarmikið högg í punginn þegar bolta er spyrnt af öllu afli í mig úr návígi. Þetta er óhapp. Þau gerast. Sama kvöld pissa ég blóði. Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Í þvaginu er allt í rugli. Hvít blóðkorn í alltof miklu magni og fleira til. Ég fæ lyf. Mér er sagt að koma aftur að viku liðinni. Sem ég geri. Ég pissa aftur í glas. Allt miklu betra en samt ekki 100%. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins. Kynlífið er skrítið. Það er skrítið að setjast niður. Það er skrítið að koma við annað eistað – það er viðkvæmt. Smátt og smátt myndast einhverskonar þykkildi á eistanu. Síðan líða fjögur ár. Í fjögur ár er ég daglega minntur á að það er ekki allt í lagi þarna niðri. Helmingur eistans er þakinn einhverju sem á ekki að vera þarna. Samt geri ég ekki neitt. „Æ þetta er bara vesen. Þetta eru bara óþarfar áhyggjur. Ég veit að þetta er bara eitthvað sem líður hjá. Það er bara þannig. Og jafnvel ef eitthvað er að þá er það bara ennþá meira vesen fyrir fjölskylduna. Þau munu hafa áhyggjur og þeim mun líða illa yfir þessu. Nei það er best bara að þegja. Þetta fer bara á endanum. Pottþétt! Ég veit það!“ Á Valentínusardaginn árið 2000 sest ég niður í sófa en sprett á fætur. Fjögurra ára dóttir mín hlýtur að hafa skilið eitthvað oddhvasst eftir í sófanum. Nei, það er ekki neitt þarna – þetta er eistað enn á ný. Ég hringi í lækni og fæ tíma strax daginn eftir. Annar læknir daginn þar á eftir. Ómskoðun. Læknirinn segir að þetta sé krabbamein og hann hafi séð svona margoft. Leggur til að fjarlægja eistað. Ég leita skoðunar hjá öðrum sérfræðingi. Og svo hjá þeim þriðja, dr. Lawrence Einhorn, sem segir orðrétt eftir langt samtal: „Þú ert með tvö eistu, eitt dugar. Ekki taka áhættuna. Láttu taka eistað.“ Eistað er svo fjarlægt nokkrum dögum síðar. Svo kemur biðin - er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja..........? Þremur vikum síðar er eistað farið og ég kominn á veg enduruppbyggingar á líkama og sál. Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin. Ég var heppinn, stálheppinn, að það kæmi ekki í bakið á mér að bíða svona lengi. Í raun beið ég svo lengi að það er eiginlega bara frábær og einstök saga í sjálfu sér að ég get skrifað þennan pistil til ykkar í dag. Við karlmenn erum því miður oft of seinir til verka þegar kemur að okkar eigin heilsu. Þar liggur margt að baki og hjá mér var það kvíði og hræðsla við hið óþekkta. Það var auðveldara að stinga höfðinu í sandinn og vona að „vesenið“ færi af sjálfu sér. Sem það að sjálfsögðu gerði ekki! Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi. Ekki humma fram af þér heilsuna! Þekktu einkennin! Höfundur er starfsmaður Krabbameinsfélagsins og laus við krabbamein í eista.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun