Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 23:46 Þessar myndir eru úr öryggismyndavélum verslunar, þar sem maðurinn var sakaður um að hafa stolið mýflugnafælu árið 2019. Lögreglan í Svíþjóð Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. Greint var frá því á laugadag að karlmaður hefði verið handtekinn eftir að lík konu fannst niðurhlutað í frystikistu heima hjá honum. Hann hefur nú verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Líkið sem um ræðir er af sambýliskonu mannsins, sem saknað hafði verið frá árinu 2018. Stefan Liliebäck, verjandi hans, segir í samtali við norska fréttamiðilinn NRK að maðurinn hafi játað vanvirðandi meðferð á líkinu en neiti staðfastlega að hafa myrt hana. Hann hafi sagt yfirheyrendum hvernig konan lést og hvernig það hafi komið til að lík hennar endaði sundurhlutað í frystikistunni. Liliebäck segist þó ekki geta greint nánar frá útskýringum hans. Afbrotaferill nær aftur til níunda áratugarins Maðurinn, sem er á sextugsaldri, á að baki langan og fjölbreyttan afbrotaferil sem nær aftur til níunda áratugar síðustu aldar. NRK hefur komist yfir fjölda dóma yfir manninum. Þeir alvarlegustu eru frá tíunda áratugnum, þegar maðurinn var sakfelldur fyrir tvær nauðganir og eina tilraun til nauðgunar. Í öðru tilfellinu sagði kona að maðurinn hefði nauðgað sér við vegkant eftir að berað sig fyrir henni. Seinni nauðgunina, sem maðirinn var sakfelldur fyrir, framdi hann gegn konu á níræðisaldri. Hún sagði á sínum tíma að hann hefði ruðst inn í svefnherbergi hennar, haldið púða yfir vitum hennar og nauðgað henni. Hún hafi óttast um líf sitt þar sem hann hafi verið stór og ægisterkur. Þá segir í frétt NRK að maðurinn hafi verið nauðungarvistaður á viðeigandi stofnun vegna geðrænna vandamála eftir að hafa ítrekað berað sig fyrir fólki. Þar á meðal 76 ára gamalli konu og þrettán ára barni. Auk kynferðisbrota hefur maðurinn einnig verið sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og án leyfis. Loks var hann kærður fyrir búðarhnupl í verslun ICA í Svíþjóð árið 2019 en ekki sakfelldur fyrir. Honum var þó meinaður aðgangur að verslunum keðjunnar til frambúðar. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Greint var frá því á laugadag að karlmaður hefði verið handtekinn eftir að lík konu fannst niðurhlutað í frystikistu heima hjá honum. Hann hefur nú verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Líkið sem um ræðir er af sambýliskonu mannsins, sem saknað hafði verið frá árinu 2018. Stefan Liliebäck, verjandi hans, segir í samtali við norska fréttamiðilinn NRK að maðurinn hafi játað vanvirðandi meðferð á líkinu en neiti staðfastlega að hafa myrt hana. Hann hafi sagt yfirheyrendum hvernig konan lést og hvernig það hafi komið til að lík hennar endaði sundurhlutað í frystikistunni. Liliebäck segist þó ekki geta greint nánar frá útskýringum hans. Afbrotaferill nær aftur til níunda áratugarins Maðurinn, sem er á sextugsaldri, á að baki langan og fjölbreyttan afbrotaferil sem nær aftur til níunda áratugar síðustu aldar. NRK hefur komist yfir fjölda dóma yfir manninum. Þeir alvarlegustu eru frá tíunda áratugnum, þegar maðurinn var sakfelldur fyrir tvær nauðganir og eina tilraun til nauðgunar. Í öðru tilfellinu sagði kona að maðurinn hefði nauðgað sér við vegkant eftir að berað sig fyrir henni. Seinni nauðgunina, sem maðirinn var sakfelldur fyrir, framdi hann gegn konu á níræðisaldri. Hún sagði á sínum tíma að hann hefði ruðst inn í svefnherbergi hennar, haldið púða yfir vitum hennar og nauðgað henni. Hún hafi óttast um líf sitt þar sem hann hafi verið stór og ægisterkur. Þá segir í frétt NRK að maðurinn hafi verið nauðungarvistaður á viðeigandi stofnun vegna geðrænna vandamála eftir að hafa ítrekað berað sig fyrir fólki. Þar á meðal 76 ára gamalli konu og þrettán ára barni. Auk kynferðisbrota hefur maðurinn einnig verið sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og án leyfis. Loks var hann kærður fyrir búðarhnupl í verslun ICA í Svíþjóð árið 2019 en ekki sakfelldur fyrir. Honum var þó meinaður aðgangur að verslunum keðjunnar til frambúðar.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira