Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. mars 2023 07:01 Hjónin Óskar Svavarsson og María Kristín Þrastardóttir eru frumkvöðlarnir á bakvið nýsköpunarfyrirtækið Sidewind sem nú stefnir að framleiðslu á vindtúrbínu sem nýtir vindinn til að draga úr olíunotkun skipa. Óskar spáði því reyndar fyrir þrjátíu árum síðan að við færum aftur á seglskipaöldina enda hafi vindurinn nýst mannkyninu vel á siglingum í þúsundir ára. Vísir/Hari „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. Og mun reyndar nýtast til að framleiða rafmagn fyrir fleiri aðila en skip. Í stuttu máli má segja að hugmyndin byggi á að nota vindinn þegar hægt er, í stað olíu. „Ég var að kýta við eðlisfræðikennarann minn í MS og sagði við hann að ég væri sannfærður um að við færum aftur á seglskipaöldina. Myndum nota aftur vindinn til að ferja skipin, ekki aðeins olíu. Kennarinn fussaði og sveiaði og sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins vitleysu,“ segir Óskar og hlær. En viti menn: Í dag er allra ráða leitað til að finna umhverfisvænni leiðir í stað olíu. Grænir styrkir er yfirskrift styrkjamóts sem haldið verður á Grand hótel á morgun. Þar verður kynning á styrkjum sem bjóðast á sviði umhverfis-, loftlags- og orkumála en dagskráin hefst klukkan 09.00. Í dag og á morgun ræðir Atvinnulífið við nýsköpunarfyrirtæki, sem hlotið hafa græna styrki. Víkingar og gufuskip: Notuðu vindinn Óskar og eiginkona hans, María Kristín Þrastardóttir, eru frumkvöðlarnir á bakvið fyrirtækið Sidewind. En María segir hugmyndina hafa komið frá Óskari. Við eldhúsborðið heima. „Við vorum eitthvað að ræða loftlagsmálin. Og hvað við gætum gert til að leggja okkar að mörkum. Ég viðurkenni að í mínu tilfelli var Greta Thunberg og hennar barátta að hafa áhrif. Því þetta var árið 2018. Ég endaði með að segja við Óskar: Hvers vegna dregur þú ekki fram eitthvað af þessum gömlu hugmyndum sem þú hefur verið með?“ segir María. „Ég man að eðlisfræðikennarinn sagði á þessum tíma að skip yrðu alltaf keyrð áfram af olíu því það væri nóg af olíu til í heiminum. Ég var á náttúrufræðibraut og man að stuttu eftir þetta samtal, sagði náttúrufræðikennarinn að olía myndi einn daginn klárast í heiminum. Hún væri ekki ótakmörkuð auðlind,“ segir Óskar og bætir við: Víkingarnir hefðu aldrei komist til Íslands á handaflinu einu saman. Þeir réru en nýttu sér vindinn í siglingum. Það sama með gufuskipin. Þau voru kola- og olíudrifin en þó þannig að þau nýttu sér vindinn þegar vindurinn gaf. Og ég hugsaði bara með mér: Ef mannkynið hefur notað vindinn í þúsundir ára, hlýtur að vera eitthvað vit í því.“ Óskar segir að á þessum menntaskólaárum hafi alls kyns hugmyndir verið í gangi um rafmagn og rafmagnsframleiðslu. „Við vorum tveir vinir sem svindluðum okkur alltaf í verkfræðikeppnir í háskólanum sem Sigurður Richter stóð fyrir á þessum tíma. Við máttum auðvitað ekki taka þátt né svindla okkur svona inn í keppnirnar. En gerðum það og meira að segja rektorinn okkar í MS, sem tók skýrt fram að hann væri alfarið á móti öllu svindli, gaf okkur alltaf leyfi í viku til að undirbúa okkur undir keppnirnar,“ segir Óskar og skellihlær. Meðal þess sem félagarnir þreyttu var hugmynd um rafmagnsbíl, þar sem þeir leystu úr því sjálfir að búa til batteríið til að drífa bílinn. Illa gekk að þróa batteríið og segir Óskar þá félaga hafa endað með því að láta bílinn ganga fyrir upptrekktri vekjaraklukku. „Málið er að á þessum tíma var mjög dýrt að búa til orku. Í dag er kostnaðurinn aðeins þriðjungur af því sem orkuframleiðsla kostaði fyrir þrjátíu árum. Eftir tíu ár, er talað um að kostnaðurinn verði aðeins þriðjungur af því sem hann er í dag,“ segir Óskar. Með hárblásara að hitta ráðherra Í framhaldi af umræðunum við eldhúsborðið teiknaði Óskar upp mynd af því sem segja má að sé fyrsta teikningin af vindtúrbínu Sidewind. „Þetta var léleg teikning. En við fórum samt að kanna málin og létum til dæmis skoða hvort það væri einhvers staðar í heiminum verið að vinna að sambærilegri hugmynd. Svo reyndist ekki vera og í framhaldinu fengum við einkaleyfi á Íslandi og er einkaleyfi í vinnslu annars staðar.,“ segir María. „María er í rauninni sú sem dreif hugmyndina áfram og kom Sidewind á legg,“ segir Óskar og María bætir við: „En við vissum ekkert hvert við áttum að leita. Þekktum nýsköpunarumhverfið ekki neitt. Byrjuðum meira að segja á því að fara á fundi með verkfræðistofum og skipafyrirtækjum. Sumum fannst hugmyndin ágæt, öðrum ekki.“ Til að útskýra hugmyndina betur fengu hjónin tölvuséní til að útbúa myndband. Þá var þeim bent á að leita til FabLab sem þau gerðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. „Og þau eiginlega tóku að sér þar að búa til fyrsta líkanið af túrbínunni, sem var prentað með þrívíddarprentara. Við notuðum hárblásara til að keyra líkanið áfram. Sem mörgum ráðherrum fannst rosa sniðugt,“ segir Óskar og hjónin skella upp úr. Ha, ráðherrum? Já við fórum á fund til nokkurra ráðherra með hárblásara og boxið og kynntum þeim þannig hugmyndina,“ segir María og hjónunum er skemmt yfir minningunni. „Enda var þetta fínasti hárblásari,“ segir Óskar og kímir. Það er nokkur stærðarmunur á vindtúrbínulíkaninu sem FabLab í Fjölbraut í Breiðholti prentaði úr þrívíddarprentara fyrir þau hjónin og þau fóru með á fundi til nokkurra ráðherra og notuðu þá hárblásara til að knýja túrbínuna áfram. Vindtúrbína í fullri stærð er sett í 40 feta opinn gám. Grænir styrkir Næst var að velta fyrir sér hvernig hægt væri að smíða alvöru prótótýpu af túrbínunni. Því nú þyrfti að fara að skoða hvort hugmyndin myndi virka. „Við fengum 20 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði. Að framleiða prótótýpu kostaði meira en 20 milljónir króna og styrkirnir frá Rannís eru þannig að við fengum greitt í skömmtum. Það sem við gerðum var að bíða þar til við vorum komin með allan peninginn til okkar og réðumst þá í smíðina. Enda hefðum við ekki getað beðið aðila um að smíða þetta fyrir okkur gegn því að fá greitt fyrir verkið á tveimur árum,“ segir María. Hjónin segja styrkjarumhverfið rosalega mikilvægt og geta gert útslagið um það hvort hugmyndir fara áfram eða ekki. En vissulega hægi styrkjarumhverfið líka á. „Það hefði til dæmis flýtt fyrir verkinu ef styrkurinn hefði hreinlega komið allur strax og hugmyndin bara metin sem 20 milljóna króna styrkur fyrir verkefnið og allt greitt út. Ef það hefði verið gert þannig, værum við tveimur árum á undan með allt núna.“ Í dag eru þau til dæmis í samstarfi við sex önnur lönd og þrettán önnur fyrirtæki sem hlotið hafa styrk hjá Evrópusambandinu. „Öll hin fyrirtækin eru komin lengra en við með þróunina á sínum lausnum. Við erum því einu aðilarnir sem erum alveg í nýsköpuninni enn þá. Lausnirnar sem verið er að prófa og þróa eru allar þess eðlis að verið er að reyna að finna leiðir til að draga verulega úr olíunotkun skipaflutninga,“ segir María. Þá segja hjónin það hafa gefist vel að vera með Maríu í forsvari í styrktarumsóknum. „Evrópusambandið hefur augun sérstaklega opin fyrir verkefnum þar sem konur eru að taka þátt. Því þetta hefur verið svo karllægt umhverfi. Þegar við hlutum Evrópustyrkinn fyrst, var María eina konan í verkefninu. Núna hafa sem betur fer bæst við fleiri,“ segir Óskar. Sidewind hefur líka fengið Vaxtarstyrk Tækniþróunarsjóðs og hjónin segja að grænu styrkirnir sem fyrirtækið hefur hlotið hafi í raun orðið til þess að hjólin fóru fyrir alvöru að snúast. Hægt var að smíða túrbínu í fullri stærð í 40 feta gámi og nú er unnið að því að fara að prufukeyra virknina. Á styrktarmótinu á morgun mun María einmitt halda erindi fyrir hönd Sidewind og segja frá þeim styrkjum sem þau hafa fengið og nýst vel. Það hefur komið í ljós að margir í landi hafa áhuga á vindtúrbínunni líka og segja hjónin því þróunina vera sú að nú er hún ætluð til notkunar á margvíslegri hátt en aðeins fyrir skip. Stefnt er að fjöldaframleiðslu túrbínunnar á næstu tveimur árum eða svo. Ekki langt í framtíðina Öll framleiðsla túrbínunnar er umhverfisvæn. Til dæmis er notað endurunnið og endurvinnanlegt plast og fleira sem lagt er áhersla á. „Hugmyndin er samt ekki sú að túrbínan keyri skip áfram í stað olíu. Heldur að túrbínan nýti vindinn þegar hann gefur eins og gert var í gamla daga. Þannig er hægt að draga verulega úr olíunotkuninni og ef það tækist þó ekki væri nema um 3%, þá erum við samt að tala um rosalega háar tölur í olíusparnaði hjá stórum skipaflotum í heiminum,“ segir Óskar. Eins og oftast gildir um frumkvöðla er fyrirtækið þó alls ekki komið á þann stað að geta staðið undir sér sem rekstur. Hjónin starfa því bæði í fullu starfi við annað. Óskar sem málarameistari og María sem viðskiptafræðingur hjá Deloitte. „Við erum búin að vera saman síðan 1995 og eigum þrjú börn og þurfum auðvitað að eiga fyrir salti í grautinn,“ segir Óskar en hjónin eru fullviss um að á næstu árum breytist margt. „Túrbínuna er reyndar hægt að nota fyrir ýmislegt annað. Þar sem vindurinn er nýttur til að framleiða orku. Við erum því að horfa til ýmissa annarra aðila en eingöngu skipafyrirtækja. Til dæmis fóðurprammar í laxeldi sem keyrðir eru með dísilolíu og hita upp vatn á köldum svæðum.. Það sem hefur nefnilega komið í ljós í þessu ferli síðustu misseri er að það er rosalega mikill áhugi á túrbínunni á landi líka. Draumurinn er því að túrbínan verði komin í einhvers konar fjöldaframleiðslu eftir tvö ár,“ segir Óskar. Nýsköpun Tækni Sjávarútvegur Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Og mun reyndar nýtast til að framleiða rafmagn fyrir fleiri aðila en skip. Í stuttu máli má segja að hugmyndin byggi á að nota vindinn þegar hægt er, í stað olíu. „Ég var að kýta við eðlisfræðikennarann minn í MS og sagði við hann að ég væri sannfærður um að við færum aftur á seglskipaöldina. Myndum nota aftur vindinn til að ferja skipin, ekki aðeins olíu. Kennarinn fussaði og sveiaði og sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins vitleysu,“ segir Óskar og hlær. En viti menn: Í dag er allra ráða leitað til að finna umhverfisvænni leiðir í stað olíu. Grænir styrkir er yfirskrift styrkjamóts sem haldið verður á Grand hótel á morgun. Þar verður kynning á styrkjum sem bjóðast á sviði umhverfis-, loftlags- og orkumála en dagskráin hefst klukkan 09.00. Í dag og á morgun ræðir Atvinnulífið við nýsköpunarfyrirtæki, sem hlotið hafa græna styrki. Víkingar og gufuskip: Notuðu vindinn Óskar og eiginkona hans, María Kristín Þrastardóttir, eru frumkvöðlarnir á bakvið fyrirtækið Sidewind. En María segir hugmyndina hafa komið frá Óskari. Við eldhúsborðið heima. „Við vorum eitthvað að ræða loftlagsmálin. Og hvað við gætum gert til að leggja okkar að mörkum. Ég viðurkenni að í mínu tilfelli var Greta Thunberg og hennar barátta að hafa áhrif. Því þetta var árið 2018. Ég endaði með að segja við Óskar: Hvers vegna dregur þú ekki fram eitthvað af þessum gömlu hugmyndum sem þú hefur verið með?“ segir María. „Ég man að eðlisfræðikennarinn sagði á þessum tíma að skip yrðu alltaf keyrð áfram af olíu því það væri nóg af olíu til í heiminum. Ég var á náttúrufræðibraut og man að stuttu eftir þetta samtal, sagði náttúrufræðikennarinn að olía myndi einn daginn klárast í heiminum. Hún væri ekki ótakmörkuð auðlind,“ segir Óskar og bætir við: Víkingarnir hefðu aldrei komist til Íslands á handaflinu einu saman. Þeir réru en nýttu sér vindinn í siglingum. Það sama með gufuskipin. Þau voru kola- og olíudrifin en þó þannig að þau nýttu sér vindinn þegar vindurinn gaf. Og ég hugsaði bara með mér: Ef mannkynið hefur notað vindinn í þúsundir ára, hlýtur að vera eitthvað vit í því.“ Óskar segir að á þessum menntaskólaárum hafi alls kyns hugmyndir verið í gangi um rafmagn og rafmagnsframleiðslu. „Við vorum tveir vinir sem svindluðum okkur alltaf í verkfræðikeppnir í háskólanum sem Sigurður Richter stóð fyrir á þessum tíma. Við máttum auðvitað ekki taka þátt né svindla okkur svona inn í keppnirnar. En gerðum það og meira að segja rektorinn okkar í MS, sem tók skýrt fram að hann væri alfarið á móti öllu svindli, gaf okkur alltaf leyfi í viku til að undirbúa okkur undir keppnirnar,“ segir Óskar og skellihlær. Meðal þess sem félagarnir þreyttu var hugmynd um rafmagnsbíl, þar sem þeir leystu úr því sjálfir að búa til batteríið til að drífa bílinn. Illa gekk að þróa batteríið og segir Óskar þá félaga hafa endað með því að láta bílinn ganga fyrir upptrekktri vekjaraklukku. „Málið er að á þessum tíma var mjög dýrt að búa til orku. Í dag er kostnaðurinn aðeins þriðjungur af því sem orkuframleiðsla kostaði fyrir þrjátíu árum. Eftir tíu ár, er talað um að kostnaðurinn verði aðeins þriðjungur af því sem hann er í dag,“ segir Óskar. Með hárblásara að hitta ráðherra Í framhaldi af umræðunum við eldhúsborðið teiknaði Óskar upp mynd af því sem segja má að sé fyrsta teikningin af vindtúrbínu Sidewind. „Þetta var léleg teikning. En við fórum samt að kanna málin og létum til dæmis skoða hvort það væri einhvers staðar í heiminum verið að vinna að sambærilegri hugmynd. Svo reyndist ekki vera og í framhaldinu fengum við einkaleyfi á Íslandi og er einkaleyfi í vinnslu annars staðar.,“ segir María. „María er í rauninni sú sem dreif hugmyndina áfram og kom Sidewind á legg,“ segir Óskar og María bætir við: „En við vissum ekkert hvert við áttum að leita. Þekktum nýsköpunarumhverfið ekki neitt. Byrjuðum meira að segja á því að fara á fundi með verkfræðistofum og skipafyrirtækjum. Sumum fannst hugmyndin ágæt, öðrum ekki.“ Til að útskýra hugmyndina betur fengu hjónin tölvuséní til að útbúa myndband. Þá var þeim bent á að leita til FabLab sem þau gerðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. „Og þau eiginlega tóku að sér þar að búa til fyrsta líkanið af túrbínunni, sem var prentað með þrívíddarprentara. Við notuðum hárblásara til að keyra líkanið áfram. Sem mörgum ráðherrum fannst rosa sniðugt,“ segir Óskar og hjónin skella upp úr. Ha, ráðherrum? Já við fórum á fund til nokkurra ráðherra með hárblásara og boxið og kynntum þeim þannig hugmyndina,“ segir María og hjónunum er skemmt yfir minningunni. „Enda var þetta fínasti hárblásari,“ segir Óskar og kímir. Það er nokkur stærðarmunur á vindtúrbínulíkaninu sem FabLab í Fjölbraut í Breiðholti prentaði úr þrívíddarprentara fyrir þau hjónin og þau fóru með á fundi til nokkurra ráðherra og notuðu þá hárblásara til að knýja túrbínuna áfram. Vindtúrbína í fullri stærð er sett í 40 feta opinn gám. Grænir styrkir Næst var að velta fyrir sér hvernig hægt væri að smíða alvöru prótótýpu af túrbínunni. Því nú þyrfti að fara að skoða hvort hugmyndin myndi virka. „Við fengum 20 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði. Að framleiða prótótýpu kostaði meira en 20 milljónir króna og styrkirnir frá Rannís eru þannig að við fengum greitt í skömmtum. Það sem við gerðum var að bíða þar til við vorum komin með allan peninginn til okkar og réðumst þá í smíðina. Enda hefðum við ekki getað beðið aðila um að smíða þetta fyrir okkur gegn því að fá greitt fyrir verkið á tveimur árum,“ segir María. Hjónin segja styrkjarumhverfið rosalega mikilvægt og geta gert útslagið um það hvort hugmyndir fara áfram eða ekki. En vissulega hægi styrkjarumhverfið líka á. „Það hefði til dæmis flýtt fyrir verkinu ef styrkurinn hefði hreinlega komið allur strax og hugmyndin bara metin sem 20 milljóna króna styrkur fyrir verkefnið og allt greitt út. Ef það hefði verið gert þannig, værum við tveimur árum á undan með allt núna.“ Í dag eru þau til dæmis í samstarfi við sex önnur lönd og þrettán önnur fyrirtæki sem hlotið hafa styrk hjá Evrópusambandinu. „Öll hin fyrirtækin eru komin lengra en við með þróunina á sínum lausnum. Við erum því einu aðilarnir sem erum alveg í nýsköpuninni enn þá. Lausnirnar sem verið er að prófa og þróa eru allar þess eðlis að verið er að reyna að finna leiðir til að draga verulega úr olíunotkun skipaflutninga,“ segir María. Þá segja hjónin það hafa gefist vel að vera með Maríu í forsvari í styrktarumsóknum. „Evrópusambandið hefur augun sérstaklega opin fyrir verkefnum þar sem konur eru að taka þátt. Því þetta hefur verið svo karllægt umhverfi. Þegar við hlutum Evrópustyrkinn fyrst, var María eina konan í verkefninu. Núna hafa sem betur fer bæst við fleiri,“ segir Óskar. Sidewind hefur líka fengið Vaxtarstyrk Tækniþróunarsjóðs og hjónin segja að grænu styrkirnir sem fyrirtækið hefur hlotið hafi í raun orðið til þess að hjólin fóru fyrir alvöru að snúast. Hægt var að smíða túrbínu í fullri stærð í 40 feta gámi og nú er unnið að því að fara að prufukeyra virknina. Á styrktarmótinu á morgun mun María einmitt halda erindi fyrir hönd Sidewind og segja frá þeim styrkjum sem þau hafa fengið og nýst vel. Það hefur komið í ljós að margir í landi hafa áhuga á vindtúrbínunni líka og segja hjónin því þróunina vera sú að nú er hún ætluð til notkunar á margvíslegri hátt en aðeins fyrir skip. Stefnt er að fjöldaframleiðslu túrbínunnar á næstu tveimur árum eða svo. Ekki langt í framtíðina Öll framleiðsla túrbínunnar er umhverfisvæn. Til dæmis er notað endurunnið og endurvinnanlegt plast og fleira sem lagt er áhersla á. „Hugmyndin er samt ekki sú að túrbínan keyri skip áfram í stað olíu. Heldur að túrbínan nýti vindinn þegar hann gefur eins og gert var í gamla daga. Þannig er hægt að draga verulega úr olíunotkuninni og ef það tækist þó ekki væri nema um 3%, þá erum við samt að tala um rosalega háar tölur í olíusparnaði hjá stórum skipaflotum í heiminum,“ segir Óskar. Eins og oftast gildir um frumkvöðla er fyrirtækið þó alls ekki komið á þann stað að geta staðið undir sér sem rekstur. Hjónin starfa því bæði í fullu starfi við annað. Óskar sem málarameistari og María sem viðskiptafræðingur hjá Deloitte. „Við erum búin að vera saman síðan 1995 og eigum þrjú börn og þurfum auðvitað að eiga fyrir salti í grautinn,“ segir Óskar en hjónin eru fullviss um að á næstu árum breytist margt. „Túrbínuna er reyndar hægt að nota fyrir ýmislegt annað. Þar sem vindurinn er nýttur til að framleiða orku. Við erum því að horfa til ýmissa annarra aðila en eingöngu skipafyrirtækja. Til dæmis fóðurprammar í laxeldi sem keyrðir eru með dísilolíu og hita upp vatn á köldum svæðum.. Það sem hefur nefnilega komið í ljós í þessu ferli síðustu misseri er að það er rosalega mikill áhugi á túrbínunni á landi líka. Draumurinn er því að túrbínan verði komin í einhvers konar fjöldaframleiðslu eftir tvö ár,“ segir Óskar.
Nýsköpun Tækni Sjávarútvegur Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01
Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26