Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2023 07:49 Hröð íbúafjölgun er talin geta sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Vísir Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði séu gjarnan minnst í janúar vegna jólavertíðar og hafi samningar verið litlu fleiri í janúarmánuðum áranna 2013 til 2015. Þó er útlit fyrir að fjöldi viðskipta hafi aukist á ný en fjöldi íbúða sem teknar hafi verið úr sölu í janúar og febrúar hafi verið svipaður og á haustmánuðum síðasta árs. Í febrúar hafi þannig nærri sjö hundruð íbúðir verið teknar úr sölu sem bendi til að þótt fasteignamarkaðurinn hafi kólnað þá sé hann ekki líflaus. Í skýrslunni segir að hlutfall íbúða sem hafi selst á yfirverði hafi aukist á höfuðborgarsvæðinu úr 12,4 prósentum í janúar í 14,5 prósent í febrúar. Þrátt fyrir að íbúðamarkaður hafi kólnað verulega á undanförnum misserum sé hlutfall yfirverðs hærra en það var flesta mánuði á árunum 2013 til 2020. Ennfremur segir að tólf mánaða verðhækkun íbúðarhúsnæðis mælist nú 12,4 prósent á höfuðborgarsvæðinu og fari hratt lækkandi. Íbúum á Íslandi fjölgaði um 11.510 í fyrra eða um 3,1 prósent sem er mesta fjölgun sem mælst hefur svo langt sem mælingar ná, eða frá 1703. Talið er að þessi hraða íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Stýrivaxtahækkunin að skila sér Í skýrslunni er fjallað um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku þar sem þeir voru hækkaðir úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. „Ef bankarnir hækka vexti jafn mikið og stýrivexti voru hækkaðir um verða lægstu óverðtryggðu vextir bankanna á bilinu 9-9,34%. Mánaðargreiðslubyrði á 40 m.kr. óverðtryggðu láni getur því hækkað úr 275 þús.kr. í 305 þús.kr. Þó eru tiltölulega fá heimili sem munu upplifa svo mikla hækkun á greiðslubyrði. Um 30% heimila sem búa í eigin húsnæði eiga íbúðir sínar skuldlaust samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar frá 2021 og þá eru mörg heimili sem skulda lítið. Samkvæmt nýjasta riti Fjármálastöðugleika voru aðeins um 12% með þeirra sem skulda með greiðslubyrði yfir 260.000 kr. í janúar. Um 30,5% heimila eru með íbúðaskuldir með greiðslubyrði undir 100.000 kr. á mánuði og 73,4% heimila með greiðslubyrði undir 200.000 kr.“ Meðalhúsaleiga 173 þúsund krónur Í skýrslunni segir að samkvæmt árlegri leigukönnun HMS, sem framkvæmd sé af Prósent, hafi meðalhúsaleiga verið 173.200 krónur á síðasta ári. „Þar af var leigan 185.300 á höfuðborgarsvæðinu en 153.900 annars staðar á landsbyggðinni. Nokkrir mælikvarðar gefa til kynna að í fyrra hafi farið að þrengja að leigjendum á nýjan leik en staða þeirra virðist hafa farið batnandi að mörgu leyti á árunum þar á undan. Til að mynda fækkaði þeim sem fannst auðvelt að verða sér úti um það húsnæði sem það býr í núna úr 45,8% í 39,5%. Svo mikil breyting á milli ára er áhugaverð í ljósi þess að lítill hluti leigjenda hefur skipt um íbúð á undanförnu ári. Að sama skapi rúmlega helmingast fjöldi þeirra sem telja að mikið framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu, sem henti sér og sinni fjölskyldu. Hins vegar hefur heimilum sem telja húsnæðiskostnað sinn vera íþyngjandi fækkað verulega á undanförnum árum samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. Til að mynda voru 25,4% heimila á leigumarkaði með íþyngjandi húsnæðiskostnað að eigin mati árið 2015 en hlutfallið lækkaði í 18,7% árið 2021 og í 13,8% árið 2022. Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði séu gjarnan minnst í janúar vegna jólavertíðar og hafi samningar verið litlu fleiri í janúarmánuðum áranna 2013 til 2015. Þó er útlit fyrir að fjöldi viðskipta hafi aukist á ný en fjöldi íbúða sem teknar hafi verið úr sölu í janúar og febrúar hafi verið svipaður og á haustmánuðum síðasta árs. Í febrúar hafi þannig nærri sjö hundruð íbúðir verið teknar úr sölu sem bendi til að þótt fasteignamarkaðurinn hafi kólnað þá sé hann ekki líflaus. Í skýrslunni segir að hlutfall íbúða sem hafi selst á yfirverði hafi aukist á höfuðborgarsvæðinu úr 12,4 prósentum í janúar í 14,5 prósent í febrúar. Þrátt fyrir að íbúðamarkaður hafi kólnað verulega á undanförnum misserum sé hlutfall yfirverðs hærra en það var flesta mánuði á árunum 2013 til 2020. Ennfremur segir að tólf mánaða verðhækkun íbúðarhúsnæðis mælist nú 12,4 prósent á höfuðborgarsvæðinu og fari hratt lækkandi. Íbúum á Íslandi fjölgaði um 11.510 í fyrra eða um 3,1 prósent sem er mesta fjölgun sem mælst hefur svo langt sem mælingar ná, eða frá 1703. Talið er að þessi hraða íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Stýrivaxtahækkunin að skila sér Í skýrslunni er fjallað um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku þar sem þeir voru hækkaðir úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. „Ef bankarnir hækka vexti jafn mikið og stýrivexti voru hækkaðir um verða lægstu óverðtryggðu vextir bankanna á bilinu 9-9,34%. Mánaðargreiðslubyrði á 40 m.kr. óverðtryggðu láni getur því hækkað úr 275 þús.kr. í 305 þús.kr. Þó eru tiltölulega fá heimili sem munu upplifa svo mikla hækkun á greiðslubyrði. Um 30% heimila sem búa í eigin húsnæði eiga íbúðir sínar skuldlaust samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar frá 2021 og þá eru mörg heimili sem skulda lítið. Samkvæmt nýjasta riti Fjármálastöðugleika voru aðeins um 12% með þeirra sem skulda með greiðslubyrði yfir 260.000 kr. í janúar. Um 30,5% heimila eru með íbúðaskuldir með greiðslubyrði undir 100.000 kr. á mánuði og 73,4% heimila með greiðslubyrði undir 200.000 kr.“ Meðalhúsaleiga 173 þúsund krónur Í skýrslunni segir að samkvæmt árlegri leigukönnun HMS, sem framkvæmd sé af Prósent, hafi meðalhúsaleiga verið 173.200 krónur á síðasta ári. „Þar af var leigan 185.300 á höfuðborgarsvæðinu en 153.900 annars staðar á landsbyggðinni. Nokkrir mælikvarðar gefa til kynna að í fyrra hafi farið að þrengja að leigjendum á nýjan leik en staða þeirra virðist hafa farið batnandi að mörgu leyti á árunum þar á undan. Til að mynda fækkaði þeim sem fannst auðvelt að verða sér úti um það húsnæði sem það býr í núna úr 45,8% í 39,5%. Svo mikil breyting á milli ára er áhugaverð í ljósi þess að lítill hluti leigjenda hefur skipt um íbúð á undanförnu ári. Að sama skapi rúmlega helmingast fjöldi þeirra sem telja að mikið framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu, sem henti sér og sinni fjölskyldu. Hins vegar hefur heimilum sem telja húsnæðiskostnað sinn vera íþyngjandi fækkað verulega á undanförnum árum samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. Til að mynda voru 25,4% heimila á leigumarkaði með íþyngjandi húsnæðiskostnað að eigin mati árið 2015 en hlutfallið lækkaði í 18,7% árið 2021 og í 13,8% árið 2022.
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira