Þegar áróðursaðferðir einræðisherra og öfgamanna gilda Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. mars 2023 10:00 Flestir hægri öfgaflokkar í Evrópu voru í gegnum tíðina andstæðingar Evrópusambandsins, og leituðu allra leiða til að varpa rýrð á sambandið, þýðingu þess og starf. Í millitíðinni hafa þessir flokkar, Svíþjóðar-demókratar, AfD, Þýzkalandi, „Frelsisflokkur“ Wilders, Hollandi, Front National/Le Pen, Frakklandi, og, nú síðast, Bræður Ítalíu/Giorgia Meloni, en hennar flokkur var í upphafi fasistaflokkur Mussolini, vent sínu kvæði í kross og lýst yfir stuðningi við ESB. Enda vart annað mögulegt, jafnvel ekki fyrir öfgamenn, en að átta sig á gífurlegri þýðingu ESB fyrir frelsi, velferð og öryggi Evrópu. Undarlegt nokk, eru þó enn öfl í gangi hér, uppi á Íslandi, auðvitað allra yzt á hægri kantinum - væru væntanlega í Bræðrum Ítalíu, með anda Mussolini svífandi yfir vötnunum, ef þar væru - að rembast við að reyna að varpa totryggilegu ljósi á ESB. Hjörtur J. Guðmundsson, sem titlar sig „sagnfræðing og alþjóðastjórnmálafræðing (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)“, - mikill titill og góður það – fer þar fremstur í flokki, en eftir að hafa skifað greinar á yzta kanti hægri öfgaafla í 10 ár á Mogga, hrökk hann svo yfir á Vísi, þar sem hann skrifar ótt og títt, auðvitað í sama anda, mest um ómöguleika ESB, en inn á milli, skýtur hann inn smá lofi á Boris Johnson og Brexit - hann virðist þó hafa gleymt að lofsyngja Donald Trump í seinni tíð, enda ekki á hvers manns færi að að hefja þann þrjót til skýjanna á þessum síðustu og verstu tímum. Ég biðst forláts á því, að stytta titilinn góða í bara „sagnfræðing“, en sagnfræðingurinn skrifaði greinar, hér á Vísi, fyrst 7. desember, undir fyrirsögninni „Með hálfan þingmann á Alþingi“, og svo aftur nú, 25. marz, undir fyrirsögninni „Versnandi staða fámennra ríkja ESB“. Nú skal ekki fullyrt, að sagnfræðingurinn sé handbendi einræðisherra eða öfgamnna, ekkert liggur fyrir um slíkt, en hann beitir nákvæmlega sömu áróðursaðferðum og þeir; endurtekur hálfan sannleika, rangfærslur og - vísvitandi eða óvísvitjandi - ósannindi, með mismundandi orðalagi, aftur og aftur, til að reyna að sannfæra sem flesta um rangfærslunar. Ég hef bent á það í fyrri umræðu, að við myndum fá 6 þingmenn á Evrópuþingið, ef við fengjum fulla aðild að ESB. Þetta skilgreinir sagnfræðingurinn á þennan veg: „Vægi Íslands yrði einungis 0,08%“. Hér reynir sagnfræðingurinn að villa um fyrir lesendum og telja mönnum trú um, með lítilsverðu prósentutrikki, að slík aðkoma væri einskis virði. Prósentutrikkið er reyndar rangt, stærðfræði ekki stekasta hlið sagnfræðingsins, því 6 af 705 eru ekki 0,08%, heldur tíu sinnum meira. Það, sem sagnfræðingurinn skilur greinilega ekki, eða vill ekki skilja, er, að afl manna byggist mest á einstaklingum, ekki hópum eða fjölda í hópi, en sagan sýnir, að einstaklingurinn, getur látið að sér kveða og haft víðtæk áhrif, jafnvel á heil þjóðfélög, ef því er að skipta. Grunnorkan liggur í einstaklingnum, og er það kaldhæðnislega við þessa tilraun sagnfræðingsins til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa, átti forseta ráðherraráðsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Í fyrrnefndri grein sinni segir sagnfræðingurinn m.a. þetta: „ Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins... Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það“. Og, svo þetta: „ ...einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrir nánast sögunni til...“. Fullyrðir hann hér, að neitunarvald einstakra ríkja hafi að mestu verið afnumið 2009. Við skulum nú sjá, hvað satt er og rétt í þessum fullyrðingum: Þó að við séum nú þegar komin langleiðina inn í ESB, er möguleg full og formleg aðild feikilega stórt mál fyrir okkur, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, aðstöðu til áhrifa og valda innan sambandsins, með okkar eigin ráðherra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn ráðherra - og 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest um vert væri, í raun alveg afgerandi, fullu neitunarvaldi til jafns við alla aðra, hvað varðar alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og þýðingarmestu: - Skattlagning - Fjárhagsáætlanir og fjármálaskuldbindingar - Félagsleg vernd og öryggi almennings - Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja - Öryggis- og varnarmál - Samskipti og samningar ESB við önnur ríki - Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðnir aðilar, myndum samþykkja. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem trúlega verður aldrei. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti ráðherraráðsins, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti ráðherraráðsins frá 2014 til 2019. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Með fullri aðild fengjum við stórfelldan aðgang að áhrifum og völdum, en í dag, þó að við séum með EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, höfum við nær ekkert um það að segja. Vert er líka að minna á, að hlutur kvenna í ESB er mikill, nú á tímum jafnréttis og kvenréttis, en, eins og fyrr greinir, var Roberta Metsola, 43ja ára lögfræðingur frá smáríkinu Möltu, nýlega kjörin forseti Evrópuþingsins, en fyrir var Ursula von der Leyen forseti ráðherraráðsins og Christine Lagarde forseti Evrópska Seðlabankans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Flestir hægri öfgaflokkar í Evrópu voru í gegnum tíðina andstæðingar Evrópusambandsins, og leituðu allra leiða til að varpa rýrð á sambandið, þýðingu þess og starf. Í millitíðinni hafa þessir flokkar, Svíþjóðar-demókratar, AfD, Þýzkalandi, „Frelsisflokkur“ Wilders, Hollandi, Front National/Le Pen, Frakklandi, og, nú síðast, Bræður Ítalíu/Giorgia Meloni, en hennar flokkur var í upphafi fasistaflokkur Mussolini, vent sínu kvæði í kross og lýst yfir stuðningi við ESB. Enda vart annað mögulegt, jafnvel ekki fyrir öfgamenn, en að átta sig á gífurlegri þýðingu ESB fyrir frelsi, velferð og öryggi Evrópu. Undarlegt nokk, eru þó enn öfl í gangi hér, uppi á Íslandi, auðvitað allra yzt á hægri kantinum - væru væntanlega í Bræðrum Ítalíu, með anda Mussolini svífandi yfir vötnunum, ef þar væru - að rembast við að reyna að varpa totryggilegu ljósi á ESB. Hjörtur J. Guðmundsson, sem titlar sig „sagnfræðing og alþjóðastjórnmálafræðing (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)“, - mikill titill og góður það – fer þar fremstur í flokki, en eftir að hafa skifað greinar á yzta kanti hægri öfgaafla í 10 ár á Mogga, hrökk hann svo yfir á Vísi, þar sem hann skrifar ótt og títt, auðvitað í sama anda, mest um ómöguleika ESB, en inn á milli, skýtur hann inn smá lofi á Boris Johnson og Brexit - hann virðist þó hafa gleymt að lofsyngja Donald Trump í seinni tíð, enda ekki á hvers manns færi að að hefja þann þrjót til skýjanna á þessum síðustu og verstu tímum. Ég biðst forláts á því, að stytta titilinn góða í bara „sagnfræðing“, en sagnfræðingurinn skrifaði greinar, hér á Vísi, fyrst 7. desember, undir fyrirsögninni „Með hálfan þingmann á Alþingi“, og svo aftur nú, 25. marz, undir fyrirsögninni „Versnandi staða fámennra ríkja ESB“. Nú skal ekki fullyrt, að sagnfræðingurinn sé handbendi einræðisherra eða öfgamnna, ekkert liggur fyrir um slíkt, en hann beitir nákvæmlega sömu áróðursaðferðum og þeir; endurtekur hálfan sannleika, rangfærslur og - vísvitandi eða óvísvitjandi - ósannindi, með mismundandi orðalagi, aftur og aftur, til að reyna að sannfæra sem flesta um rangfærslunar. Ég hef bent á það í fyrri umræðu, að við myndum fá 6 þingmenn á Evrópuþingið, ef við fengjum fulla aðild að ESB. Þetta skilgreinir sagnfræðingurinn á þennan veg: „Vægi Íslands yrði einungis 0,08%“. Hér reynir sagnfræðingurinn að villa um fyrir lesendum og telja mönnum trú um, með lítilsverðu prósentutrikki, að slík aðkoma væri einskis virði. Prósentutrikkið er reyndar rangt, stærðfræði ekki stekasta hlið sagnfræðingsins, því 6 af 705 eru ekki 0,08%, heldur tíu sinnum meira. Það, sem sagnfræðingurinn skilur greinilega ekki, eða vill ekki skilja, er, að afl manna byggist mest á einstaklingum, ekki hópum eða fjölda í hópi, en sagan sýnir, að einstaklingurinn, getur látið að sér kveða og haft víðtæk áhrif, jafnvel á heil þjóðfélög, ef því er að skipta. Grunnorkan liggur í einstaklingnum, og er það kaldhæðnislega við þessa tilraun sagnfræðingsins til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa, átti forseta ráðherraráðsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Í fyrrnefndri grein sinni segir sagnfræðingurinn m.a. þetta: „ Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins... Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það“. Og, svo þetta: „ ...einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrir nánast sögunni til...“. Fullyrðir hann hér, að neitunarvald einstakra ríkja hafi að mestu verið afnumið 2009. Við skulum nú sjá, hvað satt er og rétt í þessum fullyrðingum: Þó að við séum nú þegar komin langleiðina inn í ESB, er möguleg full og formleg aðild feikilega stórt mál fyrir okkur, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, aðstöðu til áhrifa og valda innan sambandsins, með okkar eigin ráðherra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn ráðherra - og 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest um vert væri, í raun alveg afgerandi, fullu neitunarvaldi til jafns við alla aðra, hvað varðar alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og þýðingarmestu: - Skattlagning - Fjárhagsáætlanir og fjármálaskuldbindingar - Félagsleg vernd og öryggi almennings - Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja - Öryggis- og varnarmál - Samskipti og samningar ESB við önnur ríki - Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðnir aðilar, myndum samþykkja. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem trúlega verður aldrei. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti ráðherraráðsins, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti ráðherraráðsins frá 2014 til 2019. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Með fullri aðild fengjum við stórfelldan aðgang að áhrifum og völdum, en í dag, þó að við séum með EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, höfum við nær ekkert um það að segja. Vert er líka að minna á, að hlutur kvenna í ESB er mikill, nú á tímum jafnréttis og kvenréttis, en, eins og fyrr greinir, var Roberta Metsola, 43ja ára lögfræðingur frá smáríkinu Möltu, nýlega kjörin forseti Evrópuþingsins, en fyrir var Ursula von der Leyen forseti ráðherraráðsins og Christine Lagarde forseti Evrópska Seðlabankans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar