Fáum peningana aftur heim, skattaða í drasl! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. mars 2023 10:31 Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið. Sá sem þetta skrifar mun þó síðastur manna gera lítið úr því, að ákveðinn fjöldi heimila á í miklum erfiðleikum með að standa í skilum með sín húsnæðislán , eins og vaxtastigið er í dag. Auk þess á ákveðinn fjöldi heimila í erfiðleikum með að standa skil á húsaleigu sem einnig hefur hækkað töluvert hjá mörgum eins og afborgarnir lána. Umfang vandans hlýtur þó alltaf að miðast við það um hversu stóran hluta heimila er að ræða. Ef að miðað er við mig, þá er ég ekki með húsnæðislán heldur er ég á leigumarkaði og ræð vel við að greiða húsaleigu af þeim launum sem ég hef. Ég get meira að segja lagt fyrir hluta af launum mínum og geri það. Heildarlaun mín með orlofi eru alla jafna á bilinu 900 þús kr. til milljón á mánuði. Væri mér því alla jafna gert að spara á bilinu 90 til 100 þús á mánuði, jafnvel 150 þús ef ég vinn nokkra tíma aukalega á mánuði, ef þessi skyldusparnaðartillaga yrði að veruleika. Ef við reiknum með því að ég haldi mér undir milljóninni þá væri ég að láta af hendi 1080-1200 þús á ári af mínum ráðstöfunartekjum í þennan sparnað. Semsagt árlegar ráðstöfunartekjur mínar myndu að minnsta kosti minnka um þessa upphæð. Gætu minnkað meira, ef sá hluti launanna sem í skyldusparnaðinn fara verður með í skattstofni tekjuskatts og útsvars. Ég væri þá mögulega þvingaður til þess að hætta þeim sparnaði sem að ég er með í dag. Samkvæmt vef Hagstofunnar voru ca. 2/3 launamanna með 700 þús eða meira í heildartekjur árið 2021 (ekki til nýrri upplýsingar). Ef að miðað er við 10% skyldusparnað er upphæðin ca. 2/3 af inngreiðslum í lífeyrissjóði þeirra sem undir sparnaðinn yrðu settir. Heimili hjóna þar sem hvor aðilinn um sig er með 700þús í heildarlaun verður af af ráðstöfunartekjum að upphæð 1680 þús á ári. Vísast til nálægt þeirri upphæð sem að þau Ásthildur Lóa og Ragnar Þór hafa hvort um sig í laun á mánuði. Enn á þá eftir að svara hver á að ávaxta sparnaðinn og með hvaða hætti verður hann ávaxtaður? Verður hann verðtryggður? Hver verður skattaleg meðferð þessara gríðarlegu fjármuna? Því varla fara ríkissjóður og sveitarfélög að afsala sér skatttekjum af þessari upphæð sem að öllum líkindum myndi slá vel í 200 milljarða á ári (15-20% af fjárlögum) ef ekki meira. Ef skyldusparnaðurinn verður hluti af skattstofni tekjuskatts og útsvars, þá lækka útborguð laun að minnsta kosti um þá upphæð sem fer í skyldusparnaðinn. Ef að taka á tekjuskatt og útsvar af útgreiðslu sparnaðarins, þá þurrkast út vextir og verðtrygging sparnaðarins og vel það. Þannig að fólk fengi þá minna til baka en það lagði til skyldusparnaðarins. Velflestar útgreiðslur myndu þá væntanlega falla undir hæsta tekjuskattsþrepið. Enda persónuafsláttur fullnýttur staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars. Svo má auðvitað velta því fyrir sér, úr því að um tímabundinn skyldusparnað er að ræða. Hvað gerist í hagkerfinu okkar, þegar að minnsta kosti 200 milljarðar koma til útgreiðslu á einu bretti? Ef miðað er við að sparnaðurinn vari í eitt ár. Sú upphæð margfaldast svo með fjölda ára ef sparnaðurinn varir lengur en eitt ár. Þó svo að fjármálaráðherra hafi sagt þessa leið mögulega og jafnvel einnig virka, þá er útfærsla þeirra að öllum líkindum flókin og afar tímafrek. Ætla má að vegna hugsanlegra breytinga á lögum og jafnvel setningu nýrra laga ásamt fleiri útfærsluatriðum vegna þessa skyldusparnaðar, að hann gæti í fyrsta lagi hafist um næstu áramót. Eða eftir rúma átta mánuði. Hvert verður vaxtastigið þá og hver verður verðbólgan þá? Varla mun Seðlabankinn halda að sér höndum á meðan unnið yrði að lagabreytingum og annarri útfærslu, því væntanlega myndi verðbólgan grassera á meðan unnið að þessum breytingum. Ekki yrði hægt að stöðva tímann á meðan að unnið væri að útfærslu. Þessi leið er því, í fljótu bragði ekki líkleg til þess að leysa nokkurn vanda. Heldur mögulega auka hann. Fyrst og fremst vegna þess hversu seint hún kæmist í framkvæmd. Aðrar aðgerðir, hverjar sem þær yrðu, til þess að taka á vanda þeirra sem eiga í miklum eða töluverðum vanda, tækju vissulega einnig tíma. En við þær aðgerðir væri kannski hægt að spara sér tíma með því að leita í smiðju fyrri aðgerða sem hafa virkað og taka þannig á vandanum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið. Sá sem þetta skrifar mun þó síðastur manna gera lítið úr því, að ákveðinn fjöldi heimila á í miklum erfiðleikum með að standa í skilum með sín húsnæðislán , eins og vaxtastigið er í dag. Auk þess á ákveðinn fjöldi heimila í erfiðleikum með að standa skil á húsaleigu sem einnig hefur hækkað töluvert hjá mörgum eins og afborgarnir lána. Umfang vandans hlýtur þó alltaf að miðast við það um hversu stóran hluta heimila er að ræða. Ef að miðað er við mig, þá er ég ekki með húsnæðislán heldur er ég á leigumarkaði og ræð vel við að greiða húsaleigu af þeim launum sem ég hef. Ég get meira að segja lagt fyrir hluta af launum mínum og geri það. Heildarlaun mín með orlofi eru alla jafna á bilinu 900 þús kr. til milljón á mánuði. Væri mér því alla jafna gert að spara á bilinu 90 til 100 þús á mánuði, jafnvel 150 þús ef ég vinn nokkra tíma aukalega á mánuði, ef þessi skyldusparnaðartillaga yrði að veruleika. Ef við reiknum með því að ég haldi mér undir milljóninni þá væri ég að láta af hendi 1080-1200 þús á ári af mínum ráðstöfunartekjum í þennan sparnað. Semsagt árlegar ráðstöfunartekjur mínar myndu að minnsta kosti minnka um þessa upphæð. Gætu minnkað meira, ef sá hluti launanna sem í skyldusparnaðinn fara verður með í skattstofni tekjuskatts og útsvars. Ég væri þá mögulega þvingaður til þess að hætta þeim sparnaði sem að ég er með í dag. Samkvæmt vef Hagstofunnar voru ca. 2/3 launamanna með 700 þús eða meira í heildartekjur árið 2021 (ekki til nýrri upplýsingar). Ef að miðað er við 10% skyldusparnað er upphæðin ca. 2/3 af inngreiðslum í lífeyrissjóði þeirra sem undir sparnaðinn yrðu settir. Heimili hjóna þar sem hvor aðilinn um sig er með 700þús í heildarlaun verður af af ráðstöfunartekjum að upphæð 1680 þús á ári. Vísast til nálægt þeirri upphæð sem að þau Ásthildur Lóa og Ragnar Þór hafa hvort um sig í laun á mánuði. Enn á þá eftir að svara hver á að ávaxta sparnaðinn og með hvaða hætti verður hann ávaxtaður? Verður hann verðtryggður? Hver verður skattaleg meðferð þessara gríðarlegu fjármuna? Því varla fara ríkissjóður og sveitarfélög að afsala sér skatttekjum af þessari upphæð sem að öllum líkindum myndi slá vel í 200 milljarða á ári (15-20% af fjárlögum) ef ekki meira. Ef skyldusparnaðurinn verður hluti af skattstofni tekjuskatts og útsvars, þá lækka útborguð laun að minnsta kosti um þá upphæð sem fer í skyldusparnaðinn. Ef að taka á tekjuskatt og útsvar af útgreiðslu sparnaðarins, þá þurrkast út vextir og verðtrygging sparnaðarins og vel það. Þannig að fólk fengi þá minna til baka en það lagði til skyldusparnaðarins. Velflestar útgreiðslur myndu þá væntanlega falla undir hæsta tekjuskattsþrepið. Enda persónuafsláttur fullnýttur staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars. Svo má auðvitað velta því fyrir sér, úr því að um tímabundinn skyldusparnað er að ræða. Hvað gerist í hagkerfinu okkar, þegar að minnsta kosti 200 milljarðar koma til útgreiðslu á einu bretti? Ef miðað er við að sparnaðurinn vari í eitt ár. Sú upphæð margfaldast svo með fjölda ára ef sparnaðurinn varir lengur en eitt ár. Þó svo að fjármálaráðherra hafi sagt þessa leið mögulega og jafnvel einnig virka, þá er útfærsla þeirra að öllum líkindum flókin og afar tímafrek. Ætla má að vegna hugsanlegra breytinga á lögum og jafnvel setningu nýrra laga ásamt fleiri útfærsluatriðum vegna þessa skyldusparnaðar, að hann gæti í fyrsta lagi hafist um næstu áramót. Eða eftir rúma átta mánuði. Hvert verður vaxtastigið þá og hver verður verðbólgan þá? Varla mun Seðlabankinn halda að sér höndum á meðan unnið yrði að lagabreytingum og annarri útfærslu, því væntanlega myndi verðbólgan grassera á meðan unnið að þessum breytingum. Ekki yrði hægt að stöðva tímann á meðan að unnið væri að útfærslu. Þessi leið er því, í fljótu bragði ekki líkleg til þess að leysa nokkurn vanda. Heldur mögulega auka hann. Fyrst og fremst vegna þess hversu seint hún kæmist í framkvæmd. Aðrar aðgerðir, hverjar sem þær yrðu, til þess að taka á vanda þeirra sem eiga í miklum eða töluverðum vanda, tækju vissulega einnig tíma. En við þær aðgerðir væri kannski hægt að spara sér tíma með því að leita í smiðju fyrri aðgerða sem hafa virkað og taka þannig á vandanum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar