Kallar eftir samstöðu með Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 13:17 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/GAVRIIL GRIGOROV Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, heldur því fram að Vesturlönd hafi byrjað svokallaðan blandaðan hernað gegn Rússland og að því muni ekki ljúka í bráð. „Við þurfum að standa keik, örugg, einbeitt og sameinuð við bakið á forsetanum,“ sagði Peskóv við blaðamenn í Moskvu í morgun, samkvæmt Tass sem er í eigu rússneska ríkisins. Eins og frægt er réðust Rússar inn í Úkraínu í febrúar í fyrra en innrásina kalla þeir „sértæka hernaðaraðgerð“. Peskóv var spurður að því í morgun hvort mögulegt væri að stríðinu myndi ljúka á þessu ári en eins fram hefur komið telur hann það ekki líklegt. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu hafa ráðamenn í Rússlandi haldið því fram að Rússar séu í rauninni í stríði við Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd. Vildi ekkert segja um markmið Rússa Hann var einnig spurður út í markmið hinnar sértæku hernaðaraðgerðar og hvort hægt væri að ná þeim en sagði að Varnarmálaráðuneytið þyrfti að svara því. Peskóv sagði þó að ekki væri hægt að ná þessum markmiðum með pólitískum leiðum, samkvæmt RIA fréttaveitunni. Hver markið Rússa eru í Úkraínu er ekki ljóst. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Pútín hefur meðal annars haldið því fram að hinni sértæku hernaðaraðgerð sé ætlað að verja fólk í austurhluta Úkraínu. Hann hefur einnig haldið því fram að það væri réttur Rússa að stjórna Úkraínu, sem hann hefur sagt að sé ekki raunverulegt ríki. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir þó skilað takmörkuðum árangri sem mælist að mestu í hundruð metra. Rússar hafa lagt mikla áherslu á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem rússneski herinn og málaliðahópurinn Wagner Group hafa reynt að ná frá því í sumar. Þar hafa Rússar náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Auk þess að komast nálægt því að umkringja bæinn hafa Rússar einnig sótt fram í bænum sjálfum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í vikunni drónamyndband frá Bakhmut sem sýnir lík rússneskra hermanna á víð og dreif í Bakhmut. Úkraínumenn eru sagðir hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Bakhmut holds. 93rd Mechanized Brigade pic.twitter.com/phFjUM5S7e— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 27, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, heldur því fram að Vesturlönd hafi byrjað svokallaðan blandaðan hernað gegn Rússland og að því muni ekki ljúka í bráð. „Við þurfum að standa keik, örugg, einbeitt og sameinuð við bakið á forsetanum,“ sagði Peskóv við blaðamenn í Moskvu í morgun, samkvæmt Tass sem er í eigu rússneska ríkisins. Eins og frægt er réðust Rússar inn í Úkraínu í febrúar í fyrra en innrásina kalla þeir „sértæka hernaðaraðgerð“. Peskóv var spurður að því í morgun hvort mögulegt væri að stríðinu myndi ljúka á þessu ári en eins fram hefur komið telur hann það ekki líklegt. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu hafa ráðamenn í Rússlandi haldið því fram að Rússar séu í rauninni í stríði við Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd. Vildi ekkert segja um markmið Rússa Hann var einnig spurður út í markmið hinnar sértæku hernaðaraðgerðar og hvort hægt væri að ná þeim en sagði að Varnarmálaráðuneytið þyrfti að svara því. Peskóv sagði þó að ekki væri hægt að ná þessum markmiðum með pólitískum leiðum, samkvæmt RIA fréttaveitunni. Hver markið Rússa eru í Úkraínu er ekki ljóst. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Pútín hefur meðal annars haldið því fram að hinni sértæku hernaðaraðgerð sé ætlað að verja fólk í austurhluta Úkraínu. Hann hefur einnig haldið því fram að það væri réttur Rússa að stjórna Úkraínu, sem hann hefur sagt að sé ekki raunverulegt ríki. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir þó skilað takmörkuðum árangri sem mælist að mestu í hundruð metra. Rússar hafa lagt mikla áherslu á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem rússneski herinn og málaliðahópurinn Wagner Group hafa reynt að ná frá því í sumar. Þar hafa Rússar náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Auk þess að komast nálægt því að umkringja bæinn hafa Rússar einnig sótt fram í bænum sjálfum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í vikunni drónamyndband frá Bakhmut sem sýnir lík rússneskra hermanna á víð og dreif í Bakhmut. Úkraínumenn eru sagðir hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Bakhmut holds. 93rd Mechanized Brigade pic.twitter.com/phFjUM5S7e— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 27, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira