Minnti lögreglu áhyggjufullur á morð í Hafnarfirði en sagt að slaka á Bjarki Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 29. mars 2023 13:16 Frá vettvangi morðsins í Barðavogi í júní í fyrra. Vísir/Helena Tæplega þrítugur karlmaður sem bjó á miðhæð í húsi við Barðavog í Reykjavík þar sem karlmanni var ráðinn bani í júní í fyrra lýsti því að tvítugur karlmaður, grunaður um morðið, hafi ráðist á sig af engu tilefni tæplega sólarhring fyrr. Hann segir lögreglu hafa talið hann vera að bregðast of hart við þeirri árás og ekki hlustað á áhyggjur hans. Hinn látni hafi verið áberandi góður maður sem hafi viljað öllum vel. Aðalmeðferð í Barðavogsmálinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður, er ákærður fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní í fyrra. Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið með þeim afleiðingum að Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Magnús Aron hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. Flúði á hlaupum út Barðavoginn Magnús Aron gaf skýrslu fyrir dómi í morgun og var margsaga um atburðarásina örlagaríku. Dró hann úr lýsingum sem hann hafði gefið lögreglu skömmu eftir atburðinn þar sem hann lýsti spörkum og höggum sem hann lét dynja á Gylfa. Hægt er að lesa frásögn Magnúsar Arons í fréttinni hér að neðan. Þar sagði hann frá nágranna á miðhæð sem hann taldi í nöp við sig. Umræddur nágranni, 28 ára karlmaður, kom fyrir dóminn í dag. Hann býr á sama stigagangi á miðhæð hússins við Barðavog. Magnús Aron bjó með móður sinni á efstu hæð en Gylfi Bergmann í kjallara. Nágranninn lýsti því að hafa kvöldið áður, föstudagskvöld, komið heim um miðnætti. Hann hafi mætt Magnúsi Aroni og boðið gott kvöld. Nágranninn hafi hins vegar fengið þungt höfuðhögg og vankast aðeins. Hann hafi ekki dottið niður en bakkað niður stigaganginn og spurt Magnús hvað hann væri að pæla. Magnús hafi ekki svarað og nágranninn þá ætlað að fara inn í íbúð sína. Magnús hafi meinað honum aðgang, tekið upp símann og hringt á lögreglu. Magnús hafi beðið hann um að halda sig fjarri því nágranninn eigi að hafa ráðist á hann. „Ég forðast hann aðeins og sé svo að hann legur frá sér símann sinn og gerir atlögu að mér. Þetta þróast út í sprett út Barðavoginn, alveg út að horni þar sem ég næ að hlaupa frá honum,“ sagði nágranninn. Tjáði lögreglu að nágranninn hefði troðið puttum í kok hans Hann hafi verið mjög vankaður og muni ekki alveg hvað hafi gerst. Hann hafi hringt í móður Magnúsar Arons sem hafi svarað því til að hún sjálf lægi inni á spítala. Magnús væri fullorðinn maður og það þurfi að hringja í lögregluna. Nágranninn hringdi í kærustu sína sem var inni í íbúðinni. Hún hafi spurt hvar hann hefði verið og hvers vegna hann héngi úti á götuhorni. Á þeim tíma hafi Magnús verið að ganga hring fyrir utan húsið. „Ég vara hana við að fara ekki fram.“ Skömmu síðar hafi lögreglan komið en nágranninn sagðist lítið muna eftir þeim samskiptum. Þau hefðu vonandi verið skráð niður í skýrslu. Annars lögreglumannanna hafi farið upp að ræða við Magnús og kærasta nágrannans orðið vitni að því. „Hún heyrði Magnús ásaka mig um að ráðast á sig og troða puttunum mínum upp í kokið hans,“ sagði nágranninn. Hann hafi loks farið inn í sína íbúð og lögreglumennirnir tveir rætt við þau eftir spjallið við Magnús. Þeir hafi sagt að Magnús hafi farið að sofa. Mikil læti um nóttina Nágranninn lýsti miklum látum úr íbúð Magnúsar og móður hans yfir nóttina. „Það var eins og verið væri að færa til húsgögn. Ég sef illa og pæli í því hvað ég þurfi að gera. Flytja eða eitthvað því ég treysti mér ekki til að vera þarna lengur.“ Hann hafi fylgt kærustu sinni út um ellefuleytið daginn eftir og svo farið upp á heilsugæslu. Þá hafi hann deilt því í skilaboðum til Gylfa hvað hefði gerst. Móðir nágrannans er lögreglukona og tjáði hún syni sínum að eini möguleikinn væri að fá lækni til að svipta Magnús sjálfræði og fjarlægja hann af lögheimili sínu. Um tvöleytið hafi þau verið að ræða þetta í samskiptum við lögreglu og svo haft samband við varðstjóra um þrjúleytið. Þeirra von hafi verið að Magnús yrði fjarlægður af heimilinu. Þau hafi komið heim um þrjúleytið og móðir hans þá séð Magnús fara út úr húsinu. „Sem ég hafði aldrei séð hann gera að degi til. Ég sá hann oftast á kvöldin og næturnar.“ Hann hafi farið út í garð og gengið þar fram og til baka. „Mamma hafði ætlað að tala við hann en hætti við og læsti bílnum þegar hún sá þetta.“ Sagt að slaka á Lögreglumenn mættu á svæðið og nágranninn segist hafa byrjað að pakka niður í tösku enda ekki viljað dvelja í húsinu á meðan ástandið væri svona. „Varðstjórinn er á staðnum og segir mér að slaka aðeins á, settla aðstæður. Segir mér að eina úrræðið í þessu sé ef það eru nógu mörg mál á honum. Ef eitthvað hefur gerst áður,“ sagði nágranninn. „Ég var hvattur til að gista aðra nótt og til að hringja í lögregluna alltaf þegar eitthvað gerðist. Sama hvort það væri ólöglegt eða annað. Þau hefðu ekki nóg eins og er til að svipta hann sjálfræði.“ Þarna hafi verið á vettvangi þau kærustuparið, móðir hans, varðstjórinn auk lögreglukonu. „Eftir þetta fara þau og ræða við Magnús. Í millitíðinni er verið að róa mig. Það var komið fram við mig eins og ég væri að bregðast of harta við. Ég veit ekki hvers vegna,“ sagði nágranninn. Hann hafi verið mjög skýr að hann myndi ekki gista aðra nótt og hringja ef eitthvað myndi gerast. „Ég tala um fordæmið upphátt við þau, með Hannesarmálið,“ sagði nágranninn og vísaði til morðs í Hafnarfirði í ágúst 2010. Þá banaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson Hannesi Þór Helgasyni. Nágranninn hafi sagt lögreglunni að þetta mál væri ekki jafnlítið mál og þau segðu. Eftir það hafi þau tekið dótið sitt og yfirgefið svæðið. Hann hafi aftur haft samband við Gylfa og beðið hann um að hafa eyrun opin ef eitthvað gerðist þarna upp. Ef Magnús brytist inn eða eitthvað. „Gylfi segist ætla að tala hann til og ég svara honum til baka að ég mæli alls ekki með því. Hann sé í einhvers konar geðrofi.“ Óþægilegt að vera laminn heima hjá sér Dómari spurði nágrannann nánar út í málið. Hann lýsti ofsahræðslu og hvernig þetta hefði verið honum algjört áfall. „Maður er heima hjá sér. Þetta er staður sem maður á að vera öruggur á. Að vera barinn svona upp úr þurru... ég get varla ímyndað mér óþægilegri aðstöðu.“ Hann hafi ekki ætlað sér að vera þarna áfram. Sérstaklega eftir úrræðaleysið en þarna hafi hann búið í eitt og hálft ár. Nágranninn var spurður út í fyrri samskipti við Magnús Aron. Nágranninn lýsti því að hafa orðið mjög mikið var við Magnús Aron því mikil læti hefðu verið á tímabili. Eins og verið væri að færa til stól og skella hurðum. Hann hefði rætt við hann í tvö skipti. „Fyrst þegar ég var nýlega fluttur inn. Þá talaði hann við mig og ég hélt hann væri einhverfur eða eitthvað. Hann talaði með þeim hætti. Hin samskiptin sem ég átti við hann, þá skellir hann hurðinni og það fauk í mig. Ég opna hurðina og spyr hvort það sé ekki allt í lagi,“ sagði nágranninn. Þetta hafi verið um ári fyrir kvöldið örlagaríka. Hann hafi spurt á móti hvort ekki væri í lagi með nágrannann. „Hann sakar mig um að hafa verið að fylgjast með sér. Ég hunsaði það og lokaði hurðinni. Svo sendi ég á mömmu hans daginn eftir hvað hafi komið fyrir og hún ætlaði að ræða við hann.“ Nágranninn þvertók fyrir að hafa verið að fylgjast með Magnúsi Aroni. Hann hefði samt ekki á þeim tímapunkti skilið það sem samsæriskenningu heldur á þann veg að nágranninn væri að horfa á hann út um gluggann. Þá sagði nágranninn að móðir Magnúsar hefði tjáð kærustu sinni að Magnús gerði ekki flugu mein. Áberandi góður maður sem vildi öllum vel Nágranninn lýsti Gylfa Bergmanni heitnum sem áberandi góðum manni sem hafi ekki viljað neinum mein. Aðspurður hvers vegna Gylfi hafi farið til Magnúsar taldi nágranninn Gylfa einfaldlega viljað ræða við hann og miðla málum. Þá sagðist hann fram að þessu aldrei hafa verið hræddur við Magnús Aron. „Hann stal einhvern tímann reimunum af öllum vinstri skónum okkar. Gerði dyraöt. En ég hitti hann aldrei. Upplifunin mín var að ég var aldrei hræddur. Ég sá hann aldrei og hélt bara að hann væri einhverfur.“ Dómsmál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Aðalmeðferð í Barðavogsmálinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður, er ákærður fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní í fyrra. Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið með þeim afleiðingum að Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Magnús Aron hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. Flúði á hlaupum út Barðavoginn Magnús Aron gaf skýrslu fyrir dómi í morgun og var margsaga um atburðarásina örlagaríku. Dró hann úr lýsingum sem hann hafði gefið lögreglu skömmu eftir atburðinn þar sem hann lýsti spörkum og höggum sem hann lét dynja á Gylfa. Hægt er að lesa frásögn Magnúsar Arons í fréttinni hér að neðan. Þar sagði hann frá nágranna á miðhæð sem hann taldi í nöp við sig. Umræddur nágranni, 28 ára karlmaður, kom fyrir dóminn í dag. Hann býr á sama stigagangi á miðhæð hússins við Barðavog. Magnús Aron bjó með móður sinni á efstu hæð en Gylfi Bergmann í kjallara. Nágranninn lýsti því að hafa kvöldið áður, föstudagskvöld, komið heim um miðnætti. Hann hafi mætt Magnúsi Aroni og boðið gott kvöld. Nágranninn hafi hins vegar fengið þungt höfuðhögg og vankast aðeins. Hann hafi ekki dottið niður en bakkað niður stigaganginn og spurt Magnús hvað hann væri að pæla. Magnús hafi ekki svarað og nágranninn þá ætlað að fara inn í íbúð sína. Magnús hafi meinað honum aðgang, tekið upp símann og hringt á lögreglu. Magnús hafi beðið hann um að halda sig fjarri því nágranninn eigi að hafa ráðist á hann. „Ég forðast hann aðeins og sé svo að hann legur frá sér símann sinn og gerir atlögu að mér. Þetta þróast út í sprett út Barðavoginn, alveg út að horni þar sem ég næ að hlaupa frá honum,“ sagði nágranninn. Tjáði lögreglu að nágranninn hefði troðið puttum í kok hans Hann hafi verið mjög vankaður og muni ekki alveg hvað hafi gerst. Hann hafi hringt í móður Magnúsar Arons sem hafi svarað því til að hún sjálf lægi inni á spítala. Magnús væri fullorðinn maður og það þurfi að hringja í lögregluna. Nágranninn hringdi í kærustu sína sem var inni í íbúðinni. Hún hafi spurt hvar hann hefði verið og hvers vegna hann héngi úti á götuhorni. Á þeim tíma hafi Magnús verið að ganga hring fyrir utan húsið. „Ég vara hana við að fara ekki fram.“ Skömmu síðar hafi lögreglan komið en nágranninn sagðist lítið muna eftir þeim samskiptum. Þau hefðu vonandi verið skráð niður í skýrslu. Annars lögreglumannanna hafi farið upp að ræða við Magnús og kærasta nágrannans orðið vitni að því. „Hún heyrði Magnús ásaka mig um að ráðast á sig og troða puttunum mínum upp í kokið hans,“ sagði nágranninn. Hann hafi loks farið inn í sína íbúð og lögreglumennirnir tveir rætt við þau eftir spjallið við Magnús. Þeir hafi sagt að Magnús hafi farið að sofa. Mikil læti um nóttina Nágranninn lýsti miklum látum úr íbúð Magnúsar og móður hans yfir nóttina. „Það var eins og verið væri að færa til húsgögn. Ég sef illa og pæli í því hvað ég þurfi að gera. Flytja eða eitthvað því ég treysti mér ekki til að vera þarna lengur.“ Hann hafi fylgt kærustu sinni út um ellefuleytið daginn eftir og svo farið upp á heilsugæslu. Þá hafi hann deilt því í skilaboðum til Gylfa hvað hefði gerst. Móðir nágrannans er lögreglukona og tjáði hún syni sínum að eini möguleikinn væri að fá lækni til að svipta Magnús sjálfræði og fjarlægja hann af lögheimili sínu. Um tvöleytið hafi þau verið að ræða þetta í samskiptum við lögreglu og svo haft samband við varðstjóra um þrjúleytið. Þeirra von hafi verið að Magnús yrði fjarlægður af heimilinu. Þau hafi komið heim um þrjúleytið og móðir hans þá séð Magnús fara út úr húsinu. „Sem ég hafði aldrei séð hann gera að degi til. Ég sá hann oftast á kvöldin og næturnar.“ Hann hafi farið út í garð og gengið þar fram og til baka. „Mamma hafði ætlað að tala við hann en hætti við og læsti bílnum þegar hún sá þetta.“ Sagt að slaka á Lögreglumenn mættu á svæðið og nágranninn segist hafa byrjað að pakka niður í tösku enda ekki viljað dvelja í húsinu á meðan ástandið væri svona. „Varðstjórinn er á staðnum og segir mér að slaka aðeins á, settla aðstæður. Segir mér að eina úrræðið í þessu sé ef það eru nógu mörg mál á honum. Ef eitthvað hefur gerst áður,“ sagði nágranninn. „Ég var hvattur til að gista aðra nótt og til að hringja í lögregluna alltaf þegar eitthvað gerðist. Sama hvort það væri ólöglegt eða annað. Þau hefðu ekki nóg eins og er til að svipta hann sjálfræði.“ Þarna hafi verið á vettvangi þau kærustuparið, móðir hans, varðstjórinn auk lögreglukonu. „Eftir þetta fara þau og ræða við Magnús. Í millitíðinni er verið að róa mig. Það var komið fram við mig eins og ég væri að bregðast of harta við. Ég veit ekki hvers vegna,“ sagði nágranninn. Hann hafi verið mjög skýr að hann myndi ekki gista aðra nótt og hringja ef eitthvað myndi gerast. „Ég tala um fordæmið upphátt við þau, með Hannesarmálið,“ sagði nágranninn og vísaði til morðs í Hafnarfirði í ágúst 2010. Þá banaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson Hannesi Þór Helgasyni. Nágranninn hafi sagt lögreglunni að þetta mál væri ekki jafnlítið mál og þau segðu. Eftir það hafi þau tekið dótið sitt og yfirgefið svæðið. Hann hafi aftur haft samband við Gylfa og beðið hann um að hafa eyrun opin ef eitthvað gerðist þarna upp. Ef Magnús brytist inn eða eitthvað. „Gylfi segist ætla að tala hann til og ég svara honum til baka að ég mæli alls ekki með því. Hann sé í einhvers konar geðrofi.“ Óþægilegt að vera laminn heima hjá sér Dómari spurði nágrannann nánar út í málið. Hann lýsti ofsahræðslu og hvernig þetta hefði verið honum algjört áfall. „Maður er heima hjá sér. Þetta er staður sem maður á að vera öruggur á. Að vera barinn svona upp úr þurru... ég get varla ímyndað mér óþægilegri aðstöðu.“ Hann hafi ekki ætlað sér að vera þarna áfram. Sérstaklega eftir úrræðaleysið en þarna hafi hann búið í eitt og hálft ár. Nágranninn var spurður út í fyrri samskipti við Magnús Aron. Nágranninn lýsti því að hafa orðið mjög mikið var við Magnús Aron því mikil læti hefðu verið á tímabili. Eins og verið væri að færa til stól og skella hurðum. Hann hefði rætt við hann í tvö skipti. „Fyrst þegar ég var nýlega fluttur inn. Þá talaði hann við mig og ég hélt hann væri einhverfur eða eitthvað. Hann talaði með þeim hætti. Hin samskiptin sem ég átti við hann, þá skellir hann hurðinni og það fauk í mig. Ég opna hurðina og spyr hvort það sé ekki allt í lagi,“ sagði nágranninn. Þetta hafi verið um ári fyrir kvöldið örlagaríka. Hann hafi spurt á móti hvort ekki væri í lagi með nágrannann. „Hann sakar mig um að hafa verið að fylgjast með sér. Ég hunsaði það og lokaði hurðinni. Svo sendi ég á mömmu hans daginn eftir hvað hafi komið fyrir og hún ætlaði að ræða við hann.“ Nágranninn þvertók fyrir að hafa verið að fylgjast með Magnúsi Aroni. Hann hefði samt ekki á þeim tímapunkti skilið það sem samsæriskenningu heldur á þann veg að nágranninn væri að horfa á hann út um gluggann. Þá sagði nágranninn að móðir Magnúsar hefði tjáð kærustu sinni að Magnús gerði ekki flugu mein. Áberandi góður maður sem vildi öllum vel Nágranninn lýsti Gylfa Bergmanni heitnum sem áberandi góðum manni sem hafi ekki viljað neinum mein. Aðspurður hvers vegna Gylfi hafi farið til Magnúsar taldi nágranninn Gylfa einfaldlega viljað ræða við hann og miðla málum. Þá sagðist hann fram að þessu aldrei hafa verið hræddur við Magnús Aron. „Hann stal einhvern tímann reimunum af öllum vinstri skónum okkar. Gerði dyraöt. En ég hitti hann aldrei. Upplifunin mín var að ég var aldrei hræddur. Ég sá hann aldrei og hélt bara að hann væri einhverfur.“
Dómsmál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira