Gjaldþrot kom eiganda Eins og fætur toga í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2023 14:21 Lýður B. Skarphéðinsson eigandi Eins og fætur toga er sérfræðingur í göngu- og hlaupagreiningum. Eins og fætur toga Félagið Eins og fætur toga ehf., sem hefur sérhæft sig í göngugreiningu og sölu á hlaupaskóm og innleggjum, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og tveimur verslunum lokað. Eigandinn segir stöðuna sem upp er komin hafa komið sér í opna skjöldu. Skiptastjóri segist vonast til að geta selt reksturinn svo starfsemin geti haldið áfram. Fyrirtækið er í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur en félagið var stofnað árið 2010. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í göngugreiningu hjá fyrirtækinu, bæði í Kringlunni og síðar á Höfðabakka, og fengið innlegg til að bæta líðan sína. Það var einmitt á Facebook-síðu fyrirtækisins í síðustu viku sem óvænt tilkynning barst. „Góðan dag. Verslanirnar eru báðar tímabundið lokaðar. Önnur tilkynning verður birt fljótlega. Biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningunni. Vísað var á lögfræðing hjá lögfræðistofunni Logos fyrir frekari fyrirspurnir. Viðskiptavinir brugðust áhyggjufullir við. Sumir vegna þess að þeir höfðu ekki fengið innlegg afhent en þegar greitt fyrir þau. Aðrir að óttast að vandræði væru með viðskiptin og búðin væri að leggjast af. Viðskiptavinir hafa lýst yfir áhyggjum við tilkynningu á Facebook-síðu Fætur toga. Lýður segir í samtali við Vísi að staðan sé viðkvæm í augnablikinu. „Þetta kom gjörsamlega aftan að okkur. Það er verið að vinna í því að opna aftur,“ segir Lýður. Enga uppgjöf sé á þeim að finna og málið sé í skoðun. Það sé þó ekki alfarið í þeirra höndum. Vonast til að selja reksturinn „Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos. Guðbjörg Helga Hjartardóttir hefur verið skipaður skiptastjóri og sjá þau Bjarki um uppgjörið. Vefsíðu fyrirtækisins hefur verið lokað en Facebook-síðan er enn opin. „Við vonumst til þess að koma þessu aftur í rekstur. Að við náum að selja hann aftur eða eitthvað slíkt.“ Bjarki segir að kröfuhafi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á í síðustu viku. Samdægurs hafi lögmennirnir farið í verslunirnar, í Kringlunni og uppi á Höfða, og fengið þeim lokað. Bjarki vill ekki upplýsa hver kröfuhafinn um gjaldþrotaskipti sé. Bjarki segist svara áhyggjufullum viðskiptavinum með þeim hætti að verið sé að vinna í málinu og haft verði samband við þá í næstu viku. Þau innlegg sem greitt hafi verið fyrir verði afhent þegar málin hafa skýrst. Í innköllun í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla sem telji sig eiga kröfur á hendur félaginu að lýsa þeim yfir innan tveggja mánaða. Gjaldþrot Heilsa Verslun Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Fyrirtækið er í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur en félagið var stofnað árið 2010. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í göngugreiningu hjá fyrirtækinu, bæði í Kringlunni og síðar á Höfðabakka, og fengið innlegg til að bæta líðan sína. Það var einmitt á Facebook-síðu fyrirtækisins í síðustu viku sem óvænt tilkynning barst. „Góðan dag. Verslanirnar eru báðar tímabundið lokaðar. Önnur tilkynning verður birt fljótlega. Biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningunni. Vísað var á lögfræðing hjá lögfræðistofunni Logos fyrir frekari fyrirspurnir. Viðskiptavinir brugðust áhyggjufullir við. Sumir vegna þess að þeir höfðu ekki fengið innlegg afhent en þegar greitt fyrir þau. Aðrir að óttast að vandræði væru með viðskiptin og búðin væri að leggjast af. Viðskiptavinir hafa lýst yfir áhyggjum við tilkynningu á Facebook-síðu Fætur toga. Lýður segir í samtali við Vísi að staðan sé viðkvæm í augnablikinu. „Þetta kom gjörsamlega aftan að okkur. Það er verið að vinna í því að opna aftur,“ segir Lýður. Enga uppgjöf sé á þeim að finna og málið sé í skoðun. Það sé þó ekki alfarið í þeirra höndum. Vonast til að selja reksturinn „Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos. Guðbjörg Helga Hjartardóttir hefur verið skipaður skiptastjóri og sjá þau Bjarki um uppgjörið. Vefsíðu fyrirtækisins hefur verið lokað en Facebook-síðan er enn opin. „Við vonumst til þess að koma þessu aftur í rekstur. Að við náum að selja hann aftur eða eitthvað slíkt.“ Bjarki segir að kröfuhafi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á í síðustu viku. Samdægurs hafi lögmennirnir farið í verslunirnar, í Kringlunni og uppi á Höfða, og fengið þeim lokað. Bjarki vill ekki upplýsa hver kröfuhafinn um gjaldþrotaskipti sé. Bjarki segist svara áhyggjufullum viðskiptavinum með þeim hætti að verið sé að vinna í málinu og haft verði samband við þá í næstu viku. Þau innlegg sem greitt hafi verið fyrir verði afhent þegar málin hafa skýrst. Í innköllun í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla sem telji sig eiga kröfur á hendur félaginu að lýsa þeim yfir innan tveggja mánaða.
Gjaldþrot Heilsa Verslun Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira