Lokaumferð Subway: Sætin sem liðin geta endað í eftir kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2023 09:00 Félög eru að reyna að hoppa upp um sæti í töflunni en bæði Njarðvík og KR eru hins vegar föst í sínum sætum. Vísir/Hulda Margrét Tuttugasta og önnur umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld og þótt að það sé ljóst hverjir vinna deildina og hverjir falla úr deildinni þá er enn barist um mikilvæg sæti í lokaumferðinni. Fimm af tólf liðum eru alveg föst í sínu sæti. Valsmenn eru deildarmeistarar og Njarðvík verður alltaf í öðru sæti. Tindastóll er fast í fimmta sæti og neðstu liðin, ÍR og KR, enda í ellefta og tólft sætinu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið endar í þriðja sæti, hvaða lið nær sjötta sætinu og hvað verður áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Keflavík og Haukar keppa um þriðja sætið. Tindastóll gæti vissulega náð þessum liðum að stigum sem og endað jafnt Grindavík í 5. og 6. sæti. Stólarnir eru alltaf neðar en Haukar á innbyrðis leikjum (1-1, -3) og alltaf ofar en Grindavík á innbyrðis (2-0, +24). Grindavík og Þór Þorlákshöfn spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið. Höttur, Stjarnan og Breiðablik geta öll endað í áttunda sæti en Blikar eru þar í verstu stöðunni vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita. 3. og 4. sætið Keflavík og Haukar eru jöfn að stigum og Keflavík verður alltaf ofar á innbyrðis leikjum endi þau jöfn. Haukarnir eiga hins vegar auðveldari mótherja, fá Blika í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. 6. sætið Þór Þorlákshöfn og Grindavík mætast í Þorlákshöfn. Þórsarar eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Grindvíkingar unnu fyrri leikinn með tveimur stigum. Það þýðir að Þórsarar ná sjötta sætinu með því að vinna leikinn með tveimur stigum eða meira. Þór nægir að vinna með tveimur af því að þeir eru með betra nettó úr öllum leikjum. 8. sætið Hlutirnir fara aftur á móti að flækjast aðeins þegar kemur að baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Höttur, Stjarnan og Breiðablik eru öll jöfn að stigum í áttunda til tóunda sæti en Hattarmenn standa best í innbyrðis leikjum þessara liða. Höttur tryggir sér því sæti í úrslitakeppninni með sigri á föllnu ÍR-liði á heimavelli. Stjarnan þarf að vinna sinn leik á móti föllnum KR-ingum og treysta á tap hjá Hetti. Blikar þurfa aftur á móti að vinna Hauka á útivelli og treysta um leið á það að bæði Höttur og Stjarnan tapi bæði þar sem Blikar standa verr á móti þeim báðum í innbyrðis leikjum. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða sætum liðin geta endað í eftir kvöldið: Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki Subway-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Fimm af tólf liðum eru alveg föst í sínu sæti. Valsmenn eru deildarmeistarar og Njarðvík verður alltaf í öðru sæti. Tindastóll er fast í fimmta sæti og neðstu liðin, ÍR og KR, enda í ellefta og tólft sætinu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið endar í þriðja sæti, hvaða lið nær sjötta sætinu og hvað verður áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Keflavík og Haukar keppa um þriðja sætið. Tindastóll gæti vissulega náð þessum liðum að stigum sem og endað jafnt Grindavík í 5. og 6. sæti. Stólarnir eru alltaf neðar en Haukar á innbyrðis leikjum (1-1, -3) og alltaf ofar en Grindavík á innbyrðis (2-0, +24). Grindavík og Þór Þorlákshöfn spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið. Höttur, Stjarnan og Breiðablik geta öll endað í áttunda sæti en Blikar eru þar í verstu stöðunni vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita. 3. og 4. sætið Keflavík og Haukar eru jöfn að stigum og Keflavík verður alltaf ofar á innbyrðis leikjum endi þau jöfn. Haukarnir eiga hins vegar auðveldari mótherja, fá Blika í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. 6. sætið Þór Þorlákshöfn og Grindavík mætast í Þorlákshöfn. Þórsarar eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Grindvíkingar unnu fyrri leikinn með tveimur stigum. Það þýðir að Þórsarar ná sjötta sætinu með því að vinna leikinn með tveimur stigum eða meira. Þór nægir að vinna með tveimur af því að þeir eru með betra nettó úr öllum leikjum. 8. sætið Hlutirnir fara aftur á móti að flækjast aðeins þegar kemur að baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Höttur, Stjarnan og Breiðablik eru öll jöfn að stigum í áttunda til tóunda sæti en Hattarmenn standa best í innbyrðis leikjum þessara liða. Höttur tryggir sér því sæti í úrslitakeppninni með sigri á föllnu ÍR-liði á heimavelli. Stjarnan þarf að vinna sinn leik á móti föllnum KR-ingum og treysta á tap hjá Hetti. Blikar þurfa aftur á móti að vinna Hauka á útivelli og treysta um leið á það að bæði Höttur og Stjarnan tapi bæði þar sem Blikar standa verr á móti þeim báðum í innbyrðis leikjum. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða sætum liðin geta endað í eftir kvöldið: Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki
Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki
Subway-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum