60 prósenta verðmunur á nautalund Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. mars 2023 22:23 60 prósent munur var á hæsta og lægsta kílóverði af frosinni nautalund. Lægst var verðið í Nettó, 4.999 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 7.998 kr. Vísir Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. Bónus var oftast með lægsta verðið, í 78 tilvikum, Fjarðarkaup næst oftast, í 33 tilvikum og Krónan í 22 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið, í 53 tilvikum, Heimkaup í 44 tilvikum og Hagkaup í 28 tilvikum. Af þeim vörum sem voru til skoðunar í könnuninni átti Fjarðarkaup flestar, 139 af 140 en Hagkaup fæstar, 100. Heimkaup var með hæsta meðalverð sem var að meðaltali 36 prósent hærra en lægsta verð. Yfir 40 prósent munur var á hæsta og lægsta verði á helmingi varanna í könnuninni eða á 73 vörum af 142. Þar af var yfir 60 prósent verðmunur á 47 vörum. Sem dæmi má nefna 101 prósent verðmun á kílóverði af ódýrasta samlokubrauði sem fékkst í verslununum, 60 prósent verðmun á frosinni nautalund, 48 prósent verðmun á kjúklingastrimlum og 166 prósent verðmun á lægsta kílóverði af rauðkáli. Oft mikill munur á hæsta og lægsta verði á kjöt- og fiskvöru 60 prósent munur var á hæsta og lægsta kílóverði af frosinni nautalund. Lægst var verðið í Nettó, 4.999 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 7.998 kr. Þá var 67 prósent verðmunur á frosinni kalkúnabringu en lægsta kílóverðið var að finna í Fjarðarkaup, 2.869 kr. en það hæsta í Nettó og Iceland, 4.799 kr. Mikill munur var á fleiri vörum þar sem lægsta kílóverð var skoðað en sem dæmi var 126 prósent munur á kílóverði á kleinum sem var lægst í Iceland, 1.373 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 3.102 kr. Þá var 166 prósent munur á lægsta kílóverði á rauðkáli í krukku eða dós, 206 prósent verðmunur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnu mangói, 117 prósent munur á kílóverði af haframjöli og 265prósent munur á lítraverði af fljótandi þvottaefni frá Neutral. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Smáratorgi, Krónunni Lindum, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Smáralind, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Niðurstöður verðkönnunar ASÍ. Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Bónus var oftast með lægsta verðið, í 78 tilvikum, Fjarðarkaup næst oftast, í 33 tilvikum og Krónan í 22 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið, í 53 tilvikum, Heimkaup í 44 tilvikum og Hagkaup í 28 tilvikum. Af þeim vörum sem voru til skoðunar í könnuninni átti Fjarðarkaup flestar, 139 af 140 en Hagkaup fæstar, 100. Heimkaup var með hæsta meðalverð sem var að meðaltali 36 prósent hærra en lægsta verð. Yfir 40 prósent munur var á hæsta og lægsta verði á helmingi varanna í könnuninni eða á 73 vörum af 142. Þar af var yfir 60 prósent verðmunur á 47 vörum. Sem dæmi má nefna 101 prósent verðmun á kílóverði af ódýrasta samlokubrauði sem fékkst í verslununum, 60 prósent verðmun á frosinni nautalund, 48 prósent verðmun á kjúklingastrimlum og 166 prósent verðmun á lægsta kílóverði af rauðkáli. Oft mikill munur á hæsta og lægsta verði á kjöt- og fiskvöru 60 prósent munur var á hæsta og lægsta kílóverði af frosinni nautalund. Lægst var verðið í Nettó, 4.999 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 7.998 kr. Þá var 67 prósent verðmunur á frosinni kalkúnabringu en lægsta kílóverðið var að finna í Fjarðarkaup, 2.869 kr. en það hæsta í Nettó og Iceland, 4.799 kr. Mikill munur var á fleiri vörum þar sem lægsta kílóverð var skoðað en sem dæmi var 126 prósent munur á kílóverði á kleinum sem var lægst í Iceland, 1.373 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 3.102 kr. Þá var 166 prósent munur á lægsta kílóverði á rauðkáli í krukku eða dós, 206 prósent verðmunur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnu mangói, 117 prósent munur á kílóverði af haframjöli og 265prósent munur á lítraverði af fljótandi þvottaefni frá Neutral. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Smáratorgi, Krónunni Lindum, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Smáralind, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Niðurstöður verðkönnunar ASÍ.
Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira