Fjármálaáætlun – umbúðir um ekki neitt Guðbrandur Einarsson skrifar 31. mars 2023 09:01 Það voru margir sem biðu óþreyjufullir eftir framlagningu fjármálaáætlunar sem nú hefur litið dagsins ljós. Ástæðurnar fyrir þessum spenningi eru augljósar. Heimilin glíma nú við mestu verðbólgu frá hruni, endurteknar vaxtahækkanir, stóraukna greiðslubyrði lána og mikla hækkun matarverðs. Fólk vonaði að ný fjármálaáætlun myndi bera þess skýr merki að fjármálaráðherra myndi nota ríkisfjármálin til að vinna gegn verðbólgunni og bæta hag heimilanna. Vonbrigðin verða því mikil núna þegar kemur í ljós að það er ekkert í áætluninni bendir til þess að staðan muni eitthvað lagast. Seðlabankinn er áfram skilinn eftir einn með það viðfangsefni að ná verðbólgu niður með þeim árangri að mörg heimili eru að bugast undan stóraukinni greiðslubyrði lána. Það er erfitt að ná utan um hverju þessi fjármálaáætlun á að skila öðru en því að halda sjó. Á tekjuhlið eru það helst að skattar á hreinorkubíla verða hækkaðir, gistináttagjald tekið upp að nýju, skattar á fyrirtæki verða hækkaðir um 1% í eitt ár, endurgreiðsla á VSK verður minnkuð úr 60% í 35% og síðan mjög óljós áform um hækkun auðlindaskatta sem gætu hugsanlega (eða ekki) komið til framkvæmda á seinni hluta fjármálaáætlunar eða þegar þessi ríkisstjórnin verður væntanlega farin frá. Allar þessar aðgerðir eiga að koma til framkvæmda í framtíðinni þótt vandinn sé núna. Margir stjórnarliða höfðu síðustu daga og vikur gefið í skyn að einhverjar breytingar kynnu að vera í vændum. Talað hefur verið um hvalrekaskatt, bankaskatt og hækkun auðlindagjalda, og hafa stjórnarliðar m.a. nefnt það í greinaskrifum að nú þyrftu breiðu bökin að taka á sig auknar byrðar. Ekkert af þessu er að finna í fjármálaáætlun og greinilega ekki á dagskrá ríkistjórnar að fara í slíkar aðgerðir. Ekki er heldur að sjá að verið sé að taka til á útgjaldahlið fjármálaáætlunar. Verið er að hækka aðhaldskröfu á suma málaflokka úr 1% - 2% og skoða á möguleika á að samnýta húsnæði stofnana betur. Þetta dregur eitthvað úr útgjöldum en dugar hvergi nærri til. Tískuorð fjármálaráðherra þessa stundina er frumjöfnuður sem útlit er fyrir að verði jákvæður á þessu ári. Það færi þá betur á því að sá „frumjöfnuður“ héldi sér út tímabil áætlunarinnar en ekki er útlit fyrir það. Síðast voru það „afkomubætandi aðgerðir“ sem voru tískuorðin. Það eru því vonbrigði að ekki sé hægt að finna aðgerðir sem geta hjálpað í baráttunni við verðbólguna og til þess að hjálpa heimilunum í landinu. Það verkefni bíður því næstu ríkisstjórnar hvenær sem það verður. Vonandi verður það sem fyrst. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Það voru margir sem biðu óþreyjufullir eftir framlagningu fjármálaáætlunar sem nú hefur litið dagsins ljós. Ástæðurnar fyrir þessum spenningi eru augljósar. Heimilin glíma nú við mestu verðbólgu frá hruni, endurteknar vaxtahækkanir, stóraukna greiðslubyrði lána og mikla hækkun matarverðs. Fólk vonaði að ný fjármálaáætlun myndi bera þess skýr merki að fjármálaráðherra myndi nota ríkisfjármálin til að vinna gegn verðbólgunni og bæta hag heimilanna. Vonbrigðin verða því mikil núna þegar kemur í ljós að það er ekkert í áætluninni bendir til þess að staðan muni eitthvað lagast. Seðlabankinn er áfram skilinn eftir einn með það viðfangsefni að ná verðbólgu niður með þeim árangri að mörg heimili eru að bugast undan stóraukinni greiðslubyrði lána. Það er erfitt að ná utan um hverju þessi fjármálaáætlun á að skila öðru en því að halda sjó. Á tekjuhlið eru það helst að skattar á hreinorkubíla verða hækkaðir, gistináttagjald tekið upp að nýju, skattar á fyrirtæki verða hækkaðir um 1% í eitt ár, endurgreiðsla á VSK verður minnkuð úr 60% í 35% og síðan mjög óljós áform um hækkun auðlindaskatta sem gætu hugsanlega (eða ekki) komið til framkvæmda á seinni hluta fjármálaáætlunar eða þegar þessi ríkisstjórnin verður væntanlega farin frá. Allar þessar aðgerðir eiga að koma til framkvæmda í framtíðinni þótt vandinn sé núna. Margir stjórnarliða höfðu síðustu daga og vikur gefið í skyn að einhverjar breytingar kynnu að vera í vændum. Talað hefur verið um hvalrekaskatt, bankaskatt og hækkun auðlindagjalda, og hafa stjórnarliðar m.a. nefnt það í greinaskrifum að nú þyrftu breiðu bökin að taka á sig auknar byrðar. Ekkert af þessu er að finna í fjármálaáætlun og greinilega ekki á dagskrá ríkistjórnar að fara í slíkar aðgerðir. Ekki er heldur að sjá að verið sé að taka til á útgjaldahlið fjármálaáætlunar. Verið er að hækka aðhaldskröfu á suma málaflokka úr 1% - 2% og skoða á möguleika á að samnýta húsnæði stofnana betur. Þetta dregur eitthvað úr útgjöldum en dugar hvergi nærri til. Tískuorð fjármálaráðherra þessa stundina er frumjöfnuður sem útlit er fyrir að verði jákvæður á þessu ári. Það færi þá betur á því að sá „frumjöfnuður“ héldi sér út tímabil áætlunarinnar en ekki er útlit fyrir það. Síðast voru það „afkomubætandi aðgerðir“ sem voru tískuorðin. Það eru því vonbrigði að ekki sé hægt að finna aðgerðir sem geta hjálpað í baráttunni við verðbólguna og til þess að hjálpa heimilunum í landinu. Það verkefni bíður því næstu ríkisstjórnar hvenær sem það verður. Vonandi verður það sem fyrst. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun