Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 09:11 Roy McGrath var skrifstofustjóri Larrys Hogan, fyrrverandi ríkisstjóra Maryland. Hann var ákærður fyrir fjárdrátt og fjársvik en lagði á flótta. Baltimore Sun/Pamela Wood/AP Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik. Leit að Roy C. McGrath, skrifstofustjóra í ríkisstjóratíð Larrys Hogan í Maryland, hófst eftir að hann mætti ekki fyrir alríkisdómstól í Baltimore í síðasta mánuði. Joseph Murtha, lögmaður hans, staðfesti við Washington Post að McGrath hefði látist eftir átök við alríkislögreglumenn við borgina Knoxville í Tennessee í gær. Alríkislögreglan segir að McGrath hafi særst þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en látist af sárum sínum. Lögreglumenn hafi hleypt af skotum og stofnunin fari yfir atvik málsins. Murtha segist ekki vita hvort lögreglumenn skutu McGrath til bana eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist McGrath, sem var 53 ára gamall, var ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt þegar hann stýrði hálfopinberri stofnun í Maryland. Hann var sakaður um að hafa blekkt embættismenn til þess að fá digran starfslokasamning þegar hann hætti hjá stofnuninni til þess að gerast skrifstofustjóri ríkisstjórans. McGrath hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fullyrti að ríkisstjórinn hefði lagt blessun sína yfir greiðsluna. Hann hrökklaðist engu að síður úr starfi skrifstofustjóra eftir aðeins ellefu vikna starf árið 2020. Hann hefði átt yfir höfði sér að hámarki tuttugu ára fangelsi fyrir hvern fjögurra liða ákærunnar um fjársvik og tíu ára fangelsi fyrir tvo ákæruliði um fjárdrátt, að sögn AP-fréttastofunnar. Bók um líf McGrath eftir dularfullan höfund Viku eftir að McGrath lét sig hverfa fyrir þremur vikum birtist rafbók í netverslun Amazon undr titlinum: „Svikinn: Sönn saga Roys McGrath“. Í henni er McGrath lýst sem harðduglegum manni sem mátti ekki vamm sitt vita. Washington Post segir að meintur höfundur bókarinnar hafi ekki viljað veita upplýsingar til þess að blaðið gæti staðfest hver hann væri. Hann harðneitaði að vera McGrath að villa á sér heimildir. Hélt maðurinn því fram að hann hefði skrifað bókina upp úr drögum sem McGrath skildi eftir. Larry Hogan, fyrrverandi ríkisstjóri Maryland og yfirmaður McGrath, sagðist harmi sleginn yfir dauða skrifstofustjórans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Leit að Roy C. McGrath, skrifstofustjóra í ríkisstjóratíð Larrys Hogan í Maryland, hófst eftir að hann mætti ekki fyrir alríkisdómstól í Baltimore í síðasta mánuði. Joseph Murtha, lögmaður hans, staðfesti við Washington Post að McGrath hefði látist eftir átök við alríkislögreglumenn við borgina Knoxville í Tennessee í gær. Alríkislögreglan segir að McGrath hafi særst þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en látist af sárum sínum. Lögreglumenn hafi hleypt af skotum og stofnunin fari yfir atvik málsins. Murtha segist ekki vita hvort lögreglumenn skutu McGrath til bana eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist McGrath, sem var 53 ára gamall, var ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt þegar hann stýrði hálfopinberri stofnun í Maryland. Hann var sakaður um að hafa blekkt embættismenn til þess að fá digran starfslokasamning þegar hann hætti hjá stofnuninni til þess að gerast skrifstofustjóri ríkisstjórans. McGrath hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fullyrti að ríkisstjórinn hefði lagt blessun sína yfir greiðsluna. Hann hrökklaðist engu að síður úr starfi skrifstofustjóra eftir aðeins ellefu vikna starf árið 2020. Hann hefði átt yfir höfði sér að hámarki tuttugu ára fangelsi fyrir hvern fjögurra liða ákærunnar um fjársvik og tíu ára fangelsi fyrir tvo ákæruliði um fjárdrátt, að sögn AP-fréttastofunnar. Bók um líf McGrath eftir dularfullan höfund Viku eftir að McGrath lét sig hverfa fyrir þremur vikum birtist rafbók í netverslun Amazon undr titlinum: „Svikinn: Sönn saga Roys McGrath“. Í henni er McGrath lýst sem harðduglegum manni sem mátti ekki vamm sitt vita. Washington Post segir að meintur höfundur bókarinnar hafi ekki viljað veita upplýsingar til þess að blaðið gæti staðfest hver hann væri. Hann harðneitaði að vera McGrath að villa á sér heimildir. Hélt maðurinn því fram að hann hefði skrifað bókina upp úr drögum sem McGrath skildi eftir. Larry Hogan, fyrrverandi ríkisstjóri Maryland og yfirmaður McGrath, sagðist harmi sleginn yfir dauða skrifstofustjórans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira