Kröfur upp á 250 milljónir í þrotabú Cintamani Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 11:46 Cintamani hafði nýverið opnað verslun á Laugavegi 20, þar sem Heilsuhúsið var áður til húsa, þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Vísir/Tumi Lýstar kröfur í þrotabú Cintamani ehf. námu rúmlega 250 milljónum króna. Engar eignir fundust í búinu og því fékkst engin greiðsla upp í lýstar kröfur. Cintamani ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar árið 2020. Félagið rak samnefnda útivistarfataverslun en það var stofnað árið 1989. Á árunum 2016 til 2020 var rekstur verslunarinnar reglulega settur í söluferli en tilboðum var ávallt hafnað. Tæpum mánuði eftir að félagið varð gjaldþrota tókst að selja reksturinn til félagsins Cinta2020. Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá eru eigendur verslunarinnar Einar Karl Birgisson og Hafdís Björg Guðlaugsdóttir. Einar Karl var um tíma, fyrir gjaldþrotið, framkvæmdastjóri Cintamani en sagðist í viðtali við mbl.is árið 2020 annars ekkert tengjast fyrrverandi eigendum rekstursins. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að skiptum í búi Cintamani ehf. sé lokið. Lýstar búskröfur í félagið námu 360 þúsundum króna, lýstar veðkröfur námu tæpum þremur milljónum króna, lýstar forgangskröfur námu 68 milljónum króna og lýstar almennar kröfur 181 milljónum króna. Samtals voru því kröfur upp á rúmlega 250 milljónir króna. Engar eignir fundust í búinu og því lauk skiptum þann 31. mars síðastliðinn án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Gjaldþrot Verslun Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Cintamani ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar árið 2020. Félagið rak samnefnda útivistarfataverslun en það var stofnað árið 1989. Á árunum 2016 til 2020 var rekstur verslunarinnar reglulega settur í söluferli en tilboðum var ávallt hafnað. Tæpum mánuði eftir að félagið varð gjaldþrota tókst að selja reksturinn til félagsins Cinta2020. Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá eru eigendur verslunarinnar Einar Karl Birgisson og Hafdís Björg Guðlaugsdóttir. Einar Karl var um tíma, fyrir gjaldþrotið, framkvæmdastjóri Cintamani en sagðist í viðtali við mbl.is árið 2020 annars ekkert tengjast fyrrverandi eigendum rekstursins. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að skiptum í búi Cintamani ehf. sé lokið. Lýstar búskröfur í félagið námu 360 þúsundum króna, lýstar veðkröfur námu tæpum þremur milljónum króna, lýstar forgangskröfur námu 68 milljónum króna og lýstar almennar kröfur 181 milljónum króna. Samtals voru því kröfur upp á rúmlega 250 milljónir króna. Engar eignir fundust í búinu og því lauk skiptum þann 31. mars síðastliðinn án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.
Gjaldþrot Verslun Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira