Fimmtíu ár liðin frá andláti Pablo Picasso Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. apríl 2023 14:28 Pablo Picasso (1881 - 1973) er einn áhrifamesti listmálari í sögu Spánar. Hann flutti til Frakklands í upphafi 20. aldarinnar og bjó þar æ síðan án þess nokkurn tíma að verða franskur ríkisborgari. Sanford Roth/Getty Images Þess er minnst á Spáni í dag, og reyndar víðar, að hálf öld er liðin frá andláti Pablo Picasso, mesta listmálara Spánar á 20. öldinni. Verk hans seljast sem aldrei fyrr en þó hefur fallið á glansmyndina eftir að ofbeldisfull samskipti hans við konur komust í hámæli. Undrabarn og snillingur Pablo Picasso fæddist þann 25. október 1881 í Málaga á Suður-Spáni. Hann var undrabarn, snillingur, upphafsmaður kúbismans og einn allra fremsti listamaður 20. aldarinnar. Hann er mest seldi listamaður samtímans, þannig er t.a.m. talið að árið 2021 hafi um 3.500 verk eftir Picasso verið seld fyrir andvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Tugir sýninga um Picasso á þessu ári Spánverjar blása til sannkallaðrar veislu á þessu ári og eru um 50 sýningar á verkum Picasso fyrirhugaðar bara á Spáni og í Frakklandi þar sem hann bjó lungann af ævi sinni. Þá eru ótaldar allar aðrar sýningar í Evrópu og Bandaríkjunum. En ef áhugamenn um Pablo Picasso hafa áhuga á að heimsækja Spán, já eða Frakkland, þá er þetta árið til þess að gera það. Í fæðingarborg hans, Málaga finna menn Picasso-safnið sem var opnað fyrir 20 árum og í Barcelona er enn eldra Picasso-safn sem opnaði fyrir 60 árum. Frægasta verk Picasso; Guernica sem er ádeila á stríð og grimmilegar afleiðingar þess. Verkið er innblásið af loftárás þýska lofthersins á baskneska þorpið Guernica í apríl 1937. Sagnfræðingar telja að Hitler hafi viljað prófa afl flughersins sem hann var að byggja upp og hann fékk leyfi Francos til að myrða óbreytta borgara bæjarins.Denis Doyle/Getty Images Frægasta verkið er ádeila á stríð Þá er mörg verka Picassos að finna á Prado-safninu í Madrid, að ógleymdu hans allra frægasta verki Guernica, sem er á Reina Sofia safninu í Madrid. Verkið er innblásið af loftárás þýska og ítalska flughersins þann 26. apríl 1937 á baskneska bæinn Gernika þar sem hundruð óbreyttra borgara voru drepin. Picasso fyrirskipaði að þetta magnaða verk yrði ekki flutt til Spánar fyrr en fasistastjórn Francos liði undir lok og íbúar landsins yrðu frjálsir. Haustið 1981 var flogið með verkið til Madrid, með millilendingu í Keflavík, og síðan þá hefur það verið í Madrid, þrátt fyrir að íbúar Guernica telji að verkið eigi hvergi heima nema þar. Ein og hálf milljón manna skoða verkið á ári hverju, eða um 4.000 manns á dag. Þótti grimmur í samskiptum við konur Á síðustu árum hafa samskipti Picasso við ást- og sambýliskonur hans verið harðlega gagnrýnd og hann sakaður um að hafa beitt þær ofbeldi, andlegu jafnt sem líkamlegu. Þrátt fyrir að vera líklegasti frægasti listmálari Spánar á 20. öldinni, þá er aðeins til eitt einasta viðtal við Picasso á spænsku. Þar segist hann aldrei hafa gleymt Spáni og verði í raun meiri Spánverji við að búa í útlöndum. Spánn Myndlist Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Undrabarn og snillingur Pablo Picasso fæddist þann 25. október 1881 í Málaga á Suður-Spáni. Hann var undrabarn, snillingur, upphafsmaður kúbismans og einn allra fremsti listamaður 20. aldarinnar. Hann er mest seldi listamaður samtímans, þannig er t.a.m. talið að árið 2021 hafi um 3.500 verk eftir Picasso verið seld fyrir andvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Tugir sýninga um Picasso á þessu ári Spánverjar blása til sannkallaðrar veislu á þessu ári og eru um 50 sýningar á verkum Picasso fyrirhugaðar bara á Spáni og í Frakklandi þar sem hann bjó lungann af ævi sinni. Þá eru ótaldar allar aðrar sýningar í Evrópu og Bandaríkjunum. En ef áhugamenn um Pablo Picasso hafa áhuga á að heimsækja Spán, já eða Frakkland, þá er þetta árið til þess að gera það. Í fæðingarborg hans, Málaga finna menn Picasso-safnið sem var opnað fyrir 20 árum og í Barcelona er enn eldra Picasso-safn sem opnaði fyrir 60 árum. Frægasta verk Picasso; Guernica sem er ádeila á stríð og grimmilegar afleiðingar þess. Verkið er innblásið af loftárás þýska lofthersins á baskneska þorpið Guernica í apríl 1937. Sagnfræðingar telja að Hitler hafi viljað prófa afl flughersins sem hann var að byggja upp og hann fékk leyfi Francos til að myrða óbreytta borgara bæjarins.Denis Doyle/Getty Images Frægasta verkið er ádeila á stríð Þá er mörg verka Picassos að finna á Prado-safninu í Madrid, að ógleymdu hans allra frægasta verki Guernica, sem er á Reina Sofia safninu í Madrid. Verkið er innblásið af loftárás þýska og ítalska flughersins þann 26. apríl 1937 á baskneska bæinn Gernika þar sem hundruð óbreyttra borgara voru drepin. Picasso fyrirskipaði að þetta magnaða verk yrði ekki flutt til Spánar fyrr en fasistastjórn Francos liði undir lok og íbúar landsins yrðu frjálsir. Haustið 1981 var flogið með verkið til Madrid, með millilendingu í Keflavík, og síðan þá hefur það verið í Madrid, þrátt fyrir að íbúar Guernica telji að verkið eigi hvergi heima nema þar. Ein og hálf milljón manna skoða verkið á ári hverju, eða um 4.000 manns á dag. Þótti grimmur í samskiptum við konur Á síðustu árum hafa samskipti Picasso við ást- og sambýliskonur hans verið harðlega gagnrýnd og hann sakaður um að hafa beitt þær ofbeldi, andlegu jafnt sem líkamlegu. Þrátt fyrir að vera líklegasti frægasti listmálari Spánar á 20. öldinni, þá er aðeins til eitt einasta viðtal við Picasso á spænsku. Þar segist hann aldrei hafa gleymt Spáni og verði í raun meiri Spánverji við að búa í útlöndum.
Spánn Myndlist Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira