Glæpahringur sem svindlaði á túristum upprættur Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. apríl 2023 16:00 Spænska lögreglan (Guardia Civil) hefur rannsakað skipulagt svindl á erlendum ferðamönnum sem leita sér að leiguhúsnæði í u.þ.b. átta mánuði. Guardia Civil Spænska lögreglan handtók 29 manns í vikunni sem hafa stundað að leigja útlendum ferðamönnum íbúðir til lengri og skemmri tíma. Fólkið greiðir leiguna fyrir fram og svo grípur það í tómt þegar það kemur til Spánar. Rannsóknin hófst fyrir átta mánuðum Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. Auk þeirra 29 sem hafa verið handteknir eru 13 til viðbótar grunaðir um aðild að svikamyllunni. Rannsóknin hófst eftir að tilkynningum frá útlendingum um svindl tók að rigna yfir lögregluna. Svindlið á sér stað um allan Spán, frá Galisíu og Baskalandi í norðri niður í gegnum höfuðborgina, austur til Katalóníu og alla leið suður til Andalúsíu. Alls eru 18 sýslur og héruð tiltekin í tilkynningu lögreglunnar og 128 einstök mál eru til rannsóknar. Buðu mun lægri leigu en gengur og gerist Svindlararnir tóku myndir tilviljanakennt af íbúðum og húsum, auglýstu þau til leigu á vel þekktum leigusíðum á miklu lægra verði en gengur og gerist. Margir létu glepjast, svo sem sjá má, þeir voru látnir greiða fyrir fram og þegar þeir komu svo loks á áfangastað gripu þeir vitaskuld í tómt, orðnir tugum og hundruð þúsunda króna fátækari. Lögreglan segir að svindlið hafi verið afskaplega vel skipulagt. Einn hópur sá um að finna fallegar eignir og taka myndirnar, annar hópur sá um að auglýsa og koma eignunum inn á góðar vefsíður. Þriðji hópurinn sá svo um skjalagerð, bankareikninga, tölvupósta o.fl. Svo sá enn einn hópur um að millifæra peningana á bankareikninga sem erfitt var að rekja. Höfuðpaurinn sjálfur situr reyndar þegar í fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir umfangsmikið tölvusvindl. Lögreglan hefur nú þegar lokað um 75 bankareikningum sem notaðir voru við svindlið. Lögreglan ráðleggur erlendum ferðamönnum Spænska lögreglan hefur sett nokkur heilræði á vef sinn svo fólk sem leitar sér að húsnæði lendi síður í klóm svikahrappa. Þar sem fjöldi Íslendinga leigir húsnæði á Spáni á ári hverju er ekki úr vegi að renna yfir það helsta að lokum. Ekki láta flytja samskipti um leigu á annan vef en hinn viðurkennda leiguvef. Ekki treysta auglýsingum þar sem húsnæði og umhverfi er afar glæsilegt, en leiguverð undarlega lágt. Aldrei að greiða leiguverð að fullu fyrir fram. Eðlilegt er að greiða einhverja tryggingu sem aldrei nemur meira en 20-30% af heildarverði. Það er grundvallaratriði að samningurinn sé traustvekjandi og réttur, sem og að allar kvittanir fyrir greiðslu séu fyrir hendi. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef spænsku lögreglunnar (Guardia Civil), fréttatilkynningin er því miður ekki tiltæk á ensku. Spánn Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Rannsóknin hófst fyrir átta mánuðum Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. Auk þeirra 29 sem hafa verið handteknir eru 13 til viðbótar grunaðir um aðild að svikamyllunni. Rannsóknin hófst eftir að tilkynningum frá útlendingum um svindl tók að rigna yfir lögregluna. Svindlið á sér stað um allan Spán, frá Galisíu og Baskalandi í norðri niður í gegnum höfuðborgina, austur til Katalóníu og alla leið suður til Andalúsíu. Alls eru 18 sýslur og héruð tiltekin í tilkynningu lögreglunnar og 128 einstök mál eru til rannsóknar. Buðu mun lægri leigu en gengur og gerist Svindlararnir tóku myndir tilviljanakennt af íbúðum og húsum, auglýstu þau til leigu á vel þekktum leigusíðum á miklu lægra verði en gengur og gerist. Margir létu glepjast, svo sem sjá má, þeir voru látnir greiða fyrir fram og þegar þeir komu svo loks á áfangastað gripu þeir vitaskuld í tómt, orðnir tugum og hundruð þúsunda króna fátækari. Lögreglan segir að svindlið hafi verið afskaplega vel skipulagt. Einn hópur sá um að finna fallegar eignir og taka myndirnar, annar hópur sá um að auglýsa og koma eignunum inn á góðar vefsíður. Þriðji hópurinn sá svo um skjalagerð, bankareikninga, tölvupósta o.fl. Svo sá enn einn hópur um að millifæra peningana á bankareikninga sem erfitt var að rekja. Höfuðpaurinn sjálfur situr reyndar þegar í fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir umfangsmikið tölvusvindl. Lögreglan hefur nú þegar lokað um 75 bankareikningum sem notaðir voru við svindlið. Lögreglan ráðleggur erlendum ferðamönnum Spænska lögreglan hefur sett nokkur heilræði á vef sinn svo fólk sem leitar sér að húsnæði lendi síður í klóm svikahrappa. Þar sem fjöldi Íslendinga leigir húsnæði á Spáni á ári hverju er ekki úr vegi að renna yfir það helsta að lokum. Ekki láta flytja samskipti um leigu á annan vef en hinn viðurkennda leiguvef. Ekki treysta auglýsingum þar sem húsnæði og umhverfi er afar glæsilegt, en leiguverð undarlega lágt. Aldrei að greiða leiguverð að fullu fyrir fram. Eðlilegt er að greiða einhverja tryggingu sem aldrei nemur meira en 20-30% af heildarverði. Það er grundvallaratriði að samningurinn sé traustvekjandi og réttur, sem og að allar kvittanir fyrir greiðslu séu fyrir hendi. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef spænsku lögreglunnar (Guardia Civil), fréttatilkynningin er því miður ekki tiltæk á ensku.
Spánn Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira