Þingforseti fer í blóra við lög um þingsköp – Hvað er til ráða? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. apríl 2023 12:31 Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tveir þingforsetar hafa með undanbrögðum komið í veg fyrir birtingu greinargerðarinnar sem er lykilgagn um málefni Lindarhvols og starfsemi þess félags. Núverandi forseti hengir sig á mótmæli stjórnarmanns Lindarhvols gegn birtingu. Stjórnarmaðurinn hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og maður efast um að viðkomandi muni nokkuð um innihald greinargerðarinnar. Forseti hefur einnig stuðst við mótmæli núverandi ríkisendurskoðanda en hann og stjórnarmaðurinn eiga það sameiginlegt að stjórna ekki störfum Alþingis. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera aðilar máls og því ekki óvilhöll í afstöðu sinni. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því að greinargerð setts ríkisendskoðanda var send Alþingi hafa verið unnin fjögur óháð lögfræðiálit um afhendingu hennar og birtingu. Í stuttu máli er niðurstaða þriggja af fjórum þessara álita að birta eigi greinargerðina. Hið fyrsta sem var unnið af lögfræðingi Alþingis kvað á um að ekki væri fært að birta greinargerðina. Miðflokkurinn lét vinna annað lögfræðiálit sem innihélt öndverða afstöðu og sagði að birta megi greinargerðina. Þriðja lögfræðiálitið sem Alþingi lét vinna tók dýpra í árinni og sagði að ekki einungis megi birta greinargerðina heldur eigi að gera það. Í niðurstöðu fjórða lögfræðiálitsins kveður svo við nýjan tón. Þar segir einnig að forseta þingsins sé skylt að afhenda greinargerðin og birta. Að auki er það niðurstaða álitsins að með því að afhenda þingnefnd og þingmönnum ekki greinargerð setts ríkisendurskoðanda fari forseti Alþingis í blóra við lög um þingsköp. Það er sérlega alvarlegt vegna þess að það er frumskylda forseta að gæta hagsmuna Alþingis gegn framkvæmdavaldinu. Það er einnig alvarlegt vegna þess að ein af höfuðskyldum þingmanna er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Sú skylda er stjórnarskrárvarin ásamt því að vera varin og staðfest í lögum um þingsköp. Að þessu áliti fengnu er illskiljanlegt að forseti skuli ekki bregðast við. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt situr forseti þingsins við sinn keip og gengur á það sem eftir er af virðingu hans og drengskap. Ekki er gott að vita hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega (Silfrið 5. Febrúar 2023) að í greinargerðinni sé ekkert sem ekki þolir dagsljós. Fjármálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs að birta kaupendalista hlutar í Íslandsbanka en ekki var talið löglegt að gera það. Það vekur furðu að forseti sem er löglærður skuli hundsa hvert lögfræðiálitið af öðru sem mæla með og/eða skipa fyrir um birtingu greinargerðarinnar. Ekki má heldur gleyma þvi að forsætisnefnd þingsins samþykkti einróma í fyrrasumar tillögu forseta sjálfs um að afhenda skuli greinargerðina. Sitjandi ríkisendurskoðandi og áðurnefndur minnislaus stjórnarmaður Lindarhvols virðast hafa skipt um skoðun fyrir forsetann. Það er miður að forseti þingsins skuli ekki hafa döngun í sér til að gera það rétta í málinu og hann skuli kjósa að hafa að engu niðurstöður þriggja lögfræðiálita. Nú þegar fyrir liggur í lögfræðiáliti að forseti þingsins hafi farið á svig við þingskaparlög er rétt að gaumgæfa hvað sé til ráða. Fljótt á litið virðist aðeins vantrausttillaga koma til greina. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Starfsemi Lindarhvols Alþingi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tveir þingforsetar hafa með undanbrögðum komið í veg fyrir birtingu greinargerðarinnar sem er lykilgagn um málefni Lindarhvols og starfsemi þess félags. Núverandi forseti hengir sig á mótmæli stjórnarmanns Lindarhvols gegn birtingu. Stjórnarmaðurinn hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og maður efast um að viðkomandi muni nokkuð um innihald greinargerðarinnar. Forseti hefur einnig stuðst við mótmæli núverandi ríkisendurskoðanda en hann og stjórnarmaðurinn eiga það sameiginlegt að stjórna ekki störfum Alþingis. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera aðilar máls og því ekki óvilhöll í afstöðu sinni. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því að greinargerð setts ríkisendskoðanda var send Alþingi hafa verið unnin fjögur óháð lögfræðiálit um afhendingu hennar og birtingu. Í stuttu máli er niðurstaða þriggja af fjórum þessara álita að birta eigi greinargerðina. Hið fyrsta sem var unnið af lögfræðingi Alþingis kvað á um að ekki væri fært að birta greinargerðina. Miðflokkurinn lét vinna annað lögfræðiálit sem innihélt öndverða afstöðu og sagði að birta megi greinargerðina. Þriðja lögfræðiálitið sem Alþingi lét vinna tók dýpra í árinni og sagði að ekki einungis megi birta greinargerðina heldur eigi að gera það. Í niðurstöðu fjórða lögfræðiálitsins kveður svo við nýjan tón. Þar segir einnig að forseta þingsins sé skylt að afhenda greinargerðin og birta. Að auki er það niðurstaða álitsins að með því að afhenda þingnefnd og þingmönnum ekki greinargerð setts ríkisendurskoðanda fari forseti Alþingis í blóra við lög um þingsköp. Það er sérlega alvarlegt vegna þess að það er frumskylda forseta að gæta hagsmuna Alþingis gegn framkvæmdavaldinu. Það er einnig alvarlegt vegna þess að ein af höfuðskyldum þingmanna er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Sú skylda er stjórnarskrárvarin ásamt því að vera varin og staðfest í lögum um þingsköp. Að þessu áliti fengnu er illskiljanlegt að forseti skuli ekki bregðast við. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt situr forseti þingsins við sinn keip og gengur á það sem eftir er af virðingu hans og drengskap. Ekki er gott að vita hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega (Silfrið 5. Febrúar 2023) að í greinargerðinni sé ekkert sem ekki þolir dagsljós. Fjármálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs að birta kaupendalista hlutar í Íslandsbanka en ekki var talið löglegt að gera það. Það vekur furðu að forseti sem er löglærður skuli hundsa hvert lögfræðiálitið af öðru sem mæla með og/eða skipa fyrir um birtingu greinargerðarinnar. Ekki má heldur gleyma þvi að forsætisnefnd þingsins samþykkti einróma í fyrrasumar tillögu forseta sjálfs um að afhenda skuli greinargerðina. Sitjandi ríkisendurskoðandi og áðurnefndur minnislaus stjórnarmaður Lindarhvols virðast hafa skipt um skoðun fyrir forsetann. Það er miður að forseti þingsins skuli ekki hafa döngun í sér til að gera það rétta í málinu og hann skuli kjósa að hafa að engu niðurstöður þriggja lögfræðiálita. Nú þegar fyrir liggur í lögfræðiáliti að forseti þingsins hafi farið á svig við þingskaparlög er rétt að gaumgæfa hvað sé til ráða. Fljótt á litið virðist aðeins vantrausttillaga koma til greina. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun