Áskoranir málsvara Gyðinga Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 11. apríl 2023 08:01 Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð. Það fylgja því ýmsar áskoranir að vera málsvari Gyðinga og Ísraels, meðal annars að þola háðsglósur og fyrirlitningu þeirra sem mislíkar skrif mín. En nýlega komst ég að því að stærsta áskorunin getur komið frá hatursfullum einstaklingum sem segjast einnig styðja Ísrael. Blessunarlega eru þetta aðeins undantekningartilvik. Botninum var náð um helgina þegar yfirlýstur stuðningsaðili Ísraels kom til varnar grófu Gyðingahatri sem birtist nýlega á íslensku bloggi. Þau orðaskipti áttu sér stað á opinni Facebook-síðu. Umrædd bloggfærsla hélt á lofti þeirri lygasögu að heiminum væri leynilega stjórnað af hópi Gyðinga. Hugmyndin um leynileg samtök sem stjórna heiminum er sem slík bæði teiknimyndaleg og óraunhæf. Þessi hugmynd hefur auk þess stuðlað að alvarlegum ofsóknum og fjöldamorðum á Gyðingum í áranna rás. Frelsishreyfing síonista var stofnuð undir lok 19. aldar þegar ofsóknir gegn Gyðingum höfðu færst í aukana víða um heim – ekki síst í Evrópu. Á þessum tíma hafði lygasagan um leynisamtök Gyðinga skotið upp kollinum og Gyðingahatarar notuðu hana markvisst sem átyllu fyrir hatri sínu. Þessi lygasaga var hryggjarstykkið í áróðri nasista á tíma Helfararinnar. Þegar Gyðingaþjóðin lýsti yfir sjálfstæði í Ísrael var það meðal annars í þeim tilgangi að geta betur varist samsæriskenningum af þessu tagi. En eftir stofnun Ísraelsríkis tók samsæriskenningin um leynileg samtök Gyðinga á sig nýja mynd. Uppfærð útgáfa kenningarinnar útnefnir Ísrael sem helsta vígi þessara meintu leynilegu samtaka. Einstaklingur sem út um annað munnvikið segist styðja Ísrael en út um hitt styður samsæriskenningar um gyðingleg heimsyfirráð getur þar af leiðandi ekki talist sannur stuðningsmaður Ísraels. Nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi: „Já, en ég á bara við suma Gyðinga – þessa vondu.“ En það er auðvelt að sjá í gegnum slíkan fyrirslátt. Það væri ekki minnst á þjóðerni í þessu samhengi nema þjóðernið sjálft væri talið vera vandamálið. Það er því ekki raunverulegur tilgangur kenningarinnar að vekja athygli á „sumum Gyðingum“ heldur er ætlunin að stofna lífum allra Gyðinga í hættu. Einstaklingar sem halda þessari kenningu á lofti draga iðulega fram fjölda „sönnunargagna“ hatri sínu til stuðnings. En undantekningarlaust eru þessi „sönnunargögn“ marghraktar falsanir. Slíkar falsanir eru því miður á hverju strái. Hatursfullt fólk hefur árþúsundum saman verið iðið við að spinna lygasögur um jaðarsetta hópa. Rit eða myndskeið sem eru sögð afhjúpa meintar fyrirætlanir Gyðinga afhjúpa því ekkert annað en Gyðingahatrið sem liggur þeim að baki. Hatursorðræðan sem umrædd samsæriskenning ber með sér er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Almenn hegningarlög (grein 233.a) banna opinbert háð, rógburð, smán eða ógn gegn einstaklingum eða hópum. Ýmis einkenni hópa, líkt og þjóðernisvitund, litarháttur og trú eru vernduð með þessum lögum. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort þessi lög haldi áfram að vera svo gott sem dauður lagabókstafur eða hvort þau muni loksins byrja að gegna hlutverki sínu af alvöru. Höfundur er málsvari Gyðinga og Ísraels. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð. Það fylgja því ýmsar áskoranir að vera málsvari Gyðinga og Ísraels, meðal annars að þola háðsglósur og fyrirlitningu þeirra sem mislíkar skrif mín. En nýlega komst ég að því að stærsta áskorunin getur komið frá hatursfullum einstaklingum sem segjast einnig styðja Ísrael. Blessunarlega eru þetta aðeins undantekningartilvik. Botninum var náð um helgina þegar yfirlýstur stuðningsaðili Ísraels kom til varnar grófu Gyðingahatri sem birtist nýlega á íslensku bloggi. Þau orðaskipti áttu sér stað á opinni Facebook-síðu. Umrædd bloggfærsla hélt á lofti þeirri lygasögu að heiminum væri leynilega stjórnað af hópi Gyðinga. Hugmyndin um leynileg samtök sem stjórna heiminum er sem slík bæði teiknimyndaleg og óraunhæf. Þessi hugmynd hefur auk þess stuðlað að alvarlegum ofsóknum og fjöldamorðum á Gyðingum í áranna rás. Frelsishreyfing síonista var stofnuð undir lok 19. aldar þegar ofsóknir gegn Gyðingum höfðu færst í aukana víða um heim – ekki síst í Evrópu. Á þessum tíma hafði lygasagan um leynisamtök Gyðinga skotið upp kollinum og Gyðingahatarar notuðu hana markvisst sem átyllu fyrir hatri sínu. Þessi lygasaga var hryggjarstykkið í áróðri nasista á tíma Helfararinnar. Þegar Gyðingaþjóðin lýsti yfir sjálfstæði í Ísrael var það meðal annars í þeim tilgangi að geta betur varist samsæriskenningum af þessu tagi. En eftir stofnun Ísraelsríkis tók samsæriskenningin um leynileg samtök Gyðinga á sig nýja mynd. Uppfærð útgáfa kenningarinnar útnefnir Ísrael sem helsta vígi þessara meintu leynilegu samtaka. Einstaklingur sem út um annað munnvikið segist styðja Ísrael en út um hitt styður samsæriskenningar um gyðingleg heimsyfirráð getur þar af leiðandi ekki talist sannur stuðningsmaður Ísraels. Nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi: „Já, en ég á bara við suma Gyðinga – þessa vondu.“ En það er auðvelt að sjá í gegnum slíkan fyrirslátt. Það væri ekki minnst á þjóðerni í þessu samhengi nema þjóðernið sjálft væri talið vera vandamálið. Það er því ekki raunverulegur tilgangur kenningarinnar að vekja athygli á „sumum Gyðingum“ heldur er ætlunin að stofna lífum allra Gyðinga í hættu. Einstaklingar sem halda þessari kenningu á lofti draga iðulega fram fjölda „sönnunargagna“ hatri sínu til stuðnings. En undantekningarlaust eru þessi „sönnunargögn“ marghraktar falsanir. Slíkar falsanir eru því miður á hverju strái. Hatursfullt fólk hefur árþúsundum saman verið iðið við að spinna lygasögur um jaðarsetta hópa. Rit eða myndskeið sem eru sögð afhjúpa meintar fyrirætlanir Gyðinga afhjúpa því ekkert annað en Gyðingahatrið sem liggur þeim að baki. Hatursorðræðan sem umrædd samsæriskenning ber með sér er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Almenn hegningarlög (grein 233.a) banna opinbert háð, rógburð, smán eða ógn gegn einstaklingum eða hópum. Ýmis einkenni hópa, líkt og þjóðernisvitund, litarháttur og trú eru vernduð með þessum lögum. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort þessi lög haldi áfram að vera svo gott sem dauður lagabókstafur eða hvort þau muni loksins byrja að gegna hlutverki sínu af alvöru. Höfundur er málsvari Gyðinga og Ísraels.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar