Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. apríl 2023 14:40 Hollenskt spítalafólk mótmælir kjörum og álagi. Verkföll hafa ekki verið algeng í landinu fyrr en nú. EPA Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar. Glötuðum vinnudögum hefur fjölgað á undanförnum tveimur árum, en það er tæki til að mæla áhrif og fjölda verkfalla á vinnumarkaðinn. Þetta á einkum við vesturhluta álfunnar. Til dæmis eru glataðir vinnudagar í Belgíu tvöfalt fleiri það sem af er ári en þeir voru allt árið 2021. Þá hafa verkföll verið áberandi í Frakklandi, Grikklandi og Portúgal sem og í löndum eins og Hollandi og Þýskalandi, þar sem verkföll hafa verið afar fá í gegnum tíðina. Tugprósenta fækkun í Austur Evrópu Meðal áberandi verkfalla hafa verið allsherjarverkföll í Frakklandi sem viðbragð við hækkunar forsetans Emmanuel Macron á lífeyristökualdri og verkföll hollenskra bænda sem viðbragð við loftslagsaðgerðum. Þessi aukna tíðni verkfalla er harla óvenjuleg miðað við síðustu tvo áratugi. Einungis í Frakklandi hefur tíðni verkfalla verið há alla öldina. Helsta ástæðan fyrir minnkandi tíðni verkfalla er talin vera fækkun í verkalýðsfélögum, sem skipuleggja yfirleitt verkföllin. Mesta fækkunin hefur verið í austurhluta álfunnar, þar sem skylduaðild að verkalýðsfélögum var afnumin eftir fall kommúnismans. Samkvæmt fréttasíðunni EU Observer hefur aðild að verkalýðsfélögum minnkað um 43,7 prósent í Slóvakíu, 43 í Eistlandi, 39,6 í Ungverjalandi, 37 í Rúmeníu og 32,1 í Tékklandi svo dæmi séu tekin. Ísland sker sig úr Þróunin hefur hins vegar verið öfug í sumum ríkjum, þar með talið Íslandi þar sem aðildin hefur hækkað um 15 prósent. Árið 2005 var hún 80 prósent en árið 2020 var hún komin upp í 92 prósent samkvæmt tölum frá tölfræðistofnun OECD. Hlutfallið á Íslandi er það langhæsta í álfunni, en þar á eftir koma hin Norðurlöndin með á milli 50 til 70 prósent aðild. Óli Björn Kárason og 10 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi.Vilhelm Gunnarsson Í vetur lagði Óli Björn Kárason og 10 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði, að sögn Óla til að tryggja rétt launafólks og efla áhuga þess á réttindum sínum. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa hins vegar sagt það tilraun til að veikja samtakamátt launafólks og að Sjálfstæðismenn séu að nýta sér upplausn innan forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ungt fólk utan verkalýðsfélaga Samkvæmt ETUI hefur samsetning innan verkalýðsfélaga einnig verið að breytast. Það er að meðalaldur félaga sé sífellt að hækka. Þetta er ekki aðeins hækkandi meðalaldri Evrópumanna um að kenna heldur einnig fækkun yngra fólks í verkalýðsfélögum. Í flestum Evrópulöndum hefur ungu fólki fækkað í verkalýðsfélögum og meðalaldur í verkalýðsfélögum orðinn hærri en meðalaldur á vinnumarkaði. „Verkalýðsfélög eru lítt til staðar í geirum þar sem ungt fólk er að vinna, sem gerir þeim erfitt fyrir að ganga í félög,“ segir Kurt Vandaele, sérfræðingur hjá ETUI við EU Observer. Á hann þá meðal annars við um upplýsingatækni og aðra stafræna geira þar sem verkalýðsfélög eru oft ekki til staðar. Einnig að ungt fólk stundi nú í auknum mæli tímabundna atvinnu. Frakkland Portúgal Grikkland Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05 Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Glötuðum vinnudögum hefur fjölgað á undanförnum tveimur árum, en það er tæki til að mæla áhrif og fjölda verkfalla á vinnumarkaðinn. Þetta á einkum við vesturhluta álfunnar. Til dæmis eru glataðir vinnudagar í Belgíu tvöfalt fleiri það sem af er ári en þeir voru allt árið 2021. Þá hafa verkföll verið áberandi í Frakklandi, Grikklandi og Portúgal sem og í löndum eins og Hollandi og Þýskalandi, þar sem verkföll hafa verið afar fá í gegnum tíðina. Tugprósenta fækkun í Austur Evrópu Meðal áberandi verkfalla hafa verið allsherjarverkföll í Frakklandi sem viðbragð við hækkunar forsetans Emmanuel Macron á lífeyristökualdri og verkföll hollenskra bænda sem viðbragð við loftslagsaðgerðum. Þessi aukna tíðni verkfalla er harla óvenjuleg miðað við síðustu tvo áratugi. Einungis í Frakklandi hefur tíðni verkfalla verið há alla öldina. Helsta ástæðan fyrir minnkandi tíðni verkfalla er talin vera fækkun í verkalýðsfélögum, sem skipuleggja yfirleitt verkföllin. Mesta fækkunin hefur verið í austurhluta álfunnar, þar sem skylduaðild að verkalýðsfélögum var afnumin eftir fall kommúnismans. Samkvæmt fréttasíðunni EU Observer hefur aðild að verkalýðsfélögum minnkað um 43,7 prósent í Slóvakíu, 43 í Eistlandi, 39,6 í Ungverjalandi, 37 í Rúmeníu og 32,1 í Tékklandi svo dæmi séu tekin. Ísland sker sig úr Þróunin hefur hins vegar verið öfug í sumum ríkjum, þar með talið Íslandi þar sem aðildin hefur hækkað um 15 prósent. Árið 2005 var hún 80 prósent en árið 2020 var hún komin upp í 92 prósent samkvæmt tölum frá tölfræðistofnun OECD. Hlutfallið á Íslandi er það langhæsta í álfunni, en þar á eftir koma hin Norðurlöndin með á milli 50 til 70 prósent aðild. Óli Björn Kárason og 10 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi.Vilhelm Gunnarsson Í vetur lagði Óli Björn Kárason og 10 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði, að sögn Óla til að tryggja rétt launafólks og efla áhuga þess á réttindum sínum. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa hins vegar sagt það tilraun til að veikja samtakamátt launafólks og að Sjálfstæðismenn séu að nýta sér upplausn innan forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ungt fólk utan verkalýðsfélaga Samkvæmt ETUI hefur samsetning innan verkalýðsfélaga einnig verið að breytast. Það er að meðalaldur félaga sé sífellt að hækka. Þetta er ekki aðeins hækkandi meðalaldri Evrópumanna um að kenna heldur einnig fækkun yngra fólks í verkalýðsfélögum. Í flestum Evrópulöndum hefur ungu fólki fækkað í verkalýðsfélögum og meðalaldur í verkalýðsfélögum orðinn hærri en meðalaldur á vinnumarkaði. „Verkalýðsfélög eru lítt til staðar í geirum þar sem ungt fólk er að vinna, sem gerir þeim erfitt fyrir að ganga í félög,“ segir Kurt Vandaele, sérfræðingur hjá ETUI við EU Observer. Á hann þá meðal annars við um upplýsingatækni og aðra stafræna geira þar sem verkalýðsfélög eru oft ekki til staðar. Einnig að ungt fólk stundi nú í auknum mæli tímabundna atvinnu.
Frakkland Portúgal Grikkland Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05 Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05
Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent