Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 21:36 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, oftast kenndur við Subway. Icelandair Hotels Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. Málið snýst um leigugreiðslur Berjaya og Icelandair Group til Suðurhúsa ehf. fyrir húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Hótelkeðjan greiddi aðeins fimmtung af umsaminni leigu þegar faraldurinn stóð sem hæst frá apríl til nóvember 2020. Bar keðjan fyrir sig ófyrirséð og óviðráðanleg atvik (force majeure) um að hún þyrfti ekki að greiða fulla leigu með vísan til faraldursins. Hótelinu var lokað um tíma og var keðjan rekin með miklu tapi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækin tvö upphaflega til þess að greiða Suðurhúsum vongoldna leigu enda væri ekkert ákvæði um ófyrirséð atvik í samningi þeirra. Þau áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að um ófyrirséð atvik hefði vissulega verið að ræða. Það þýddi þó ekki að greiðslurnar féllu niður eftir að faraldrinum lauk. Berjaya og Icelandair Group var gert að greiða Suðurhúsum sameiginlega 109 milljónir króna í vangoldna húsaleigu. Icelandair Group þurfti auk þess að greiða eitt 137 milljónir króna. Berjaya og Icelandair Group lögðu í kjölfarið fram málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Byggðu fyrirtækin á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Málið snýst um leigugreiðslur Berjaya og Icelandair Group til Suðurhúsa ehf. fyrir húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Hótelkeðjan greiddi aðeins fimmtung af umsaminni leigu þegar faraldurinn stóð sem hæst frá apríl til nóvember 2020. Bar keðjan fyrir sig ófyrirséð og óviðráðanleg atvik (force majeure) um að hún þyrfti ekki að greiða fulla leigu með vísan til faraldursins. Hótelinu var lokað um tíma og var keðjan rekin með miklu tapi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækin tvö upphaflega til þess að greiða Suðurhúsum vongoldna leigu enda væri ekkert ákvæði um ófyrirséð atvik í samningi þeirra. Þau áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að um ófyrirséð atvik hefði vissulega verið að ræða. Það þýddi þó ekki að greiðslurnar féllu niður eftir að faraldrinum lauk. Berjaya og Icelandair Group var gert að greiða Suðurhúsum sameiginlega 109 milljónir króna í vangoldna húsaleigu. Icelandair Group þurfti auk þess að greiða eitt 137 milljónir króna. Berjaya og Icelandair Group lögðu í kjölfarið fram málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Byggðu fyrirtækin á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira