Fékk frí í skólanum og öskraði þar til pabbi vann Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 09:00 Diar, dóttir DeMar DeRozan, vakti mikla athygli með öskrum sínum þegar leikmenn Toronto Raptors reyndu að setja niður vítaskot. Skjáskot/ESPN Chicago Bulls gróf sig upp úr djúpri holu og hélt sér á lífi í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld með 109-105 sigri gegn Toronto Raptors, þar sem dóttir DeMar DeRozan vakti mikla athygli. Oklahoma City Thunder sendi New Orleans Pelicans í sumarfrí með 123-118 sigri. Um var að ræða leiki á milli liðanna í 9. og 10. sæti, í annars vegar austurdeild og hins vegar vesturdeild. Tapliðin eru komin í sumarfrí en sigurliðin geta tryggt sér síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Chicago spilar nú við Miami Heat en Oklahoma mætir Minnesota Timberwolves, og fara leikirnir fram annað kvöld. Chicago eða Miami mun svo mæta Milwaukee Bucks en sigurliðið úr hinu einvíginu mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni. Dóttirin öskraði og Toronto aldrei nýtt vítin verr Chicago lenti 19 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Toronto í gærkvöld en þrátt fyrir lélega hittni utan þriggja stiga línunnar tókst Chicago að lokum að landa sigri. Eitt af því sem hjálpaði Chicago að landa sigrinum var að Toronto nýtti aðeins 18 af 36 vítum sínum í leiknum. Dóttir DeRozan, Diar, gæti þar hafa haft sitt að segja, eða öskra, því allir í húsinu og sjónvarpsáhorfendur heyrðu vel þegar hún öskraði til að trufla vítaskyttur Toronto. Hér að neðan má heyra öskrin sem urðu meðal annars að umræðuefni lýsenda ESPN þegar leið á leikinn. DeRozan sagði frá því eftir leik að hann hefði leyft dóttur sinni að sleppa skóladegi til að mæta til Toronto og sjá leikinn en feðginin þekkja þar vel til eftir að DeRozan spilaði með Toronto. „Ég er ánægður með að hafa leyft henni það [að koma á leikinn]. Ég hlýt að skulda henni einhvern pening,“ sagði DeRozan glaðbeittur eftir sigurinn en Toronto hafði aldrei á leiktíðinni nýtt vítin sín eins illa og í gærkvöld. DeRozan sagði hins vegar ljóst að dóttirin yrði ekki á leiknum við Miami á morgun enda þyrfti hún að mæta í skólann. Zach LaVine var annars í aðalhlutverki hjá Chicago með 39 stig og DeRozan skoraði 23 gegn sínu gamla liði. Hjá Toronto var Pascal Siakam með 32 stig og Fred VanVleet skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, en tímabilið verður að flokkast sem vonbrigði hjá liðinu sem nú getur farið að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Um var að ræða leiki á milli liðanna í 9. og 10. sæti, í annars vegar austurdeild og hins vegar vesturdeild. Tapliðin eru komin í sumarfrí en sigurliðin geta tryggt sér síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Chicago spilar nú við Miami Heat en Oklahoma mætir Minnesota Timberwolves, og fara leikirnir fram annað kvöld. Chicago eða Miami mun svo mæta Milwaukee Bucks en sigurliðið úr hinu einvíginu mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni. Dóttirin öskraði og Toronto aldrei nýtt vítin verr Chicago lenti 19 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Toronto í gærkvöld en þrátt fyrir lélega hittni utan þriggja stiga línunnar tókst Chicago að lokum að landa sigri. Eitt af því sem hjálpaði Chicago að landa sigrinum var að Toronto nýtti aðeins 18 af 36 vítum sínum í leiknum. Dóttir DeRozan, Diar, gæti þar hafa haft sitt að segja, eða öskra, því allir í húsinu og sjónvarpsáhorfendur heyrðu vel þegar hún öskraði til að trufla vítaskyttur Toronto. Hér að neðan má heyra öskrin sem urðu meðal annars að umræðuefni lýsenda ESPN þegar leið á leikinn. DeRozan sagði frá því eftir leik að hann hefði leyft dóttur sinni að sleppa skóladegi til að mæta til Toronto og sjá leikinn en feðginin þekkja þar vel til eftir að DeRozan spilaði með Toronto. „Ég er ánægður með að hafa leyft henni það [að koma á leikinn]. Ég hlýt að skulda henni einhvern pening,“ sagði DeRozan glaðbeittur eftir sigurinn en Toronto hafði aldrei á leiktíðinni nýtt vítin sín eins illa og í gærkvöld. DeRozan sagði hins vegar ljóst að dóttirin yrði ekki á leiknum við Miami á morgun enda þyrfti hún að mæta í skólann. Zach LaVine var annars í aðalhlutverki hjá Chicago með 39 stig og DeRozan skoraði 23 gegn sínu gamla liði. Hjá Toronto var Pascal Siakam með 32 stig og Fred VanVleet skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, en tímabilið verður að flokkast sem vonbrigði hjá liðinu sem nú getur farið að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum