Hætt við geimskot JUICE vegna eldingahættu Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2023 11:32 Ariana 5 eldflaug verður notuð til að koma JUICE út í geim og af stað til Júpíters. ESA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) ætla í dag að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. Vegna stærðar JUICE mun ferðalagið þó taka átta ár. UPPFÆRT: Geimskotinu hefur verið frestað til morguns, vegna hættu á eldingum. Reyna á aftur klukkan 12:14 á morgun. Eftir að JUICE verður skotið á loft líður þriggja mánaða tímabil þar sem ganga á úr skugga um að vísindabúnaður geimfarsins virkar. Það verður svo í ágúst á næsta ári sem geimfarið á að nýta þyngdarafl tunglsins og jarðarinnar til að auka hraða sinn. Geimfarið mun einnig nýta þyngdarafl Venusar og fara svo annan hring um jörðina til að auka hraða sinn og ná til Júpíters. Vonast er til þess að ferðinni ljúki í júlí 2031. Þá á rannsóknarvinnan að standa yfir í minnst fjögur ár. Hér má sjá upplýsingar um langt ferðalag JUICE til Júpíters.ESA JUICE verður skotið á loft frá Frönsku- Gvæjana í Suður-Ameríku og á geimskotið að eiga sér stað klukkan 12:15 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan en útsendingin hefst 11:45. Næstu daga eftir geimskotið, fari það eins og vonast er, munu vísindamenn ESA vinna að því að koma sólarsellum og loftnetum JUICE í gagnið. JUICE er meðal annars búið nákvæmum myndavélum og skynjurum og geta áhugasamir fundið frekari upplýsingar um búnað geimfarsins hér á vef ESA. Mikil áhersla lögð á Ganýmedes Þegar JUICE nær til Júpíters vonast vísindamenn til þess að geta fundið vísbendingar um það hvort mögulegt sé að líf megi finna á tunglum Júpíters, þar sem talið er að finna megi vatn í miklu magni undir ísilögðu yfirborðinu. Talið er að á Ganýmedes, Kallistó og Evrópu megin finna allt að sex sinnum meira vatn en á jörðinni. Geimfarið verður notað til að greina þessi tungl og gægja undir yfirborðið svo auka megi skilning vísindamanna á því hvernig tunglin mynduðust á sporbraut um gasrisan Júpíter og hvort þar megi finna jarðvirkni. Mikil áhersla verður lögð á Ganýmedes en tunglið er það eina í sólkerfinu sem talið er vera með eigin segulsvið. Annars eru einungis jörðin og Merkúr með segulsvið sem meðal annars verndar reikistjörnurnar gegn skaðlegri geislun frá sólinni. Frekari upplýsingar um helstu markmið JUICE má finna hér á vef ESA. Áhugasamir munu geta fylgst með ferðalagi JUICE á samfélagsmiðlum eins og hér að neðan. 0 Good morning on #ESAJuice launch day!How to follow https://t.co/WoeO7VSwWQKey moments (time=cest): 13:45 Live launch programme starts at esawebtv 14:15 Launch 14:51 Aquistion signal (earliest) 15:55 Solar array deployment ( time may vary)Questions? #AskESA! pic.twitter.com/oaV77pV5iz— ESA's Juice mission (@ESA_JUICE) April 13, 2023 Geimurinn Franska Gvæjana Vísindi Júpíter Venus Tunglið Tengdar fréttir Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
UPPFÆRT: Geimskotinu hefur verið frestað til morguns, vegna hættu á eldingum. Reyna á aftur klukkan 12:14 á morgun. Eftir að JUICE verður skotið á loft líður þriggja mánaða tímabil þar sem ganga á úr skugga um að vísindabúnaður geimfarsins virkar. Það verður svo í ágúst á næsta ári sem geimfarið á að nýta þyngdarafl tunglsins og jarðarinnar til að auka hraða sinn. Geimfarið mun einnig nýta þyngdarafl Venusar og fara svo annan hring um jörðina til að auka hraða sinn og ná til Júpíters. Vonast er til þess að ferðinni ljúki í júlí 2031. Þá á rannsóknarvinnan að standa yfir í minnst fjögur ár. Hér má sjá upplýsingar um langt ferðalag JUICE til Júpíters.ESA JUICE verður skotið á loft frá Frönsku- Gvæjana í Suður-Ameríku og á geimskotið að eiga sér stað klukkan 12:15 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan en útsendingin hefst 11:45. Næstu daga eftir geimskotið, fari það eins og vonast er, munu vísindamenn ESA vinna að því að koma sólarsellum og loftnetum JUICE í gagnið. JUICE er meðal annars búið nákvæmum myndavélum og skynjurum og geta áhugasamir fundið frekari upplýsingar um búnað geimfarsins hér á vef ESA. Mikil áhersla lögð á Ganýmedes Þegar JUICE nær til Júpíters vonast vísindamenn til þess að geta fundið vísbendingar um það hvort mögulegt sé að líf megi finna á tunglum Júpíters, þar sem talið er að finna megi vatn í miklu magni undir ísilögðu yfirborðinu. Talið er að á Ganýmedes, Kallistó og Evrópu megin finna allt að sex sinnum meira vatn en á jörðinni. Geimfarið verður notað til að greina þessi tungl og gægja undir yfirborðið svo auka megi skilning vísindamanna á því hvernig tunglin mynduðust á sporbraut um gasrisan Júpíter og hvort þar megi finna jarðvirkni. Mikil áhersla verður lögð á Ganýmedes en tunglið er það eina í sólkerfinu sem talið er vera með eigin segulsvið. Annars eru einungis jörðin og Merkúr með segulsvið sem meðal annars verndar reikistjörnurnar gegn skaðlegri geislun frá sólinni. Frekari upplýsingar um helstu markmið JUICE má finna hér á vef ESA. Áhugasamir munu geta fylgst með ferðalagi JUICE á samfélagsmiðlum eins og hér að neðan. 0 Good morning on #ESAJuice launch day!How to follow https://t.co/WoeO7VSwWQKey moments (time=cest): 13:45 Live launch programme starts at esawebtv 14:15 Launch 14:51 Aquistion signal (earliest) 15:55 Solar array deployment ( time may vary)Questions? #AskESA! pic.twitter.com/oaV77pV5iz— ESA's Juice mission (@ESA_JUICE) April 13, 2023
Geimurinn Franska Gvæjana Vísindi Júpíter Venus Tunglið Tengdar fréttir Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00