Vilja loftslagsskatta á skip til að koma á orkuskiptum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 14:54 Belgískt skip á veiðum í Ermasundi. EPA Samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Stokkhólmi er hægt að skattleggja fiskiskipaflota Evrópusambandslanda og nota féð til að breyta greininni. Skip eru í dag undanþegin olíusköttum og rannsóknir á orkuskiptum eru skammt á veg komnar. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið hafi ekki brugðist við hugmyndum vísindamannana, sem gerðu greininguna fyrir fjögur umhverfisverndarsamtök. Þar á meðal samtökin Client Earth og Our Fish, sem berjast gegn ofveiði. Samkvæmt greiningunni hafa flotar Evrópusambandsríkja fengið 15,7 milljarða evra skattaafslætti af olíusköttum á tíu ára tímabili, frá árinu 2010 til 2020. En það eru rúmir 2.300 milljarðar íslenskra króna. Fáránlega lágar tillögur ESB Í dag eru olíuskattar á hvern líter af bensíni í Evrópu 67 evrusent, eða 100 íslenskar krónur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að lagðir verði á skattar á skip, en þó aðeins 3,6 evrusent á hvern líter, eða rúmar 4 krónur. „Þrátt fyrir að tillagan hljóði upp á fáránlega lága upphæð, hafa sum aðildarríki með stóra fiskiskipaútgerðir mótmælt henni og leggja til að skip þurfi áfram ekki að greiða neina olíuskatta,“ segir í greiningunni sem unnin var af Maartje Oostdijk, doktor við Háskóla Íslands, og Lauru G. Elsler, doktor við Stokkhólmsháskóla. Sé miðað við að skattlagningin sé 33 evrusent á lítrinn, eða 50 krónur, sé hægt að fjármagna ýmis umhverfis og öryggisverkefni á sjó og hægt að styðja við rannsóknir á orkuskiptum skipa. „Þessi skattlagning væri nóg til þess að greiða 20 þúsund sjómönnum laun í heilt ár og styðja við 6 þúsund orkuskiptaverkefni,“ segir í greiningunni. Fiskiþjóðir mótmæla Spánverjar eru með langstærsta fiskiskipaflota Evrópusambandsins, og telja rúmlega 21 prósent af heildarflotanum. Þar á eftir koma Frakkar með 11 prósent, Ítalir með 9, Hollendingar 8 og Danir og Portúgalar með 5 prósent. Spánverjar, Frakkar og Kýpverjar hafa mótmælt áætlunum Evrópusambandsins um 3,6 evrusenta skatt. Eins og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið setja á græna skatta á flug. Hefst gjaldtakan á næsta ári og mun stighækka á komandi árum. Íslendingar hafa beðið um undanþágu frá skattlagningunni, verði hún tekin upp í EES samninginn, í ljósi sérstöðu landsins. Það er að Ísland sé háðara flugsamgöngum en ríki meginlandsins þar sem til dæmis lestarferðir eru fýsilegur kostur. Algerlega óvíst er hins vegar hvort að Ísland fái undanþáguna og Íslendingar hafa hótað að beita neitunarvaldi í sameiginlegu EES nefndinni. Loftslagsmál Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Breska blaðið The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið hafi ekki brugðist við hugmyndum vísindamannana, sem gerðu greininguna fyrir fjögur umhverfisverndarsamtök. Þar á meðal samtökin Client Earth og Our Fish, sem berjast gegn ofveiði. Samkvæmt greiningunni hafa flotar Evrópusambandsríkja fengið 15,7 milljarða evra skattaafslætti af olíusköttum á tíu ára tímabili, frá árinu 2010 til 2020. En það eru rúmir 2.300 milljarðar íslenskra króna. Fáránlega lágar tillögur ESB Í dag eru olíuskattar á hvern líter af bensíni í Evrópu 67 evrusent, eða 100 íslenskar krónur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að lagðir verði á skattar á skip, en þó aðeins 3,6 evrusent á hvern líter, eða rúmar 4 krónur. „Þrátt fyrir að tillagan hljóði upp á fáránlega lága upphæð, hafa sum aðildarríki með stóra fiskiskipaútgerðir mótmælt henni og leggja til að skip þurfi áfram ekki að greiða neina olíuskatta,“ segir í greiningunni sem unnin var af Maartje Oostdijk, doktor við Háskóla Íslands, og Lauru G. Elsler, doktor við Stokkhólmsháskóla. Sé miðað við að skattlagningin sé 33 evrusent á lítrinn, eða 50 krónur, sé hægt að fjármagna ýmis umhverfis og öryggisverkefni á sjó og hægt að styðja við rannsóknir á orkuskiptum skipa. „Þessi skattlagning væri nóg til þess að greiða 20 þúsund sjómönnum laun í heilt ár og styðja við 6 þúsund orkuskiptaverkefni,“ segir í greiningunni. Fiskiþjóðir mótmæla Spánverjar eru með langstærsta fiskiskipaflota Evrópusambandsins, og telja rúmlega 21 prósent af heildarflotanum. Þar á eftir koma Frakkar með 11 prósent, Ítalir með 9, Hollendingar 8 og Danir og Portúgalar með 5 prósent. Spánverjar, Frakkar og Kýpverjar hafa mótmælt áætlunum Evrópusambandsins um 3,6 evrusenta skatt. Eins og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið setja á græna skatta á flug. Hefst gjaldtakan á næsta ári og mun stighækka á komandi árum. Íslendingar hafa beðið um undanþágu frá skattlagningunni, verði hún tekin upp í EES samninginn, í ljósi sérstöðu landsins. Það er að Ísland sé háðara flugsamgöngum en ríki meginlandsins þar sem til dæmis lestarferðir eru fýsilegur kostur. Algerlega óvíst er hins vegar hvort að Ísland fái undanþáguna og Íslendingar hafa hótað að beita neitunarvaldi í sameiginlegu EES nefndinni.
Loftslagsmál Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira